miðvikudagur, 14. apríl 2010

Veikindi Þorgeirs

Ég er nú ekki vön að kvarta mikið yfir veikindum strákana, enda hefur Björgvini varla orðið misdægurt frá fæðingu en það er nú annað með Þorgeir.

Í byrjun desember fékk hann kvef sem þróaðist svo út í barkabólgu og á endanum var talið að hann væri með lungnabólgu þótt hann væri aldrei sendur í myndatöku.
Hann var settur á sýklalyfjakúr og astmapúst sem okkur fundust ekkert virka.

Hann kláraði lyfin og var í 3 vikur á pústinu án þess að nokkuð breyttist.

Hann var aftur settur á 10 daga sýklalyfjakúr og 6 vikna pústkúr fyrir jólin og svo í janúar fór hann á sýklalyf í þriðja skiptið á 6 vikum :(

Hann var á astmapústinu í 11 vikur samtals þar til ég gafst upp og fór með hann til astma og ofnæmislæknis (Ari Víðir) sem setti hann á steralyfið singulair við astmanum.

6 vikum seinna var hann ekki betri fyrir 5 aura og aftur fórum við til Ara.

Hann var tekin af Singulair og settur á mjólkurlaustfæði því nú er líklegasta greiningin sú að hann sé með mjólkuróþol... líklegasta. Ekki 100% sú rétta... bara sú líklegasta.

Eru læknavísindin virkilega ekki komin lengra en þetta?

Eftir 3-4 vikur eigum við svo að koma aftur til Ara og þá verður úr því skorið hvort um mjólkuróþol sé að ræða eða ekki.

Frábært.