Þann 22. desember 2007 fékk hann formlega nafnið Björgvin Hrafnar.
Dagurinn var valinn vegna þess að þá voru vetrarsólstöður og þar með Jól ásatrúarmanna.
Björgvin fékk margar fallegar gjafir á nafnadaginn en ber þar helst að nefna stein sem mamma og pabbi létu grafa á eftirfarandi vísu úr Hávamálum:
Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Þessi vísa var valin í tengslum við nafnið Björgvin.
Við foreldrarnir vonum nefnilega að margt búi í nafninu og að Björgvin Hrafnar verði ávallt traustur vinur og sannur.
Björgvin fékk margar fallegar gjafir á nafnadaginn en ber þar helst að nefna stein sem mamma og pabbi létu grafa á eftirfarandi vísu úr Hávamálum:
Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Þessi vísa var valin í tengslum við nafnið Björgvin.
Við foreldrarnir vonum nefnilega að margt búi í nafninu og að Björgvin Hrafnar verði ávallt traustur vinur og sannur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli