apríl 3, 2007
Stærð
Í þessari viku er bebe 3 sentimetrar. Í enda hennar verður það 5 sentimetrar.
Þetta er 60% stækkun á einni viku.
Mér myndi bregða talsvert ef ég vaknaði á mánudaginn og væri 269 sentimetrar!
*flissar*
Þetta er 60% stækkun á einni viku.
Mér myndi bregða talsvert ef ég vaknaði á mánudaginn og væri 269 sentimetrar!
*flissar*
apríl 16, 2007
Óléttu-allt
Þar sem við erum 3 ófrískar í HÍ-bekknum mínum (og 5 í gamla óló bekknum) er lítið annað rætt en hvað má og hvað má ekki á meðgöngu: óléttumatur, óléttuföt, óléttuleikfimi og annað slíkt.
Mér leiðist það svo sem ekkert og alltaf gaman að fá að vita meira og meira :-)
Ég ætla að prufa að vera rosalega umhverfisvæn og meðvituð eftir að ég eignast þetta barn og eitt skref í því er að kaupa ekki krukkumat (nema í neyð) heldur reyna að mauka sjálf epli og perur og svoleiðis til að mata grísinn á eftir þetta hefðbundna brjóstagjafar tímabil.
Ég fann frábæra síðu með uppskriftum af barnamat og öðrum hollum mat á Café Sigrún
Mér leiðist það svo sem ekkert og alltaf gaman að fá að vita meira og meira :-)
Ég ætla að prufa að vera rosalega umhverfisvæn og meðvituð eftir að ég eignast þetta barn og eitt skref í því er að kaupa ekki krukkumat (nema í neyð) heldur reyna að mauka sjálf epli og perur og svoleiðis til að mata grísinn á eftir þetta hefðbundna brjóstagjafar tímabil.
Ég fann frábæra síðu með uppskriftum af barnamat og öðrum hollum mat á Café Sigrún
apríl 22, 2007
apríl 30, 2007
Pabbaþjálfun
Í gær, sunnudag, fórum við Andrea í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Það var bara gaman og bebe var að sjálfsögðu með í för (enda bara um 5cm á stærð þessa vikuna). Við sáum að minnsta kosti hvar allir foreldrar eru á sunnudags-eftirmiðdögum. Andrea fékk útrás fyrir að klappa öllum dýrunum og búa til uppskriftir í huganum. Ég sá nýja vísindagarðinn í tjaldinu í húsdýragarðinum. ansi sniðugur og skemmtilegur vísindagarður þar á ferð.
Við sáum líka að það að hálf vaffla með rjóma kostaði 420 krónur!!! Sem betur fer slepptum við því að kaupa svo ótrúlega dýrt kaffibrauð og fengum okkur í staðin súkkulaðibitakökur, kaffi og kókómjólk.
Við sáum líka að það að hálf vaffla með rjóma kostaði 420 krónur!!! Sem betur fer slepptum við því að kaupa svo ótrúlega dýrt kaffibrauð og fengum okkur í staðin súkkulaðibitakökur, kaffi og kókómjólk.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli