mánudagur, 7. september 2009

mars 2007 Archives

mars 3, 2007

Barbapabbi handa Bebe

DSC00003.JPG
Bebe er búin að fá sína fyrstu gjöf.
Sigríður Ásta stóðst ekki mátið og keypti þennan dásamlega Barbapabba handa bebe :-)
Það er náttúrulega ekki spurning um að bebe kemur til með að elska Siggu frænku mest :-þ
En annars þá er ég að upplifa svolítið skrítnar tilfinningar núna.
Ég er viss um að allar ófrískar konur hugsa svona á einum tímapunkti eða öðrum, en ég get víst bara skrifað um það sem ég er að hugsa...
Af og til, sérstaklega ef ég finn einhverjar maga'truflanir', fer ég að hugsa um hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi missa fóstrið.
Ég veit að það væri ekki heimsendir og við Unnar myndum vinna úr öllum tilfinningum því tengdu, en ég held að þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem mig langar virkilega í barn, þá væri rosalega erfitt að missa það.
Svo hugsa ég ósjálfrátt í kjölfarið "ekki hugsa svona, þá gerist eitthvað slæmt!".
Sem er náttúrulega líka bull :-)
Þessi gríslingur (akkúrat núna held ég að þetta sé stelpa) fæðist í október eða nóvember og verður bara dásamleg/ur (eins og mamma).

mars 5, 2007

Hugsanir og hugsanir

Ég hugsa, þess vegna er ég.
Það er afskaplega margt sem maður fer að hugsa þegar kærastan á von á barni. Það er tilhlökkun, stolt, kvíði og áhyggjur. Þessi fyrstu tvö hafa verið mest áberandi hjá mér. Þriðja (kvíði) hefur komið upp annars lagið, þó aðallega vegna fjármálanna og líka vegna þess að ég kann ekki neitt :-p Fjórða tilfinningin, en hún er sögð vera algeng, hefur ekkert látið á sér kræla, og er það vel.
Ég bíð bara spenntur eftir að fara með Andreu í fyrstu mæðraskoðunina og komast að því hvenær barnið á sinn fæðingartíma. Þangað til ætla ég að knúsa elskuna mína eins oft og ég mögulega get.
Takk fyrir gjöfina handa bebe Sigga :-)

mars 8, 2007

Smitandi

Hittingurinn sem Unnar var að tala um í þar síðasta pósti var hjá okkur bekkjarsystrunum frá Ólafsfirði.
Það er svo ótrúlegt að hitta þær núna, því við erum 5 ófrískar af 6 sem búum hér fyrir sunnan :-)
Þetta ástand er augljóslega bráðsmitandi.
Jóna og Díana eru settar í maí, Gullý og Jóhanna eru í ágúst og svo ég sennilega í okt-nóv.
Það var frábært að hitta þær allar og fá leiðbeiningar um hvað maður á að gera... þær eiga allar börn fyrir ... ekki svona seinar að þessu eins og ég :-þ
Ég er mas búin að fá leyfi til að hringja í Heiðu og Gullý hvenær sem er til að fá upplýsingar og hjálp :-)
Við eigum tíma hjá lækni þann 14. til að fá þetta staðfest og sennilega fáum við að fara í snemmsónar því ég veit ekki nákvæmlega hvenær fyrsti dagur síðustu blæðinga var.
Ég gæti átt að eiga 5. nóvember, en svo gæti þetta líka verið mánuði fyrr!

mars 11, 2007

Óþolinmóð

Ég er svo óþolinmóð.
Ég vil bara að þetta barn fæðist eins og skot :-) Nenni sko varla að bíða fram í nóvember eftir að fá það í hendurnar og knúsa það... hvernig fer fólk að því að bíða svona lengi án þess að verða brjálað :-þ

mars 12, 2007

Biðin er mönnunum þraut

Ég er líka að bíða. Bíða og bíða og bíða. :-) Elsku Andrea mín hefur haft það alveg ágætt, að eigin sögn. Ég trúi henni 99,9% en mig er farið að gruna að það komi stundir þar sem henni líður ekkert allt of vel. Hvort sem það er tilfinningalega eða líkamlega, þá fæ ég einstaka sinnum á tilfinninguna sjálfur að hún sé að ,,harka af sér eitthvað".
T.d. kom ég heim í gærkvöldi eftir að hafa verið úti að spila borðspil með strákunum. Ég sendi Andreu skilaboð klukkan hálf tólf að við ætlum að hætta klukkan 12:00 á miðnætti. ,,Ekki málið elskan" svarar hún mér. Hinsvegar þegar ég kem heim þá líður henni ósköp illa, búin að fá svitaköst og er flökurt... :-( ...Síðasti klukkutíminn af spilakvöldinu fór í að spila Rommí. Ég hefði alveg getað komið heim allavegana einni klukkustund fyrr, en þar sem mig grunaði ekki að henni liði illa þá var ég allt kvöldið að spila. Svona er hún Andrea fórnfús, en mér leið ekkert alltof vel með að vita ekki af þessu fyrr en ég var kominn heim.
Ég stend með henni Andreu minni í gegnum súrt og sætt. Það sem á eftir að gerast næstu mánuði liggur að mestu leyti hennar megin, held ég. Það er líkamlegu breytingarnar, andlegu sveiflurnar (hormónaflæðið sko..), erfiðleikaranir við dagleg störf og svo afskaplega margt annað. Ég þarf hinsvegar að vera til staðar, alltaf. Ég vil vera til staðar, alltaf. Þess vegna vil ég alltaf vita þegar henni líður illa því þá get ég brugðist við.
Stundum sé ég það á henni að henni líður ekki vel og þá spyr ég hvað ami að. Þá opnar hún sig fyrir mér og finnst mér það vera frábært, því hún treystir mér 100%. Það, hvað hún er opin er eitt af því fjölmarga sem ég elska hvað mest við hana. Það að opna sig, og segja mér frá vanlíðan sinni, finnst mér að megi á engan hátt að vera háð því hvað ég sé að gera þá og þá stundina.
Vinir mínir hafa að vísu ekki hugmynd um óléttuna ennþá, þar gæti hundurinn legið í kúnni... Þeir komast að því eftir mesta lagi fjórar vikur ;-)
Annars líður mér sjálfum afskaplega vel. Eg er einhvernveginn enn að meðtaka þá staðreynd að ég sé að eignast heilt barn. Ég horfi í kringum mig og sé skyndilega börn í öllum áttum. Svo lít ég á alla foreldrana í kringum mig og hugsa ,,Fyrst þeir lifa þetta af þá ætti ég að lifa þetta af líka".
Þá er bara að snúa sér aftur að því að bíða og bíða og bíða og bíða og bíða og bíða og bíða og bíða ...

Vika 6

Ógleðin í gærkvöldi stafaði sennilega af of miklu pasta og mjólk. Ég get nefnilega ekki borðað mikið í kvöldmat núna... verður alltaf hálf bumbult seinnipart kvölds.
En ég nenni ekki að kvarta stanslaust :-)
Það eru bara aumingjar sem kvarta yfir öllu á meðgöngu.
Við erum óléttar, ekki dauðvona :-þ
Samt veit ég það ekki alveg, því eftir að ég drakk fyrsta kaffibollann minn í morgun, þá varð mér dálítið flökurt. Reyndar bara í svona 5 mínútur. Ég finn líka alveg að ég get ekki látið alveg jafn mikið kaffi ofan í mig og venjulega... 4-5 bollar eru hámarkið... reyndar er mér sagt að það sé 4 bollum of mikið, en what the hell, ég er amk hætt að reykja :-)
Ef allir útreikningar eru réttir þá er vika 6 að byrja núna. Reyndar gæti verið að ég væri að byrja 10 viku... en ég held ekki samt, það passar ekki alveg.
Svo miðað við 6 vikur lítur púkinn svona út:
vika%206.bmp
Dálítið eins og eðla eða skrímslið úr Alien, en krúttlegt engu að síður :-þ

mars 14, 2007

Skoðun í dag

Jæja, snemmsónarinn er í dag.
Ég er mjög spennt að fá að vita hvað ég er langt gengin með. Ómögulegt að vera ekki með svona hluti á hreinu :-)

mars 15, 2007

Sónarmynd

andrea-bebeweb.jpg
Jæja, hérna er fyrsta myndin af krílinu, 6 vikna gömlu.
Við erum náttúrulega ótrúlega stolt af okkur sjálfum, frábært afrek að hafa búið til barn (+ hvað það var skemmtilegt :-þ )
Á þessari mynd sjáið þið (inn í rauða hringnum) 'berið' sem mun fljótlega stækka og verða mannvera.
Núna er það bara um 3,5 millimetrar, en við sáum samt hjartslátt, svona svipað og blikkljós.
Við erum bara rosalega glöð og hlökkum til næstu 34 vikna.

mars 20, 2007

20. mars

Það eru allir svo æðislegir við okkur!
Hamingjuóskunum er búið að rigna yfir okkur bæði undanfarið og ég gæti bara ekki verið heppnari með vini og fjölskyldu.
Eins og flestir vita hef ég tönglast á því allt mitt líf að mér finnist barneiginir ekki vera neitt sérstakt atriði í mínu lífi.
Ég gat alveg séð fyrir mér að ég yrði hamingjusöm þó að ég myndi aldrei eignast börn og mér hefur alltaf fundist að fólk eigi ekki að stökkva blint í sjóinn með barneignir. Það er svo margt annað sem lífið hefur uppá að bjóða.
En það má ekki misskilja mig, ég er samt mjög ánægð með að vera ófrísk.
Þetta er áhugavert og spennandi og ég hlakka svo til að verða mamma!
Continue reading "20. mars" »

mars 23, 2007

Að bíða

Við Andrea erum enn að bíða. -Voðalega eru þetta rólegar fyrstu vikur -

mars 26, 2007

8. vika

Nú lítur krílið einhvern vegin svona út.
vika%208.bmp
Það eru komnar hendur og fætur, fingur og tær eru að verða greinilegri og lungun eru að myndast.
Heilinn er líka að stækka fullt og hjartað slær sem aldrei fyrr.
Þessi litla baun er nú um 2 sentimetrar og hætt að líta út eins og geimvera :-)
vika%208-2.bmp
Skrítið hvað mér finnst eins og ég sé ekki ófrísk... ég finn nefnilega lítil sem engin einkenni, fyrir utan hvað ég er rosalega grátgjörn. Skældi meira að segja yfir Gettu betur :-þ
Reyndar heldur mamma því fram að það sé eðlilegt þar sem hún hafi ekki fundið fyrir neinu með mig... ekki ógleði, lítil þreyta og almennt hraust :-)
Ekki að ég sé að kvarta yfir að líða vel, ég elska hvað þetta er auðvelt :-D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli