júlí 1, 2007
Líðanin
Ah, er ekki kominn tími á að ræða aðeins hvernig hinni verðandi móður líður?
Síðan ég varð ófrísk er heilsan búin að vera frábært, ég hef aldrei verið hressari en einmitt nú. Þreyta og slen gerðu vart við sig á viku 5-8 og langaði mig að leggja mig um 4leytið á daginn í þessar vikur.
Eftir 8 viku hvarf þetta þó eins og dögg fyrir sólu og ég vaki mína 18 tíma eins og vanalega núorðið.
Ógleði er og var engin, en þó komu 3 kvöld þar sem mér varð hálf flökurt. Hvort það stafaði af of miklum mat eða því að ég borðaði frekar seint þessi kvöld skal látið ósagt.
Það er farið að sjá aðeins á mér og ég er líka farin að finna meira fyrir óléttunni... kúlan farin að hindra að ég geti legið á maganum og sofið/lesið/pikkað og er því að fara í taugarnar á mér þessa stundina. Langar rosalega í rúm með holu í miðjunni ;-)
Unnar fann smá hreyfingu í fyrsta skiptið í gær :-D og er því alsæll verðandi faðir í dag... krílið er líka farið að stunda það að fara í kollhnísa inn í mér... og tilfinningin er svolítið í ætt við það sem maður finnur í maganum í flugtaki (og fyrir flugveika manneskju eins og mig.... ekki svo gott).
Pirringur í fótum fór að angra mig á viku 17 en ljósan leysti það fyrir mig... ég stakk bara nokkrum púðum undir dýnuna í rúminu og þannig lyftast og haldast fæturnir uppi alla nóttina.... þetta, ásamt stækkandi kúlu hindrar mig í að sofa á maganum... það hlýtur að venjast.
Annað en allt þetta er lítið að frétta af okkur. Vinnum eins og við getum til að eiga í krílið og á (okkur líka auðvitað) því vetur á námslánum kemur til með að verða í erfiðari kantinum... en við gerum bara eins og allt fólk með viti... við lifum á ástinni :-þ
Síðan ég varð ófrísk er heilsan búin að vera frábært, ég hef aldrei verið hressari en einmitt nú. Þreyta og slen gerðu vart við sig á viku 5-8 og langaði mig að leggja mig um 4leytið á daginn í þessar vikur.
Eftir 8 viku hvarf þetta þó eins og dögg fyrir sólu og ég vaki mína 18 tíma eins og vanalega núorðið.
Ógleði er og var engin, en þó komu 3 kvöld þar sem mér varð hálf flökurt. Hvort það stafaði af of miklum mat eða því að ég borðaði frekar seint þessi kvöld skal látið ósagt.
Það er farið að sjá aðeins á mér og ég er líka farin að finna meira fyrir óléttunni... kúlan farin að hindra að ég geti legið á maganum og sofið/lesið/pikkað og er því að fara í taugarnar á mér þessa stundina. Langar rosalega í rúm með holu í miðjunni ;-)
Unnar fann smá hreyfingu í fyrsta skiptið í gær :-D og er því alsæll verðandi faðir í dag... krílið er líka farið að stunda það að fara í kollhnísa inn í mér... og tilfinningin er svolítið í ætt við það sem maður finnur í maganum í flugtaki (og fyrir flugveika manneskju eins og mig.... ekki svo gott).
Pirringur í fótum fór að angra mig á viku 17 en ljósan leysti það fyrir mig... ég stakk bara nokkrum púðum undir dýnuna í rúminu og þannig lyftast og haldast fæturnir uppi alla nóttina.... þetta, ásamt stækkandi kúlu hindrar mig í að sofa á maganum... það hlýtur að venjast.
Annað en allt þetta er lítið að frétta af okkur. Vinnum eins og við getum til að eiga í krílið og á (okkur líka auðvitað) því vetur á námslánum kemur til með að verða í erfiðari kantinum... en við gerum bara eins og allt fólk með viti... við lifum á ástinni :-þ
júlí 2, 2007
Tærnar
(the toes)
Hérna er krílið með höndina við andlitið
(here the bebe has it's hand against it's face)
Sama hér... sætasta barn í heimi!
(same here... it's the cutest baby in the world!)
júlí 3, 2007
Pabbi bloggar
Núna er farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar og pabbinn ennþá fljótandi um á ljósbleiku skýi. Andrea er því miður farin að finna fyrir óþægindum sem tengast meðgöngunni og var hún með pirring í fótunum í gærkvöldi. Þetta má ég auðvitað ekki vita af (því ég má ekkert aumt sjá) og nuddaði á henni kálfana til að fá vöðvana til að slaka á. Held að það hafi virkað að nokkru leyti, a.m.k. sofnaði ég skömmu síðar :-p Nú bíð ég spenntur eftir næsta sparki frá bebe. Vonandi kemur það fljótlega. Þangað til þá dekra ég eins og ég get við Andreu :-D
júlí 9, 2007
Vika 23
Jæja, vika 23 er hafin og nú er krílið 28 sentimetrar... það er svona frá fingurgómnum á löngutöng og að miðjum upphandlegg (á mér að sjálfsögðu) eða sirka eitt A4 blað!
um 550 gr. er þyngdin á krílinu.
Bara nokkrar vikur í viðbót :-)
um 550 gr. er þyngdin á krílinu.
Bara nokkrar vikur í viðbót :-)
júlí 12, 2007
Mamma kjáni
Fyndið hvað maður getur vanist hlutunum og orðið háður þeim.
Ef krílið er ekki stanslaust að snúa sér og fara flikkflakk í kúlunni, þá á ég til að ýta í það... bara til að finna þessar hreyfingar, sem mér finnast þó óþægilega líkar meltingartruflunum!
Ef krílið er ekki stanslaust að snúa sér og fara flikkflakk í kúlunni, þá á ég til að ýta í það... bara til að finna þessar hreyfingar, sem mér finnast þó óþægilega líkar meltingartruflunum!
júlí 13, 2007
Ungbarnanudd
Keypti bókina Loving hands um daginn. Hún lofar mjög góðu og ég hlakka til að nudda krílið mitt í bak og fyrir. Bókin er reyndar svolítið gömul og myndirnar eru svart-hvítar og ekki alveg nógu greinilegar, en lesningin er ágæt.
Kannski ég reyni að finna fleiri bækur um ungbarnanudd... ekki vill ég gera eitthvað vitlaust!
Svo þar sem ég er ein af þessum 'skrítnu' konum sem ætla að hafa þetta eins náttúrulegt og lífrænt og hægt er, þá keypti ég líka Top 100 baby purres, Raising (kynið af barninu mínu), The no-cry sleep solution og The baby book: everything you need to know....
Sennilega er ég búin að missa það... en ég veit náttúrulega ekkert um barnauppeldi :-þ
Kannski ég reyni að finna fleiri bækur um ungbarnanudd... ekki vill ég gera eitthvað vitlaust!
Svo þar sem ég er ein af þessum 'skrítnu' konum sem ætla að hafa þetta eins náttúrulegt og lífrænt og hægt er, þá keypti ég líka Top 100 baby purres, Raising (kynið af barninu mínu), The no-cry sleep solution og The baby book: everything you need to know....
Sennilega er ég búin að missa það... en ég veit náttúrulega ekkert um barnauppeldi :-þ
júlí 17, 2007
Fæðingarorlof
Var að koma úr símanum frá því að tala við LÍN (uppáhaldið mitt) og fékk að vita þar, að það eina sem þau þurfa í sambandi við fæðinguna er fæðingarvottorð eftir að krílið er komið í heiminn. Þá verður lánastaða mín lagfærð og námslánin hækkuð í samræmi við að ég verði orðin móðir.
Fæðingaorlofssjóður þarf að fá umsókn um fæðingarorlorf, vottorð um áætlaðan fæðingardag og staðfestingu frá skólanum um hvað ég er í mörgum einingum og hvað ég var í miklu námi á síðustu 12 mánuðum.
Unnar þarf svo að hafa samband við fjölskyldu og styrktarsjóð ríkisins til að fá sín 20% á móti frá Ríkinu.
Reyndar hélt ég að fæðingarstyrkur námsmanna væri bara 98.000 í þrjá mánuði, en það er víst alveg í 6, svo kannski við endurskoðum þetta með að Unnar verði heima í 6 og ég í 3.
Auðveldara að vera með krílið á brjósti ef maður er heima hjá því :-)
Eini gallinn er að það verður að taka allan tíman samfellt.
Ég get ekki tekið 3 mánuði, Unnar 3 og svo ég aðra þrjá. Sem er bömmer.. það hefði verið frábært.
Ennnn... amk veit ég betur núna hvað stendur okkur til boða :-)
Fæðingaorlofssjóður þarf að fá umsókn um fæðingarorlorf, vottorð um áætlaðan fæðingardag og staðfestingu frá skólanum um hvað ég er í mörgum einingum og hvað ég var í miklu námi á síðustu 12 mánuðum.
Unnar þarf svo að hafa samband við fjölskyldu og styrktarsjóð ríkisins til að fá sín 20% á móti frá Ríkinu.
Reyndar hélt ég að fæðingarstyrkur námsmanna væri bara 98.000 í þrjá mánuði, en það er víst alveg í 6, svo kannski við endurskoðum þetta með að Unnar verði heima í 6 og ég í 3.
Auðveldara að vera með krílið á brjósti ef maður er heima hjá því :-)
Eini gallinn er að það verður að taka allan tíman samfellt.
Ég get ekki tekið 3 mánuði, Unnar 3 og svo ég aðra þrjá. Sem er bömmer.. það hefði verið frábært.
Ennnn... amk veit ég betur núna hvað stendur okkur til boða :-)
júlí 20, 2007
Taubleyjur, vefjur, faðmlök og mauk
Flestir sem vita að ég ætla að nota taubleyjur á krílið halda að ég sé endanlega orðin klikk:
"Hvað með allann þvottinn?",
"hvað með vesenið við að fara með barnið út?",
"hvað með að setja barnið í pössun?",
"hvað með kostnaðinn?".
Allt þetta eru spurningar sem ég hef fengið og svo eru það leiðinlegu og niðurdrepandi athugasemdirnar:
"Þú átt eftir að gefast upp á þessu eins og skot",
"Svo áttu enga hreina taubleyju og ferð að nota bréf... þá sérðu hvað það er þægilegt og tímasparandi og skiptir ekkert aftur",
"Það á enginn eftir að nenna þessu nema þú og þá er barnið hvort eð er að nota bréfbleyjur af og til... er þá tilgangurinn og sparnaðurinn ekki horfinn?"
"Bíddu bara þar til barnið er fætt... þá verður þetta ekki eins góð hugmynd"
And so on.
Jú, ok.
Þetta á eftir að taka tíma en hvað hefur móðir í fæðingarorlofi annað en nægann tíma?
Þetta á eftir að kosta helling í upphafi en ekki til lengri tíma litið.
Unnar á alveg eftir að nenna þessu líka, mamma notaði einu sinni bréfbleyju á mig, þannig að hún þekkir ekkert annað og svo ætla ég ekkert að setja krílið í pössun hjá einhverjum vandalausum sem þekkja mig og mín lífsviðhorf ekkert.
Hana, málið dautt.
En það sem ég vildi líka koma að, er að ef einhverjar af þeim verðandi og nýbökuðu mæðrum sem ég þekki hafa áhuga á taubleyjum og náttúrulegu uppeldi, þá er til spjallborð sem er með upplýsingum um þessi mál.
Á þessari síðu eru líka upplýsingar um faðmlök, sling, vefjur og önnur tól til að bera börn (sem er eitthvað sem ég ætla að gera líka).
Hlekkurinn er hér
Það verður að samþykkja ykkur inn og óvirkum notendum er eytt með reglulegu millibili.
Þannig að ef þú ert ekki foreldri með brennandi áhuga á 'mjúku' uppeldi, slepptu því að sækja um aðgang.
"Hvað með allann þvottinn?",
"hvað með vesenið við að fara með barnið út?",
"hvað með að setja barnið í pössun?",
"hvað með kostnaðinn?".
Allt þetta eru spurningar sem ég hef fengið og svo eru það leiðinlegu og niðurdrepandi athugasemdirnar:
"Þú átt eftir að gefast upp á þessu eins og skot",
"Svo áttu enga hreina taubleyju og ferð að nota bréf... þá sérðu hvað það er þægilegt og tímasparandi og skiptir ekkert aftur",
"Það á enginn eftir að nenna þessu nema þú og þá er barnið hvort eð er að nota bréfbleyjur af og til... er þá tilgangurinn og sparnaðurinn ekki horfinn?"
"Bíddu bara þar til barnið er fætt... þá verður þetta ekki eins góð hugmynd"
And so on.
Jú, ok.
Þetta á eftir að taka tíma en hvað hefur móðir í fæðingarorlofi annað en nægann tíma?
Þetta á eftir að kosta helling í upphafi en ekki til lengri tíma litið.
Unnar á alveg eftir að nenna þessu líka, mamma notaði einu sinni bréfbleyju á mig, þannig að hún þekkir ekkert annað og svo ætla ég ekkert að setja krílið í pössun hjá einhverjum vandalausum sem þekkja mig og mín lífsviðhorf ekkert.
Hana, málið dautt.
En það sem ég vildi líka koma að, er að ef einhverjar af þeim verðandi og nýbökuðu mæðrum sem ég þekki hafa áhuga á taubleyjum og náttúrulegu uppeldi, þá er til spjallborð sem er með upplýsingum um þessi mál.
Á þessari síðu eru líka upplýsingar um faðmlök, sling, vefjur og önnur tól til að bera börn (sem er eitthvað sem ég ætla að gera líka).
Hlekkurinn er hér
Það verður að samþykkja ykkur inn og óvirkum notendum er eytt með reglulegu millibili.
Þannig að ef þú ert ekki foreldri með brennandi áhuga á 'mjúku' uppeldi, slepptu því að sækja um aðgang.
júlí 24, 2007
Mæðraskoðun 25. vika
Fór í mæðraskoðun í morgun.
Það lítur allt mjög vel út... legið er 27 cm og af mjög eðlilegri meðalstærð. Ef heldur áfram sem horfir (ég í meðaltalinu) þá ætti krílið að verða um 15 merkur :-)
Er búin að þyngjast um 5 kg, sem er alveg eðlilegt á þessu stigi málsins... mér finnst ég reyndar vera búin að þyngjast meira, en miðað við að ég kemst ennþá í öll fötin mín (nema gallabuxurnar) þá er þetta frábært :-D
Sykurþolsmæling um miðjann ágúst og næsta mæðraskoðun á 30. viku.
Viðbót:
Gleymdi að taka fram að ég var færð fram um 2 daga í viðbót (upphafleg dagsetning var sko 7. nóv) og er því sett sunnudaginn 3. nóvember núna :-)
Það lítur allt mjög vel út... legið er 27 cm og af mjög eðlilegri meðalstærð. Ef heldur áfram sem horfir (ég í meðaltalinu) þá ætti krílið að verða um 15 merkur :-)
Er búin að þyngjast um 5 kg, sem er alveg eðlilegt á þessu stigi málsins... mér finnst ég reyndar vera búin að þyngjast meira, en miðað við að ég kemst ennþá í öll fötin mín (nema gallabuxurnar) þá er þetta frábært :-D
Sykurþolsmæling um miðjann ágúst og næsta mæðraskoðun á 30. viku.
Viðbót:
Gleymdi að taka fram að ég var færð fram um 2 daga í viðbót (upphafleg dagsetning var sko 7. nóv) og er því sett sunnudaginn 3. nóvember núna :-)
júlí 27, 2007
Meðgöngu einkenni
Jæja, hlaut að koma að því.
Er komin með fyrstu meðgöngu einkennin, ja, fyrir utan stækkandi kúlu ;-)
Fékk sumsé bjúg á fæturnar í fyrsta skiptið í gærkvöldi. Tók eftir því heima hjá Jóhönnu Maríu þegar ég var búin að sitja á baststól með fæturnar undir mér í smá tíma... var öll munstruð :-þ
Er skárri í dag, en ekki næstum nógu góð... ætla í sund á eftir og kaupa brenninettlute, sem á víst að vera það besta við þessu. Svo er það bara sund og smá gögnutúrar... þá ætti ég að verða góð.
Þetta er augljóslega ekki bara dans á rósum ;-)
Er komin með fyrstu meðgöngu einkennin, ja, fyrir utan stækkandi kúlu ;-)
Fékk sumsé bjúg á fæturnar í fyrsta skiptið í gærkvöldi. Tók eftir því heima hjá Jóhönnu Maríu þegar ég var búin að sitja á baststól með fæturnar undir mér í smá tíma... var öll munstruð :-þ
Er skárri í dag, en ekki næstum nógu góð... ætla í sund á eftir og kaupa brenninettlute, sem á víst að vera það besta við þessu. Svo er það bara sund og smá gögnutúrar... þá ætti ég að verða góð.
Þetta er augljóslega ekki bara dans á rósum ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli