mánudagur, 7. september 2009

mars 2009 Archives

mars 11, 2009

Vika 33

Er búin að tala við Ljáðu mér eyra (LME) og það var bara mjög fínt.
Stefni nú á eðlilega fæðingu en verð með mjög þröngan ramma og hvenær sem er get ég fengið að segja "Stopp, hingað og ekki lengra, ég vil fara í keisara".
Það er rosalega gott að vera komin með þetta á hreint og geta hætt að hafa áhyggjur af fæðingunni... og kannski njóta meðgöngunnar betur :-)
Dex kemur áður en hendi verður veifað og við erum farin að hlakka mikið til!

mars 28, 2009

Vaxtarsónar

Á fimmtudaginn fór ég í vaxtarsónar til að skoða hvað púkinn væri orðinn stór.
Hann mældist eitthvað um 14 merkur og þar sem 5 vikur eru ennþá eftir eru ljósurnar að segja að hann gæti orðið um 19 merkur... sem eru næstum 5 kíló!
Sjitt hvað ég höndla ekki hugsunina um að að eignast 5 kílóa barn... ekki tókst mér að koma 3675 gramma barni út... hvað þá að ég geti komið út 5000 gramma ormi!
En allt annað er bara gott og blessað.
Blóðþrýstingur er sæmilegur en bjúgurinn er mig lifandi að drepa :-/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli