mánudagur, 7. september 2009

Helstu upplýsingar um Þorgeir Úlfar

  • Kom í heiminn 30. apríl 2009 klukkan 18.15
  • Vó 4.465 gr. og var 52,5 cm. Höfuðmál var 38 cm.
  • Fæddist með mikinn dökkan lubba og blá augu og var talsvert líkur Björgvini Hrafnari stóra bróður.
Nafnið Þorgeir Úlfar beygist á eftirfarandi hátt:

(nf)   Þorgeir Úlfar
(þg)  Þorgeir Úlfar
(þgf) Þorgeiri Úlfari
(ef)   Þorgeirs Úlfars

Nafnið Þorgeir merkir vopn Þórs.
Samsett úr forskeitiunu Þor (Þór) og viðliðnum geir (atgeir > vopn). Þekktasti Íslendingurinn sem hefur borið þetta nafn er án efa Þorgeir Ljósvetningagoði.  
Úlfar er fleirtalan af úlfur.
Úlfarnir Geri og Freki eru úlfar Óðins og sendi hann þá um heim allan að safna upplýsingum og er nafnið dregið af þeim

Eins og með Björgvin Hrafnar, vorum við búin að ákveða nafnið löngu áður en drengurinn fæddist. Þorgeirs nafnið er eftir Þorgeiri Ljósvetningagoða sem er sennilega ein af eftirlætis persónum mínum úr Íslendingasögunum.
Þorgeir þessi var drengur góður og mjög ráðkænn. Í honum líkamnast það sem mér finnst eitt það mikilvægasta í ásatrúnni, umburðarlyndið.
Þegar Ísland var á barmi innbyrgðis átaka vegna komu kristninnar, ákvað Þorgeir að við skyldum frekar taka kristni og blóta á laun, en að senda þjóðina í borgarastyrjöld. Þessi ákvörðun var mjög diplómatísk og vonum við að Þorgeir Úlfar verði jafn umburðarlyndur og skilningsríkur og Þorgeir nafni hans Ljósvetningagoði.
Eins og með Björgvin Hrafnar hét ég á Óðinn að ef hann léti allt ganga vel og verndaði soninn, yrði Þorgeir Úlfar alinn upp í vorum sið og Úlfar er Óðinskenning.
Úlfar (Canis Lupus) eru sterk og flott dýr og rétt eins og hrafnarnir, mjög tryggir sínum maka.
     

Engin ummæli:

Skrifa ummæli