Fyrstu kreppujólin afstaðin og í miðað við hvað Björgvin fékk mikið af gjöfum þá er sko engin kreppa í þessu landi! Hann fékk jafnvel meira af gjöfum en í fyrra og þótti okkur þó nóg um þá!
Við héldum í alvöru að pakkaflóðið myndi aldrei stöðvast!
Björgvin hafði lítinn áhuga á pökkunum sjálfum en var alltaf voða hrifinn þegar innihaldið kom í ljós :-)
Þá úh-aði hann og ah-aði af hrifningu.
Svo er best að taka það fram að á jóladag fundust 3 nýjar tennur (tennurnar fyrir aftan augntennurnar, sem eru ekki komnar upp) og 3 aðrar eru að láta á sér kræla.
Þratt fyrir að vera að taka 6 tennur, hefur drengurinn verið eins og engill og sagði 3 ný orð í morgun!
Þau voru Bíbí (sem hljómaði reyndar eins og babí), nebbi og klappa.
Hann er bara að verða altalandi barnið :-p
Engin ummæli:
Skrifa ummæli