mánudagur, 7. september 2009

mars 2008 Archives

mars 4, 2008

Sama gamla

Hjá okkur er lítið að gerast. Björgvin er alltaf sama ljósið og kátínan frá einum manni alveg endalaus.
Hinsvegar var okkur bent á í veislu fyrir nokkrum dögum að hann væri farinn að halla soldið til hægri og kominn með smá "flata" höfuðkúpu aftan á hnakkanum þeim megin. Við höfum tekið eftir því að hann horfi mjög mikið til hægri og reynum af fremsta megni að hafa allt aksjónið vinstra megin við hann, leikföngin, okkur og pelagjafir. En nú verðum við að gera enn betur og passa mjög vel að hann sé ekki að halla sér svona mikið.
Áfram við! :-)

mars 6, 2008

Flat head!

Jæja, fórum til læknis í dag og þar fengum við leiðbeiningar um hvernig skal takast á við svona flatan haus. Reyndar er BH ekki svo mikið flatur, það er aðallega að hann horfir meira til hægri en til vinstri (afleiðingar af að búa í Garðabæ!) og nú skal takast á við þetta með æfingum og smá sjúkraþjálfun.
Aðal ástæðan fyrir þessu höfuðdæmi er sú að hann vill frekar sofa á hægri hliðinni og þegar það var orðin vani hjá honum, þá óhjákvæmilega varð bara þægilegra fyrir hann að horfa til hægri við leik og svefn.
Aumingja við erum náttúrulega n00bs í þessu foreldrastöffi og föttuðum ekki að þetta gæti mögulega verið vandamál.
En nú erum við komin með meiri 5killz :)
Eftir nokkrar vikur verður barnið okkar ekki lengur flat head heldur round head!

mars 14, 2008

Ættartré

Bætti ættartréi BH við hérna hægra megin :)

Björgvin fór í bað

... hjá ömmu sinni í gær.
Myndir eru hér á flickrinu hennar.

mars 18, 2008

Fyrsta slysið

Í kvöld (18:45 nákvæmlega) lenti BH í sínu fyrsta óhappi.
Hann var að leika sér á leikteppi upp í hjónarúminu og datt fram úr.
Það er í lagi með hann... við rukum auðvitað í símann og hringdum í læknavaktina og okkur var sagt að ef hann væri ekki gubbandi og/eða óvenju sljór, þá væri sennilega ekkert að honum, en við fórum samt með hann á bráðamóttökuna til að vera alveg 100% viss.
Hann var í góðu lagi, svaraði öllu áreiti eins og hann átti að gera og var bara "voða fínn" eins og læknirinn sagði.
Ég hef aldrei á æfinni verið jafn hrædd... ég skalf og titraði frá því að ég heyrði "dúmp" hljóðið þegar hann datt á gólfið (og vá... ég hef aldrei verið jafn fljót að stökkva 4 metra og þetta hljóð á aldrei eftir að gleymast) og þangað til við vorum komin aftur heim af spítalanum.
Við litum af honum í 2 mínútur þar sem hann lá, með fæturnar í átt að rúmstokknum (sum sé þvert í rúminu) eins og svo oft áður... hann er ekkert farinn að snúa sér ennþá, svo við höfum ekki haft neinar áhyggjur af því að hann velti sér fram úr og höfum líka haft hann þvert til að minnka líkurnar á að eitthvað gerist.
En svo þegar síst varir gerast slysin.
Björgvin er búinn að drekka 2 pela og sofa smá síðan þetta gerðist (er sofandi núna) og hlæja pínu... mest megnis hefur hann þó viljað láta halda á sér og hefur verið dálítið lítill í sér... litli stóri strákurinn minn sem venjulega er svo glaðlyndur og fullorðinslegur.
Við Unnar erum svona rétt að ná okkur núna... ég er reyndar andvaka og fylgist með hverjum andadrætti Björgvins... Hann er ljósið mitt og ég myndi ekki afbera það ef eitthvað kæmi fyrir hann.
Þessi móðurást er ótrúlegasta tilfinning í heimi. Það er alls ekki hægt að lýsa henni, hún ER bara.

mars 19, 2008

Ferðalag

Hvað úr hverju leggja Björgvin og mamma hans af stað í reisu norður í land. Með í för verða Jósef Dagur, litli stóri frændi ásamt mömmu sinni henni Eygló.
Þar á að eyða páskahelginni við huggulegheit og knús ættingja. Pabbi fylgir síðan í kjölfarið með allt dótið og nýja ferðarúmið sem hann fékk í Babyland í Svíþjóð.
Mikið hlakka nú allir til. :-)

mars 30, 2008

Já já

Við erum löt að uppfæra síðuna, en Björgvin er svo rólegur að það er lítið að segja frá.
Hann er bara sama ljósið og alltaf.
Einar fréttir eru þó.
Miðvikudaginn eftir páska (26. mars) snéri hann sér í fyrsta sinn.
Það var heima hjá Jóhönnu Maríu og var alveg óvart :)
Hann var á maganum (sem hann þolir ekki) og var búinn að rétta aðra höndina svo langt út að hann sporðreistist eiginlega yfir á bakið :D
Mjög fyndið að sjá svipinn á honum og nú bíðum við eftir að hann geri þetta aftur og þá vonandi viljandi.
Við byrjum í ungbarnasundi á laugardaginn (5. apríl) og hlökkum mikið til. Jósef Dagur ætlar líka og þetta á örugglega eftir að verða frábært.
Over and out.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli