apríl 7, 2009
37. VIka
Þá fer að líða að lokum þessarar meðgöngu hjá minni. Andrea kom heim eftir hádegið með þær fyrirskipanir
Spurning hvort þetta verður óvænt páskabarn ?!?
eins vitlaust og það hljómar því ekki mun hún slappa af fyrir fimmaur hérna :-D Björgvin stóri bróðir búinn að vera soldið slappur, með 38 stiga hita og svoleiðis...að fara strax heim og slappa af
Spurning hvort þetta verður óvænt páskabarn ?!?
apríl 17, 2009
Samdrættir og verkir
Nú eru bara 11 dagar eftir en ég er búin að vera með samdrætti og verki síðan á miðvikudagskvöldið (15. apríl). Þeir eru reyndar mjög óreglulegir og verkirnir sem fylgja eru ekkert óbærilegir, en mér finnst samt að þetta sé nokkuð gott merki þess að ormurinn ætli ekki að bíða fram til 28. með að koma í heiminn :-)
Það er ótrúlega spes að finna fæðinguna fara af stað. Ég var náttúrulega sett í gang með Björgvin Hrafnar og veit því ekkert við hverju er að búast þegar þetta gerist bara að sjálfu sér, er bara eins og frumbyrja... reynsluboltinn sjálfur :-p
Tilfinningin er svolítið eins og ég sé svöng, jafnvel þótt ég sé nýbúin að borða, svo er þrýstingur niður í legið og í átt að lífbeininu og nokkuð sterkur verkur vinstramegin í leginu sem fylgir þessu.
Sá verkur gæti reyndar stafað af klemmdri taug eða eitthvað þannig, amk er hann öðruvísi en hinir verkirnir sem ég finn.
Ég setti vögguna saman í gær og er búin að vera að þvo föt í dag, til að vera nú með eitthvað tilbúið þegar gríslingurinn kemur í heiminn... var alls óviðbúin því að fara af stað svona snemma, en hlakka mikið til.
Það er ótrúlega spes að finna fæðinguna fara af stað. Ég var náttúrulega sett í gang með Björgvin Hrafnar og veit því ekkert við hverju er að búast þegar þetta gerist bara að sjálfu sér, er bara eins og frumbyrja... reynsluboltinn sjálfur :-p
Tilfinningin er svolítið eins og ég sé svöng, jafnvel þótt ég sé nýbúin að borða, svo er þrýstingur niður í legið og í átt að lífbeininu og nokkuð sterkur verkur vinstramegin í leginu sem fylgir þessu.
Sá verkur gæti reyndar stafað af klemmdri taug eða eitthvað þannig, amk er hann öðruvísi en hinir verkirnir sem ég finn.
Ég setti vögguna saman í gær og er búin að vera að þvo föt í dag, til að vera nú með eitthvað tilbúið þegar gríslingurinn kemur í heiminn... var alls óviðbúin því að fara af stað svona snemma, en hlakka mikið til.
apríl 29, 2009
Þetta er alveg að koma... about there...
"Lesa meira" link below to english version.
Já, á morgun er Andrea að fara af stað í "af stað" ferlið á Fæðingardeild Landsspítala (ég vil skrifa tvö "s" því þetta er spítali Landsins en ekki spítali "Land"). Við mætum galvösk í fyrramálið klukkan 8:30 og byrjum að telja niður mínúturnar, klukkutímana og sem betur fer varla dagana. Svo er spurning hvort við eigum 30 apríl eða 1.maí barn. Hvor dagurinn sem það er þá er rosalega gaman að eiga afmæli á hvorum deginum sem er. 30 apríl er alltaf frí daginn eftir ...gagnast kannski betur þegar hann verður eldri ;-)... en á 1. maí er alltaf flaggað á "afmælisdaginn".... rosa sport :-D
Já, á morgun er Andrea að fara af stað í "af stað" ferlið á Fæðingardeild Landsspítala (ég vil skrifa tvö "s" því þetta er spítali Landsins en ekki spítali "Land"). Við mætum galvösk í fyrramálið klukkan 8:30 og byrjum að telja niður mínúturnar, klukkutímana og sem betur fer varla dagana. Svo er spurning hvort við eigum 30 apríl eða 1.maí barn. Hvor dagurinn sem það er þá er rosalega gaman að eiga afmæli á hvorum deginum sem er. 30 apríl er alltaf frí daginn eftir ...gagnast kannski betur þegar hann verður eldri ;-)... en á 1. maí er alltaf flaggað á "afmælisdaginn".... rosa sport :-D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli