nóvember 3, 2008
Labbi labb!
Björgvin Hrafnar byrjaði að labba með í gær!
Hann fékk lánaðan vagn til að ýta á undan sér hjá Gullý og var búinn að vera að vesenast helling með hann.
Svo í gærmorgun vorum við að leika með hann og ég var að reyna að sýna honum hvernig maður á að beygja hnéin til að ganga :-)
Svo beið litla elskan eftir að mamma og pabbi væru bæði á gólfinu að leika við hann og volá! Gekk ein 4-5 skref með vagninn fyrir framan sig :-D
Síðar um daginn hélt hann í hendurnar á mér og gekk með mér alveg 2 metra eða svo.
Mamma er svo stolt að hún er að rifna!
Hann reynir líka að standa upp... en ekki upp við neitt... bara einn og sjálfur á miðju gólfi. Stendur stundum eins og lítið V (á hvolfi) með lófa og iljar í gólfinu og skilur ekkert í því afhverju hann kemst ekki lengra :-þ
Hann er aðeins að reyna að hífa sig
upp við stofuborðið, en það gengur ekki alveg... en hann reynir samt :-)
Svo talar hann fullt.
Hann segir mamma, baba, amma, tis (kisi), hada (sem þýðir (að við höldum) hvað er þetta), dudu (snudda) og svo smellir hann saman vörunum þegar hann er svangur.
Oh, þetta er svo rosalega gaman!
Hann fékk lánaðan vagn til að ýta á undan sér hjá Gullý og var búinn að vera að vesenast helling með hann.
Svo í gærmorgun vorum við að leika með hann og ég var að reyna að sýna honum hvernig maður á að beygja hnéin til að ganga :-)
Svo beið litla elskan eftir að mamma og pabbi væru bæði á gólfinu að leika við hann og volá! Gekk ein 4-5 skref með vagninn fyrir framan sig :-D
Síðar um daginn hélt hann í hendurnar á mér og gekk með mér alveg 2 metra eða svo.
Mamma er svo stolt að hún er að rifna!
Hann reynir líka að standa upp... en ekki upp við neitt... bara einn og sjálfur á miðju gólfi. Stendur stundum eins og lítið V (á hvolfi) með lófa og iljar í gólfinu og skilur ekkert í því afhverju hann kemst ekki lengra :-þ
Hann er aðeins að reyna að hífa sig
upp við stofuborðið, en það gengur ekki alveg... en hann reynir samt :-)
Svo talar hann fullt.
Hann segir mamma, baba, amma, tis (kisi), hada (sem þýðir (að við höldum) hvað er þetta), dudu (snudda) og svo smellir hann saman vörunum þegar hann er svangur.
Oh, þetta er svo rosalega gaman!
nóvember 9, 2008
Fyrsta afmælisveislan
Jæja, þá er fyrsta afmælisveislan afstaðin.
Það var mikið gaman og fékk afmælisbarnið svo mikið af gjöfum að mamma var bæði orðlaus og hissa.
Björgvin vaknaði reyndar of seint í eigin veislu en það var bara betra því það þýddi að hann var úthvíldur og var í stuðinu þar til síðustu gestir fóru um kl. 19.30.
Gjafirnar voru ekki bara margar heldur ofsalega góðar og hægt er að sjá þær hér.
Mamman var búin að baka helling (skinkuhorn, muffins, Völuköku, lestarköku og marensgotterí) og amma gerði 3 brauðrétti.
Afmælisbarnið var eins og engill (eins og ávalt) og allir gestirnir hans voru æði.
Kristján Bjarni, Jósef Dagur og Arnar Búi mættu og voru skemmtilegir og löbbuðu um allt.
Björgvin Hrafnar hermdi ekki eftir þeim í þetta skiptið en reynir sennilega fljótlega að sleppa sér og ganga einn.
Foreldrarnir eru sælir og þreyttir eftir daginn, en hlakka samt til að gera þetta aftur að ári :-D
Myndir komnar á Flickrið
nóvember 25, 2008
Upp úr svefni
Björgvin á það til að vakna nokkrum sinnum frá því hann fer að sofa og þar til við skríðum uppí.
Ef hann rumskar þá stekkur annað hvort okkar inn og stingur snuddunni upp í hann og hann róast um leið.
En í gær gerðist nokkuð sniðugt.
Ég heyrði hann umla og fór inn til hans, en þá lá minn bara með snudduna í lófanum og TALAÐI upp úr svefni!
Hann segir náttúrulega engin alvöru orð*, en hann var að babla við sjálfan sig, steinsofandi :-)
Aldrei séð neitt jafn krúttlegt!
Ef hann rumskar þá stekkur annað hvort okkar inn og stingur snuddunni upp í hann og hann róast um leið.
En í gær gerðist nokkuð sniðugt.
Ég heyrði hann umla og fór inn til hans, en þá lá minn bara með snudduna í lófanum og TALAÐI upp úr svefni!
Hann segir náttúrulega engin alvöru orð*, en hann var að babla við sjálfan sig, steinsofandi :-)
Aldrei séð neitt jafn krúttlegt!
*Hann segir alveg nokkur alvöru orð:
mamma, baba (pabbi), amma, dudu (snuð), dúdd dúdd (lest og bíll), tis (kisi), hadda? (hvað er þetta? ég vil sjá þetta)
mamma, baba (pabbi), amma, dudu (snuð), dúdd dúdd (lest og bíll), tis (kisi), hadda? (hvað er þetta? ég vil sjá þetta)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli