mánudagur, 7. september 2009

mars 2009 Archives

mars 11, 2009

Sofið í sínu eigin rúmi

Björgvin Hrafnar er að búa sig undir það að verða stóri bróðir og er farinn að sofa í sínu rúmi á næturnar!
Við byrjuðum á þessu ferli í síðustu viku (á fimmtudaginni nánar tiltekið og það gekk vonum framar). Hann vaknar reyndar af og til á næturnar og þá þarf að hlaupa inn til hans og finna snudduna... en þá róast hann venjulega um leið :-)
Næsta skref er að venja hann af pela O_o
Hann fær reyndar bara einn á dag fyrir svefninn en það þarf að fara að kötta hann út líka.
Þetta verður kannski smá mál, en það verður að gera þetta fyrr eða síðar :-)

mars 28, 2009

Enn um labbakút

Björgvin litli er farinn að arka um eins og herforingi. Hann er búinn að heimsækja báðar ömmurnar sínar, langömmu og Siggu frænku og þramma um öll gólf á hverjum stað. Hugsanlega er hasarinn að aukast því þegar Andrea sótti hann til Dagmömmunnar á föstudaginn var einn strákur skælandi og með sprungna vör. Seinna um kvöldið tók ég eftir að Björgvin var marinn á annari kinninni og er hugsanlegt að Björgvin og hinn strákurinn hafi skollið saman í einhverjum ærslum rétt áður en þeir voru sóttir, við hreinlega vitum það ekki...
Hlutirnir í hillunum okkar færast ofar og dótið á borðunum innar til samræmis við gríðarlegan vöxt Björgvins. Ég held í alvöru að hann sé búinn að taka vaxtarkipp einu sinni í viku síðasta mánuðinn. Allavegana eigum við núna fullt af samfellum sem pössuðu fyrir örfáum vikum en eru eins og prýðis spandexgalli utan á honum akkúrat núna. Það þýðir bara það að við þurfum að sækja fatalagerinn hans niður í kjallara og "uppfæra" fataskúffurnar hans. Gott að hafa þennan svakalega lager í kreppunni :-)
Að lokum sendum við Björgvin okkar bestu kveðjur norður til Lindu og Lárusar sem fyrr í dag eignuðust pínulítinn leikfélaga handa BH og Þorgeiri litla bróður. :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli