mánudagur, 7. september 2009

september 2007 Archives

september 11, 2007

Bloggleti, flutningar og margt fleira

Það er orðið ansi langt síðan við færðum nokkuð inn á þetta blogg, hér með er bætt úr því :-)
Við komum að norðan í gærkvöldi með vægast sagt stútfullan bílinn af dóti. Við fengum heilan haug af barnafötum frá Öbbu vinkonu ástarinnar minnar sem og Láru frænku hennar. Magnið getur fyllt 11 eða 12 þvottavélar og þá er búið að taka frá það sem fer í Góða Hirðinn, Rauðakrossinn og ekki í þvott yfirhöfuð (því það er margt af þessu tandurhreint eftir síðasta mann).
Síðan fengum við Graco barnabílstól með "base" festingu. Það gekk ekki þrautarlaust að koma honum fyrir, fyrst hallaði stóllinn of mikið aftur þannig að nýfætt barnið hefði setið upprétt í bílnum. Fórum í dag í BabySam og fengum ráðgjöf vegna þessa. Lausnin er víst sú að kaupa "frauðhólk" sem setur er í sætið til að sætið halli frekar í rétta átt (nýjustu Graco stólarnir eiga víst að vera með skrúfudóti á "base"inu til að gera það sama og frauðið). Við fengum okkur eitt frauð, það var of stórt en þegar ég hafði skorið það í sundur þá fengum við loks stólinn í rétta stöðu. Hinsvegar er bílstjórastóllinn ekki aaaallveg í réttri stöðu fyrir mig, en það sleppur. :-p
Við kláruðum að skrá okkur í sambúð hjá Þjóðskrá í dag, voða kátur með það :-D Nú er klukkan hinsvegar allt of margt og ég er farinn í háttinn, langur dagur á morgun.

september 17, 2007

Læknisheimsókn

Síðasta fimmtudag fórum við í skoðun til læknis á heilsgæslustöðinni í Garðabæ.
Blóðþrýstingurinn hefur lækkað aðeins, var 125/75 sem er alveg normal... þó kona sé ekki ólétt meira að segja :-)
Við vorum mjög glöð með það.
Bebe stækkar hratt og við förum sennilega í vaxtarsónar, því þar sem heimafæðing er áætluð er gott að vita hversu stór hann verður... ég er ekki að fara að ætla mér eitthvað óraunhæft eins og að eignast 18 marka barn án glaðlofts og nálastungu :-þ
Og þar sem ég er frumbyrja í þokkabót er gott að vera með stærðina nokkurn veginn á hreinu.
Hann er kominn í höfuðstöðu og er duglegur við að þrýsta rassinum upp undir rifbeinin á mér... stundum það fast að ég missi næstum andann (óþekktarormurinn) en aldrei þannig að það sé sárt samt.

september 23, 2007

Fimm, sex vikur eftir..

..hugsa sér. ?
Núna er raunveruleikinn að síast inn og flestir myndu fyllast kvíða við það. Ekki ég hinsvegar, ég hlakka rosalega til. Litli kúturinn er farinn að valda mömmu smá óþæginum, sparka undir rifbeinin og svoleiðis (það gerði ég víst líka á sínum tíma). Við höldum að hann fari jafnvel að skorða sig á næstunni. Allt fer að verða klárt, við fáum vöggu tímanlega fyrir fæðinguna. Við fáum síðan Hókus Pókus stól og barnarúm um jólin frá ömmunum. :-D Þær eru báðar svo yndislegar... Knús til ykkar !!
Ekki meira í bili, er að vinna eins og vitlaus maður í dag. Skrýtið hvað allir vilja gera eitthvað á sunnudegi. Ég get varla beðið eftir að komast upp í sófa og knúsa mína heittelskuðu...

september 25, 2007

Mæðraskoðun í dag

Jæja, nú á eftir förum við í mæðraskoðun... blogga um það á eftir.
En það sem ég ætlaði að tala um er að ég er farin að finna fyrir Braxton-Hicks samdráttunum sem þýðir að legið er að gera sig tilbúið fyrir alvöru hríðir og samdrætti.
Tilfinningin er svolítið eins og kúlan verði öll hörð í smá stund en svo mýkist hún aftur... Þetta á að vera alveg óþægindalaust og ef það er það ekki, þá er eitthvað að sem athuga þarf.
Mínir samdrættir hafa verið alveg án óþæginda so far.
Annars verð ég að taka undir það sem Unnar sagði í síðustu færslu... raunveruleikinn er að síast inn og ég er talsvert kvíðnari en hann... ekki bara vegna þess að ég þarf að fæða barnið, heldur vegna þess að mömmur eru talsvert bundnari yfir börnum sínum en pabbar og ég er farin að kvíða því svolítið að þurfa að breyta öllum mínum lífsháttum... en það er bara eitthvað sem maður gerir, sama hvort það hentar vel eða illa :-)

september 26, 2007

Bleh

Bjúgur dauðans, blóðþrýstingur 140/90.
Á að taka því rólega og vera dugleg að sitja... sjáiði mig í anda?
Nei... hélt ekki.
Er þó með lappir upp í loft núna.

september 29, 2007

Brjóstagjöf

Ég ætla að vera með BH eins lengi á brjósti og ég get, þannig að vinnsamlegast sparið stóru orðin um að það sé ekki eðlilegt að vera með börn á brjósti eftir 1 árs... ég ætla ekki að hlusta á svoleiðis!
Kannski get ég ekki verið með hann lengi á brjósti, það kemur þá bara í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli