júní 10, 2008
Daggæsla
Erum komin með dagforeldra í september!
Húrra fyrir okkur :-)
Þau eru í Holtsbúðinni sem er stutt frá heimili okkar og eru 6 saman með stórt einbýlishús með risa garði og læti. Allt hannað í kringum börnin og þeirra þarfir.
Mér líst svakalega vel á þau og þau eru meira að segja til í að prufa að vera með taubleyjubarn. Hafa aldrei reynt það en voru mjög jákvæð.
Þetta var líka allt svona nett "kæruleysislegt" hjá þeim (ekki öryggismálin þó) og smá hómí-hippa-fílingur yfir öllu :-)
Mér fannst það geggjað. Og þau endurvinna!
Það eina sem stakk mig var að hún talaði um að þau fengju vöfflur með sultu á föstudögum. Verðum að finna upp á einhverju öðru fyrir BH, amk þangað til hann verður ársgamall.
Það er bara of mikill sykur í sultum og vöfflum fyrir minn smekk :-/
Ef þau nota St. Dalfour sultuna má kannski skoða þetta þó :-)
Segir mamma, sem er bara stundum pínu öfgakennd og finnst það alveg í lagi!
Húrra fyrir okkur :-)
Þau eru í Holtsbúðinni sem er stutt frá heimili okkar og eru 6 saman með stórt einbýlishús með risa garði og læti. Allt hannað í kringum börnin og þeirra þarfir.
Mér líst svakalega vel á þau og þau eru meira að segja til í að prufa að vera með taubleyjubarn. Hafa aldrei reynt það en voru mjög jákvæð.
Þetta var líka allt svona nett "kæruleysislegt" hjá þeim (ekki öryggismálin þó) og smá hómí-hippa-fílingur yfir öllu :-)
Mér fannst það geggjað. Og þau endurvinna!
Það eina sem stakk mig var að hún talaði um að þau fengju vöfflur með sultu á föstudögum. Verðum að finna upp á einhverju öðru fyrir BH, amk þangað til hann verður ársgamall.
Það er bara of mikill sykur í sultum og vöfflum fyrir minn smekk :-/
Ef þau nota St. Dalfour sultuna má kannski skoða þetta þó :-)
Segir mamma, sem er bara stundum pínu öfgakennd og finnst það alveg í lagi!
júní 12, 2008
Ungbarnasundið
Jæja, þá er ungbarnasundið búið í bili.
Við ætlum samt að nýta okkur að laugin í Hafnarfirði er upphituð á laugardagsmorgnum (sunnudags líka að ég held) og fara áfram með hann í sund um helgar :-)
Svo er ég búin að skrá okkur á framhaldsnámskeið í ágúst og er strax farin að hlakka til.
Síðustu myndirnar úr sundinu voru teknar í kafi og mitt barn myndaðist auðvitað best ;-)
Skil ekkert hvaðan hann hefur það að vera svona fótógenískur... við Unnar myndumst hvorugt neitt átakanlega vel, eins falleg og við erum þó !


Við ætlum samt að nýta okkur að laugin í Hafnarfirði er upphituð á laugardagsmorgnum (sunnudags líka að ég held) og fara áfram með hann í sund um helgar :-)
Svo er ég búin að skrá okkur á framhaldsnámskeið í ágúst og er strax farin að hlakka til.
Síðustu myndirnar úr sundinu voru teknar í kafi og mitt barn myndaðist auðvitað best ;-)
Skil ekkert hvaðan hann hefur það að vera svona fótógenískur... við Unnar myndumst hvorugt neitt átakanlega vel, eins falleg og við erum þó !


júní 24, 2008
Tennur, tennur, tennur!
Björgvin Hrafnar er kominn með þriðju tönnina!
Amma Silla fann hana núna rétt áðan, það smellur meira að segja í henni ef skeið er borin að ;-)
Það var alveg öruggt að hún var á leiðinni niður, Jögga frænka var finna það vel.
Og amma Silla var látin koma í heimsókn reglulega til að finna hana örugglega :-þ
Svo nú er mr. Worms kominn með 3 tönnslur :-)
Myndir síðar.
Amma Silla fann hana núna rétt áðan, það smellur meira að segja í henni ef skeið er borin að ;-)
Það var alveg öruggt að hún var á leiðinni niður, Jögga frænka var finna það vel.
Og amma Silla var látin koma í heimsókn reglulega til að finna hana örugglega :-þ
Svo nú er mr. Worms kominn með 3 tönnslur :-)
Myndir síðar.
júní 29, 2008
Brjálað að gera!
Það er sko allt að gerast hjá Björgvini Hrafnari.
Á föstudaginn þurfti ég óforvendis að leggja hann frá mér og þar sem við vorum á flísunum í eldhúsinu, taldi ég öruggara að leggja hann á magann en að eiga á hættu að hann skylli með höfuðið í gólfið. Hann lá kyrr í smá stund en tók svo upp á því að spenna út handleggina og ýta sér aftur á bak!
Nú er hann búinn að "skríða" aftur á bak í nokkra daga og er orðinn nokkuð klár í því :-)
Ekki er hann farinn að beygja ennþá viljandi, en það hlýtur að koma með tímanum.
Í gærmorgun vorum við svo að kíkja á Loka og sjá hvað hann væri að bardúsa.
Ég hélt á BH og er að tyggja ofan í hann hvað kisi sé að gera:
"Nú er kisi að drekka", "nú er kisi að mala", "eigum við að klappa kisa?" og svo framvegis þegar Björgvin lítur einbeittur á Loka og segir "Tis".
Ég veit að mömmur eru alltaf geðveikar og finnst eins og barnið sitt sé að segja mamma og amma og pabbi og ég veit ekki hvað, en ég er ekki með neina ímyndunarveiki þegar ég staðhæfi að fyrsta orðið hjá Björgvini Hrafnari hafi verið KISI :-D
Svo á leiðinni upp á Vallarheiði í dag sat BH í bílstólnum sínum og var að hlægja og fíflast.
Unnar lítur í baksýnisspegilinn og segir svo "hann er að klappa saman lófunum".
Ég fékk náttúrulega kast því hann er búinn að vera að reyna að klappa saman alveg síðan hann lærði að gera "hvað ertu stór?" í þar síðustu viku.
Hann hefur alltaf klappað með einum lófa á hnefann á hinni höndinni, en nú er hann farinn að klappa saman lófunum eins og stór strákur :-D
Fjórða tönnin er líka byrjuð að gægjast í gegn og hefur það valdið mr. Worms talsverðum óþægindum í dag. Ef hann hefur ekki nóg við að vera þá pirrar þetta hann og hann volar svolítið. En eins og venjulega þarf bara eitthvað smálegt til að dreifa huga hans og þá hættir amrið um stund.
Ein tóm flaska af Egils kristal var t.d. nóg til að halda honum sáttum frá Keflavík til Reykjavíkur í dag :-)
Elska þetta rólega barn okkar!
Á föstudaginn þurfti ég óforvendis að leggja hann frá mér og þar sem við vorum á flísunum í eldhúsinu, taldi ég öruggara að leggja hann á magann en að eiga á hættu að hann skylli með höfuðið í gólfið. Hann lá kyrr í smá stund en tók svo upp á því að spenna út handleggina og ýta sér aftur á bak!
Nú er hann búinn að "skríða" aftur á bak í nokkra daga og er orðinn nokkuð klár í því :-)
Ekki er hann farinn að beygja ennþá viljandi, en það hlýtur að koma með tímanum.
Í gærmorgun vorum við svo að kíkja á Loka og sjá hvað hann væri að bardúsa.
Ég hélt á BH og er að tyggja ofan í hann hvað kisi sé að gera:
"Nú er kisi að drekka", "nú er kisi að mala", "eigum við að klappa kisa?" og svo framvegis þegar Björgvin lítur einbeittur á Loka og segir "Tis".
Ég veit að mömmur eru alltaf geðveikar og finnst eins og barnið sitt sé að segja mamma og amma og pabbi og ég veit ekki hvað, en ég er ekki með neina ímyndunarveiki þegar ég staðhæfi að fyrsta orðið hjá Björgvini Hrafnari hafi verið KISI :-D
Svo á leiðinni upp á Vallarheiði í dag sat BH í bílstólnum sínum og var að hlægja og fíflast.
Unnar lítur í baksýnisspegilinn og segir svo "hann er að klappa saman lófunum".
Ég fékk náttúrulega kast því hann er búinn að vera að reyna að klappa saman alveg síðan hann lærði að gera "hvað ertu stór?" í þar síðustu viku.
Hann hefur alltaf klappað með einum lófa á hnefann á hinni höndinni, en nú er hann farinn að klappa saman lófunum eins og stór strákur :-D
Fjórða tönnin er líka byrjuð að gægjast í gegn og hefur það valdið mr. Worms talsverðum óþægindum í dag. Ef hann hefur ekki nóg við að vera þá pirrar þetta hann og hann volar svolítið. En eins og venjulega þarf bara eitthvað smálegt til að dreifa huga hans og þá hættir amrið um stund.
Ein tóm flaska af Egils kristal var t.d. nóg til að halda honum sáttum frá Keflavík til Reykjavíkur í dag :-)
Elska þetta rólega barn okkar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli