desember 6, 2007
Brjóstagjöf
Það er ekki beint gaman hjá okkur þessa dagana.
Litli er farinn að fá pela með brjóstamjólkinni á hverjum degi, því ég mjólka alls ekki nóg.
Ég er að reyna að auka mjólkina með að taka fenugreek og alfalfa töflur, drekka mjólkuraukandi te og slaka á, en lítið virðist ganga.
Ég prufaði meira að segja að leigja mér "mjaltavél" til að fylgjast með framleiðslunni, en ég náði alls 10ml úr báðum brjóstum samanlagt í dag.
Ætli við verðum ekki að sætta okkur við að gefa honum þurrmjólkina með eins og er.
Ég neita alveg að gefast upp og ætla að gefa honum brjóst eins lengi og við viljum bæði :-)
Litli er farinn að fá pela með brjóstamjólkinni á hverjum degi, því ég mjólka alls ekki nóg.
Ég er að reyna að auka mjólkina með að taka fenugreek og alfalfa töflur, drekka mjólkuraukandi te og slaka á, en lítið virðist ganga.
Ég prufaði meira að segja að leigja mér "mjaltavél" til að fylgjast með framleiðslunni, en ég náði alls 10ml úr báðum brjóstum samanlagt í dag.
Ætli við verðum ekki að sætta okkur við að gefa honum þurrmjólkina með eins og er.
Ég neita alveg að gefast upp og ætla að gefa honum brjóst eins lengi og við viljum bæði :-)
desember 8, 2007
Þitt fyrsta bros...
Björgvin Hrafnar brosti (sannanlega) í fyrsta sinn kl. 13.10 í dag.
Við lágum öll upp í rúmi og hann brosti bæði til mömmu og pabba :-D
Við lágum öll upp í rúmi og hann brosti bæði til mömmu og pabba :-D
desember 11, 2007
Uppgjöf
Ég dáist að þeim sem hafa eytt mörgum mánuðum í að byggja upp mjólk og berjast við að halda henni, en ég get þetta bara ekki.
Ég veit að brjóstamjólkin er það besta fyrir barnið mitt, en ég er tilfinningalega búin að vera.
Síðasta stráið var eiginlega núna í morgun þegar ég fattaði að eina skiptið sem ég er með næga mjólk handa honum, er líka farið.
Ég hef alltaf haft nægilega mikið í brjóstunum á morgnana til að metta drenginn, en í morgun var ekki svo. Hann lá á í klukkutíma en var ekki saddur þegar ég gafst upp og varð að fá ábót líka þá... við sem höfum verið að reyna að bíða með ábótina til kl. 14 eða seinna en það... en nei, þessi dagur byrjaði með ábót.
Ég get ekki lagt það á sjálfa mig að sitja grátandi með hann í fanginu og blóta sjálfri mér fyrir að geta ekki gert það allra, allra besta fyrir elskuna mína, svo ég verð að sætta mig við það að brjóstagjöfin er ekki að virka hjá okkur.
Ég ætla að mæta á mjólkurráðgjafafund á fimmtudaginn og ég ætla að halda áfram að taka fenugreek og alfalfa (sem virka ekkert btw) út vikuna, en á sunnudaginn er þetta búið nema að eitthvað stórkostlegt gerist.
Ég verð bara að setja endapunktinn einhversstaðar, ég verð bara þunglynd af því að vera að berjast við þetta.
Það eina sem ég græt yfir og það eina sem stressar mig er brjóstagjöfin og ég get bara ekki látið hana eyðileggja þessa fyrstu dásamlegu mánuði fyrir mér.
Takk fyrir stuðninginn, mér veitir ekkert af honum áfram, þar sem þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið.
Ég veit að brjóstamjólkin er það besta fyrir barnið mitt, en ég er tilfinningalega búin að vera.
Síðasta stráið var eiginlega núna í morgun þegar ég fattaði að eina skiptið sem ég er með næga mjólk handa honum, er líka farið.
Ég hef alltaf haft nægilega mikið í brjóstunum á morgnana til að metta drenginn, en í morgun var ekki svo. Hann lá á í klukkutíma en var ekki saddur þegar ég gafst upp og varð að fá ábót líka þá... við sem höfum verið að reyna að bíða með ábótina til kl. 14 eða seinna en það... en nei, þessi dagur byrjaði með ábót.
Ég get ekki lagt það á sjálfa mig að sitja grátandi með hann í fanginu og blóta sjálfri mér fyrir að geta ekki gert það allra, allra besta fyrir elskuna mína, svo ég verð að sætta mig við það að brjóstagjöfin er ekki að virka hjá okkur.
Ég ætla að mæta á mjólkurráðgjafafund á fimmtudaginn og ég ætla að halda áfram að taka fenugreek og alfalfa (sem virka ekkert btw) út vikuna, en á sunnudaginn er þetta búið nema að eitthvað stórkostlegt gerist.
Ég verð bara að setja endapunktinn einhversstaðar, ég verð bara þunglynd af því að vera að berjast við þetta.
Það eina sem ég græt yfir og það eina sem stressar mig er brjóstagjöfin og ég get bara ekki látið hana eyðileggja þessa fyrstu dásamlegu mánuði fyrir mér.
Takk fyrir stuðninginn, mér veitir ekkert af honum áfram, þar sem þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið.
desember 13, 2007
Svefn og andvökur
Í nótt er fyrsta nóttin í langan tíma sem ég þarf að vakna til Björgvins Hrafnars og þá sef ég einfaldlega bara ekki.
Unnar hefur alltaf séð um að vakna til hans á næturnar og svo vekja mig þegar hann er búinn að skipta á honum (Björgvin vaknar sko einu sinni á nóttu til að fá að drekka) og ég smelli honum á brjóst/pela.
Núna er Unnar búinn í fæðingarorlofi í bili og þarf að fá sinn nætursvefn... sem þýðir að ég þarf að vakna sjálf (ekki þarf í raun og veru, ákvörðunin var einhliða mín) og þá sef ég svo laust að ég vakna næstum í hvert skipti sem BH dregur andann!
Ja, kannski ekki alveg, en næstum því!
Hann umlaði t.d. aðeins meira en áður núna á áðan og ég rauk fram til að blanda nýjan pela (því þó ég hafi gefið honum brjóstið síðast kl. 17 í gær eru þau ekki full af mjólk, það er eitthvað smá... ég ætla frekar að gefa honum brjóst í fyrramálið) en viti menn, hann er steinsofandi núna þegar ég ætla að gefa honum pelann!
Þannig að ég er andvaka en mennirnir mínir (allir, Loki líka) eru sofandi inn í rúmi :-)
Unnar hefur alltaf séð um að vakna til hans á næturnar og svo vekja mig þegar hann er búinn að skipta á honum (Björgvin vaknar sko einu sinni á nóttu til að fá að drekka) og ég smelli honum á brjóst/pela.
Núna er Unnar búinn í fæðingarorlofi í bili og þarf að fá sinn nætursvefn... sem þýðir að ég þarf að vakna sjálf (ekki þarf í raun og veru, ákvörðunin var einhliða mín) og þá sef ég svo laust að ég vakna næstum í hvert skipti sem BH dregur andann!
Ja, kannski ekki alveg, en næstum því!
Hann umlaði t.d. aðeins meira en áður núna á áðan og ég rauk fram til að blanda nýjan pela (því þó ég hafi gefið honum brjóstið síðast kl. 17 í gær eru þau ekki full af mjólk, það er eitthvað smá... ég ætla frekar að gefa honum brjóst í fyrramálið) en viti menn, hann er steinsofandi núna þegar ég ætla að gefa honum pelann!
Þannig að ég er andvaka en mennirnir mínir (allir, Loki líka) eru sofandi inn í rúmi :-)
desember 19, 2007
6 vikna skoðun
Vorum að koma úr 6 vikna skoðuninni og það var bara æðislegt. Sonurinn er auðvitað fullkominn í alla staði og læknirinn staðfesti það ;-)
Björgvin er orðinn 4.730 gr og 55.5 sentimetrar. Fylgir bara góðri kúrvu og dafnar eins og hann á að gera.
Björgvin er orðinn 4.730 gr og 55.5 sentimetrar. Fylgir bara góðri kúrvu og dafnar eins og hann á að gera.
desember 21, 2007
Nafnagjöf
Nafnagjöf Björgvins Hrafnars verður á morgun.
90% þeirra sem mæta eru í þjóðkirkjunni, bara ég, Rún, Gréta og Silla erum skráðar í félagið (að Björgvini undanskildum) aðrir eru utan trúfélaga.
Ég vona að kristna fólkið virði ákvörðun okkar um að láta ekki skíra hann.
90% þeirra sem mæta eru í þjóðkirkjunni, bara ég, Rún, Gréta og Silla erum skráðar í félagið (að Björgvini undanskildum) aðrir eru utan trúfélaga.
Ég vona að kristna fólkið virði ákvörðun okkar um að láta ekki skíra hann.
desember 26, 2007
Jólagjafirnar
Við vorum algjörlega í losti þegar við sáum pakkastæðuna sem var 'undir' jólatrénu þetta árið.
Auðvitað vissum við að pökkunum myndi fjölga við fæðingu erfingjans en ég held að við höfum hvorugt áttað okkur á hversu mikið !
Auðvitað vissum við að pökkunum myndi fjölga við fæðingu erfingjans en ég held að við höfum hvorugt áttað okkur á hversu mikið !
- Við gáfum honum sleep sheep
- Amma Stína gaf honum hókus Pókus stól
- Amma Silla og Steinar ætla að gefa honum rúm
- Langafi Olli gaf honum peninga
- Jögga (systir ömmu Sillu) og hennar fjölskylda gaf nagdót og þykka sokka
- Þröstur, Brynja og Þorfinna Ellen gáfu sokkabuxur, baðbók og heklaðan smekk
- Óli og Eygló gáfu smekki og matarsett
- Linda og Lárus gáfu æðislegar gallabuxur og samfellu, BH verður þvílíkur töffari :-D
- Rögnvaldur Brynjar stóri frændi gaf honum nagdót og baðbók
- Tigra 'frænka' gaf geggjaða samfellu sem á stendur "My mommy can kick your mommies ass!" og bol sem á eftir að vekja mikla lukku ;-)
- Langamma Þórhildur gaf honum svo útigalla og þroskaleikfang
Engin ummæli:
Skrifa ummæli