fimmtudagur, 17. september 2009

Litlu ormarnir

Strákarnir eru búnir að vera eins og ljós alla vikuna (sem er gott í ljósi þess að mamman er veik).
Björgvin fór í sundið á þriðjudaginn og skemmti sér konunglega (alls óhræddur þessi elska) en Þorgeir fór ekki síðasta laugardag vegna þurkuexems sem hann hefur haft. Hann er þó að verða alveg góður af því og ætli við skellum okkur ekki í sund um helgina :)

Það gengur svo vel á leikskólanum, Björgvin eignast vini hratt og öllum finnst hann svo dásamlegur og duglegur... sem hann er að sjálfsögðu !

Þorgeir er ekki búinn að læra að velta sér almennilega, en það er ekki langt í það hjá litla tröllinu mínu... hann er svo stinnur og flottur og duglegur að vera á maganum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli