Ah, loksins loksins er Þorgeir Úlfar farinn að vilja sofa úti í vagni.
Eins og það var auðvelt og gott að fá Björgvin Hrafnar til þess, þá er búið að vera smá stapp að koma ÞÚ á þessa línu.
Hann grenjar bara og lætur öllum illum látum!
En í morgun kl. 8.40 ákvað ég að nú skyldi ekki gefist upp og eftir svona 10 mínútur af rjátli og skælum, fór minn bara að sofa :)
Ég var reyndar búin að taka svefnpokann úr og setja sængina hans í staðinn, en þetta hafðist og nú kl. 11.15 er hann ennþá sofandi!
Þetta er svo mikill draumur og ég man hvað BH svaf alltaf vel í vagninum... sama hvernig veðrið var... vonandi er ÞÚ að falla í það far núna :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli