Björgvin á orðið nýjan vin á Bæjarbóli. Sá heitir Kári og er rúmlega ári eldri en BH. Sem þýðir að BH lærir hluti nú á undraverðum hraða og er alltaf að koma heim með nýja hæfileika í farteskinu :)
Hann var reyndar veikur um daginn þessi elska, fékk einhverja vírus-skömm, þó ekki svínaflensuna... við sluppum við hana held ég.
Þorgeir er kominn inn til dagmömmu, við sömdum við Katrínu og Hilmar um að fá að borga þeim extra vegna þess að Garðabær niðurgreiðir ekki fyrr en eftir að ÞÚ verður orðinn 9 mánaða og ég vill helst fara að komast út á vinnumarkaðinn til að hjálpa til við að reka þessa fjölskyldu.
En ÞÚ getur byrjað hvenær sem er eftir 1. nóvember... við sjáum hvernig fer með vinnu hjá mömmunni og hann byrjar bara þegar það er komið.
Allt gengur eins og í sögu hjá þessari ört stækkandi fjölskyldu og við erum öll hraust og hress :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli