desember 14, 2008
Meidd
Björgvin skar sig á jólaskrauti í dag og það blæddi massíft úr fingrinum á honum.
Ég komst að því að ég held haus í svoleiðis aðstæðum, annað en pabbinn sem fékk nett taugaáfall og stressaðist allur upp :-þ
Skyndihjálparnámskeiðin skiluðu sér því í dag og mamman fékk hvorki taugaáfall né hræðslukast, heldur tók þessu með stóískri ró og skipaði öllum í kringum sig að hætta að panikka :-)
BH endaði með plástur á fingrinum og tár í augum en það öðru leiti fullkominn eins og vanalega.
Litli gaurinn var voða aumur í smá stund á eftir, en svo var plásturinn tekinn í kvöld og oggopoggo lítill skurður kom í ljós.
Svo lítill meira að segja að annar plástur var ekki nauðsynlegur :-)
Ég komst að því að ég held haus í svoleiðis aðstæðum, annað en pabbinn sem fékk nett taugaáfall og stressaðist allur upp :-þ
Skyndihjálparnámskeiðin skiluðu sér því í dag og mamman fékk hvorki taugaáfall né hræðslukast, heldur tók þessu með stóískri ró og skipaði öllum í kringum sig að hætta að panikka :-)
BH endaði með plástur á fingrinum og tár í augum en það öðru leiti fullkominn eins og vanalega.
Litli gaurinn var voða aumur í smá stund á eftir, en svo var plásturinn tekinn í kvöld og oggopoggo lítill skurður kom í ljós.
Svo lítill meira að segja að annar plástur var ekki nauðsynlegur :-)
desember 16, 2008
Fyrsta setningin!
Björgvin sagði sína fyrstu (skiljanlegu) setningu í gærkvöldi.
Hann sat uppi í rúminu sínu og var að henda snuddunni sinni fram úr, ég var búin að rétta honum hana 2x þegar ég fattaði allt í einu hvað barnið var að segja...
Hann henti sumsé snuddunni og sagði "dudda datt" með virkilegri innlifun :-D
Ég hélt náttúrulega áfram að rétta honum snuðið og hann hélt áfram að henda því fram úr og segja "dudda datt".
Þá bættust líka orðin "ekki" og "mín" í orðaforðan á síðustu dögum (mín eins og í mamma mín!)
Nú segir hann sumsé mamma, mín, pabbi, kisi, datt, dúdú (lest), dudda (snuð), ekki, hada? (hvað er þetta?) og nei.
10 orð :-)
Edit: OMG! Gleymdi náttúruleag að barnið segir líka amma og afi og gerir svona Úúúú... hljóð þegar honum finnst eitthvað sniðugt eða merkilegt.
Einnig segir hann Bada en ég veit ekki hvort það er bangsi eða eitthvað random bull... en hann virðist samt oft segja það þegar bangsinn hans er annars vegar :-)
Hann sat uppi í rúminu sínu og var að henda snuddunni sinni fram úr, ég var búin að rétta honum hana 2x þegar ég fattaði allt í einu hvað barnið var að segja...
Hann henti sumsé snuddunni og sagði "dudda datt" með virkilegri innlifun :-D
Ég hélt náttúrulega áfram að rétta honum snuðið og hann hélt áfram að henda því fram úr og segja "dudda datt".
Þá bættust líka orðin "ekki" og "mín" í orðaforðan á síðustu dögum (mín eins og í mamma mín!)
Nú segir hann sumsé mamma, mín, pabbi, kisi, datt, dúdú (lest), dudda (snuð), ekki, hada? (hvað er þetta?) og nei.
10 orð :-)
Edit: OMG! Gleymdi náttúruleag að barnið segir líka amma og afi og gerir svona Úúúú... hljóð þegar honum finnst eitthvað sniðugt eða merkilegt.
Einnig segir hann Bada en ég veit ekki hvort það er bangsi eða eitthvað random bull... en hann virðist samt oft segja það þegar bangsinn hans er annars vegar :-)
desember 20, 2008
Fyrsta sjúkrahússdvölin
Björgvin var búinn að vera með hita alla vikuna og á miðvikudaginn sagði heilsugæslulæknirinn okkur að ef hann yrði ekki hitalaus á föstudaginn þá ætti ég að fara með hann á Barnaspítalan í blóðprufu.
Ég gerði það svo þar sem litli ormurinn var ennþá með 40° á föstudagsmorguninn.
Á Barnaspítalanum var tekin þvagprufa og smá blóðprufa (stungutest) og niðurstöðurnar voru ekki nægilega góðar. Það var hækkun á CPR gildi og líka á hvítum blóðkornum, sem bendir eindregið til einhverrar sýkingar. Læknarnir giskuðu helst á þvagfærasýkingu eða væga lungnabólgu.
Björgvin fór í lungnamyndatöku og þar sem ég er ófrísk mátti ég ekki vera hjá honum á meðan... mínum var sko slétt sama og heillaði hjúkkurnar upp úr skónum með því að liggja bara alveg grafkyrr á meðan þær tóku myndina og leyfði þeim að klæða sig í aftur og allt :-)
Þvílíku hrósin sem hann fékk frá þeim, það mætti halda að drengurinn væri gerður úr gulli!! (Mamma brjálað stolt að sjálfsögðu :-D )
Á lungnamyndinni sást bara ponsulítill blettur svo lungnabólga var fljótlega afskrifuð sem orsökin. Þá var þvagfærasýking það næst líklegasta og til að ná í "hreint" þvag varð að setja upp þvaglegg.
Það tókst nú ekki í fyrstu tilraun því Björgvin hefur líklegast verið nýbúinn að pissa þegar þær reyndu að ná í þvagið.
Önnur tilraun var gerð klukkutíma seinna, tókst betur og náðist nóg þvag til að senda í ræktun.
Þá tóku blóðprufu raunirnar við.
Fyrsti læknirinn sem reyndi fann ekki æð.
Næsti fann æð en hún rifnaði, svo fann hann aðra æð sem rifnaði líka.
Það var gefist upp eftir að aðeins náðist nóg í 2 litlar blóðprufur.
Þegar þarna var komið sögu var Unnar mættur á svæðið og ég skrapp út í Keflavík til að sækja "gistitöskurnar" þar sem búið var að ákveða að við yrðum á staðnum þar sýkingin finndist.
Björgvin náði að sofna í svona klukkutíma og amma Silla kom að fylgjast með litla gullinu sínu.
Þegar hann vaknaði kom einn læknir í viðbót og náði að setja upp æðalegg í æð í höfðinu á honum. Þá loksins náðust góðar blóðprufur og Björgvin fékk breiðvirk sýklalyf í æð.
Á þeim þvagprufum sem búið var að skoða sást að hann var dálítið þurr og fékk því næringu í æð. Náttúrulega búinn að vera með 40° hita í 5 daga og búinn að vera lystarlaus og kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka.
Þegar ég kom til baka voru þeir feðgar komnir upp á deild og Björgvin kominn með næringu í æðina :-)

Ég gat nú ekki annað en brosað af honum. Hann lítur út eins og lítill álfur :-D
Að venju var hann hress og kátur, alveg sama um þetta snúru drasl, svo framarlega sem pabbi nennti að ganga á eftir honum með súluna með dælunni :-)

Mamman fékk náðarsamlegast að fara heim til mömmu sinnar að sofa um kl. 10 og pabbinn varð eftir á deildinni.
Björgvin sofnaði um 10.40 og vaknaði nokkrum sinnum yfir nóttina, aðallega til að láta skipta á sér, þar sem næring í æð veldur miklu þvagláti.
Þegar ég kom aftur á sjúkrahúsið um klukkan hálf 12, tjáði Unnar mér að búið væri að útskrifa Björgvin!
Sýkingin reyndist ekki vera þvagfærasýking né nokkur önnur sýkning, heldur sennilegast einhver hitavírus sem veldur hækkun á CPR gildum og fjölgum hvítra blóðkorna.
Hann var líka hitalaus og búinn að vera það frá miðnætti.
Við fáum að vita ef eitthvað fleira kemur út úr blóðprufunum, en svo eigum við bara að koma í eftirskoðun 6. janúar.
Ég gerði það svo þar sem litli ormurinn var ennþá með 40° á föstudagsmorguninn.
Á Barnaspítalanum var tekin þvagprufa og smá blóðprufa (stungutest) og niðurstöðurnar voru ekki nægilega góðar. Það var hækkun á CPR gildi og líka á hvítum blóðkornum, sem bendir eindregið til einhverrar sýkingar. Læknarnir giskuðu helst á þvagfærasýkingu eða væga lungnabólgu.
Björgvin fór í lungnamyndatöku og þar sem ég er ófrísk mátti ég ekki vera hjá honum á meðan... mínum var sko slétt sama og heillaði hjúkkurnar upp úr skónum með því að liggja bara alveg grafkyrr á meðan þær tóku myndina og leyfði þeim að klæða sig í aftur og allt :-)
Þvílíku hrósin sem hann fékk frá þeim, það mætti halda að drengurinn væri gerður úr gulli!! (Mamma brjálað stolt að sjálfsögðu :-D )
Á lungnamyndinni sást bara ponsulítill blettur svo lungnabólga var fljótlega afskrifuð sem orsökin. Þá var þvagfærasýking það næst líklegasta og til að ná í "hreint" þvag varð að setja upp þvaglegg.
Það tókst nú ekki í fyrstu tilraun því Björgvin hefur líklegast verið nýbúinn að pissa þegar þær reyndu að ná í þvagið.
Önnur tilraun var gerð klukkutíma seinna, tókst betur og náðist nóg þvag til að senda í ræktun.
Þá tóku blóðprufu raunirnar við.
Fyrsti læknirinn sem reyndi fann ekki æð.
Næsti fann æð en hún rifnaði, svo fann hann aðra æð sem rifnaði líka.
Það var gefist upp eftir að aðeins náðist nóg í 2 litlar blóðprufur.
Þegar þarna var komið sögu var Unnar mættur á svæðið og ég skrapp út í Keflavík til að sækja "gistitöskurnar" þar sem búið var að ákveða að við yrðum á staðnum þar sýkingin finndist.
Björgvin náði að sofna í svona klukkutíma og amma Silla kom að fylgjast með litla gullinu sínu.
Þegar hann vaknaði kom einn læknir í viðbót og náði að setja upp æðalegg í æð í höfðinu á honum. Þá loksins náðust góðar blóðprufur og Björgvin fékk breiðvirk sýklalyf í æð.
Á þeim þvagprufum sem búið var að skoða sást að hann var dálítið þurr og fékk því næringu í æð. Náttúrulega búinn að vera með 40° hita í 5 daga og búinn að vera lystarlaus og kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka.
Þegar ég kom til baka voru þeir feðgar komnir upp á deild og Björgvin kominn með næringu í æðina :-)

Ég gat nú ekki annað en brosað af honum. Hann lítur út eins og lítill álfur :-D
Að venju var hann hress og kátur, alveg sama um þetta snúru drasl, svo framarlega sem pabbi nennti að ganga á eftir honum með súluna með dælunni :-)

Mamman fékk náðarsamlegast að fara heim til mömmu sinnar að sofa um kl. 10 og pabbinn varð eftir á deildinni.
Björgvin sofnaði um 10.40 og vaknaði nokkrum sinnum yfir nóttina, aðallega til að láta skipta á sér, þar sem næring í æð veldur miklu þvagláti.
Þegar ég kom aftur á sjúkrahúsið um klukkan hálf 12, tjáði Unnar mér að búið væri að útskrifa Björgvin!
Sýkingin reyndist ekki vera þvagfærasýking né nokkur önnur sýkning, heldur sennilegast einhver hitavírus sem veldur hækkun á CPR gildum og fjölgum hvítra blóðkorna.
Hann var líka hitalaus og búinn að vera það frá miðnætti.
Við fáum að vita ef eitthvað fleira kemur út úr blóðprufunum, en svo eigum við bara að koma í eftirskoðun 6. janúar.
desember 26, 2008
Jóla jóla
Fyrstu kreppujólin afstaðin og í miðað við hvað Björgvin fékk mikið af gjöfum þá er sko engin kreppa í þessu landi!
Hann fékk jafnvel meira af gjöfum en í fyrra og þótti okkur þó nóg um þá!
Mamma og pabbi = 4 DVD diskar (2x Maggi mörgæs, latibær og Bubbi byggir)
Amma Silla og afi Steinar = Hluti af nýja vagninum, gjafabréf í Kringlunni, traktor með dýrum, jólaskraut.
Afi Ævar og Una = Samfella og gammosíur.
Langafi Olli = Hluti af nýja vagninum, bók og sokkabuxur.
Langamma Svava = Kubbapúsl.
Jögga ömmusystir = Húfa með nafninu hans.
Rögnvaldur frændi = Hundur í bandi.
Þorfinna Ellen = Bra bra bók.
Linda og Lárus = DVD með Bubba byggi
Jósef Dagur = Handklæði með hettu.
Rún "frænka" = Bangsi.
Hulda "frænka" = Bókin Fyrstu orðin.
Fanney "frænka" = Unicef myndabækur.
Amma Stína = Handklæði með nafninum hans, bolti og bók.
Langamma Þórhildur = Lest sem keyrir sjálf, bolur.
Bjössi ömmubróðir og co = Mjá mjá bók.
Við héldum í alvöru að pakkaflóðið myndi aldrei stöðvast!
Björgvin hafði lítinn áhuga á pökkunum sjálfum en var alltaf voða hrifinn þegar innihaldið kom í ljós :-)
Þá úh-aði hann og ah-aði af hrifningu.
Svo er best að taka það fram að á jóladag fundust 3 nýjar tennur (tennurnar fyrir aftan augntennurnar, sem eru ekki komnar upp) og 3 aðrar eru að láta á sér kræla.
Þratt fyrir að vera að taka 6 tennur, hefur drengurinn verið eins og engill og sagði 3 ný orð í morgun!
Þau voru Bíbí (sem hljómaði reyndar eins og babí), nebbi og klappa.
Hann er bara að verða altalandi barnið :-p
Hann fékk jafnvel meira af gjöfum en í fyrra og þótti okkur þó nóg um þá!
Mamma og pabbi = 4 DVD diskar (2x Maggi mörgæs, latibær og Bubbi byggir)
Amma Silla og afi Steinar = Hluti af nýja vagninum, gjafabréf í Kringlunni, traktor með dýrum, jólaskraut.
Afi Ævar og Una = Samfella og gammosíur.
Langafi Olli = Hluti af nýja vagninum, bók og sokkabuxur.
Langamma Svava = Kubbapúsl.
Jögga ömmusystir = Húfa með nafninu hans.
Rögnvaldur frændi = Hundur í bandi.
Þorfinna Ellen = Bra bra bók.
Linda og Lárus = DVD með Bubba byggi
Jósef Dagur = Handklæði með hettu.
Rún "frænka" = Bangsi.
Hulda "frænka" = Bókin Fyrstu orðin.
Fanney "frænka" = Unicef myndabækur.
Amma Stína = Handklæði með nafninum hans, bolti og bók.
Langamma Þórhildur = Lest sem keyrir sjálf, bolur.
Bjössi ömmubróðir og co = Mjá mjá bók.
Við héldum í alvöru að pakkaflóðið myndi aldrei stöðvast!
Björgvin hafði lítinn áhuga á pökkunum sjálfum en var alltaf voða hrifinn þegar innihaldið kom í ljós :-)
Þá úh-aði hann og ah-aði af hrifningu.
Svo er best að taka það fram að á jóladag fundust 3 nýjar tennur (tennurnar fyrir aftan augntennurnar, sem eru ekki komnar upp) og 3 aðrar eru að láta á sér kræla.
Þratt fyrir að vera að taka 6 tennur, hefur drengurinn verið eins og engill og sagði 3 ný orð í morgun!
Þau voru Bíbí (sem hljómaði reyndar eins og babí), nebbi og klappa.
Hann er bara að verða altalandi barnið :-p
Engin ummæli:
Skrifa ummæli