janúar 7, 2009
Hreyfingar
Ah, Dex hreyfir sig nú á hverjum degi og er það bara allt í lagi.
Þetta er svona "vont en það venst" dæmi fyrir mig. Mér finnst t.d. mun minna óþægilegt þegar Dex spriklar en þegar Björgvin var að því. Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessum hreyfingum :-)
Reyndar er ég búin að vera með einhverja bansetta magapest undanfarið og hefði alveg þegið að ormurinn hefði legið kyrr á meðan, það er frekar óþægilegt að vera með meltingartruflanir og sparkandi krakka á sama tíma!
Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang.
Dex stækkar og mamman stækkar líka, ekki eins mikið og á síðustu meðgöngu þó :-)
Þetta er svona "vont en það venst" dæmi fyrir mig. Mér finnst t.d. mun minna óþægilegt þegar Dex spriklar en þegar Björgvin var að því. Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessum hreyfingum :-)
Reyndar er ég búin að vera með einhverja bansetta magapest undanfarið og hefði alveg þegið að ormurinn hefði legið kyrr á meðan, það er frekar óþægilegt að vera með meltingartruflanir og sparkandi krakka á sama tíma!
Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang.
Dex stækkar og mamman stækkar líka, ekki eins mikið og á síðustu meðgöngu þó :-)
janúar 12, 2009
Spörk
Unnar fann dex sparka í fyrsta sinn í gærkvöldi :-)
Æðislegt að hann geti fundið líka núna!
Æðislegt að hann geti fundið líka núna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli