mánudagur, 7. september 2009

september 2008 Archives

september 13, 2008

Danmörk

Þá erum við komin heim frá Danaveldi og nutum við okkar mjög vel þar.
Björgvin Hrafnar fór í dýragarðinn og Tivoli og skemmti sér alveg konunglega á báðum stöðum.
_MG_1684.JPG

september 18, 2008

Aðlögun

Björgvin er í aðlögun þessa vikuna.
Það gengur alveg rosalega vel og er hann strax farinn að vera frá 8 til hádegis. Á morgun verður hann svo frá 8-14 og svo allann daginn á mánudaginn.
Ekk laust við að mamman sé dálítið miður sín vegna þessa, en börnin stækka... það er víst lítið sem hægt er að gera til að hindra það.
Við ætlum samt bara að hafa hann 4 daga í viku til að byrja með. Mér finnst bara alveg nóg að litli strákurinn minn sé burt frá foreldrunum í 8 tíma á dag í 4 daga.
Það eru alveg 32 tímar... meira en ég er sjálf í skólanum!
Það er enginn skóli á föstudögum og því ætla ég bara að nota tækifærið og vera heima með hann... kannski að nota föstudagana í allar þær "útréttingar" sem eru nauðsynlegar fyrir okkur.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli