nóvember 4, 2007
Jæja! Well!
Það er bara ekkert að gerast.
Nei það er allt við það sama hjá okkur, við erum búin að fara í sund, í gufu, í bíltúr, í búðir, á kaffihús, kaupa ís, þurrkara, frystivörur, nammi, kex og guð má vita hvað, ekkert haggar litla ófædda hjartaknúsaranum okkar.
Andrea reyndi að fara eftir ráðum ljósmóðurinnar en það er útskýrt á öðru bloggi. Ekkert meira um það að segja.
Í gær fórum við reyndar niður í Hreiður, aðallega vegna þess að hann hreyfði sig lítið sem ekkert í allan gærdag og fyrradag. Svo þegar búið var að tengja monitorinn og setja í gang þá byrjaði hann um leið að sparka eins og vitleysingur. Ljósmóðirinn hafði nefnilega sagt við okkur að hafa samband ef hann hreyfði sig lítið á síðustu dögunum. En, hann er sprækur sem lækur.
Nei það er allt við það sama hjá okkur, við erum búin að fara í sund, í gufu, í bíltúr, í búðir, á kaffihús, kaupa ís, þurrkara, frystivörur, nammi, kex og guð má vita hvað, ekkert haggar litla ófædda hjartaknúsaranum okkar.
Andrea reyndi að fara eftir ráðum ljósmóðurinnar en það er útskýrt á öðru bloggi. Ekkert meira um það að segja.
Í gær fórum við reyndar niður í Hreiður, aðallega vegna þess að hann hreyfði sig lítið sem ekkert í allan gærdag og fyrradag. Svo þegar búið var að tengja monitorinn og setja í gang þá byrjaði hann um leið að sparka eins og vitleysingur. Ljósmóðirinn hafði nefnilega sagt við okkur að hafa samband ef hann hreyfði sig lítið á síðustu dögunum. En, hann er sprækur sem lækur.
nóvember 9, 2007
Belgjarlosun
English version follows if you press the "lesa meira" link.
Fórum í einn sónarinn í viðbót í dag, bara svona til að tékka á höfuðstöðunni og stærðinni og svona.
Krílus reyndist ekkert hafa stækkað á milli vikna (skv. mælingum sem eru ónákvæmar, to say the least) svo við ræddum við fæðingarlækni og sögðum henni að hreyfingar væru minni en áður og að ég væri ekki búin að finna neina verki (og nei Steinar, einn lítill stingur í gær telst ekki með!). Hún skellti mér í skoðun hjá annari ljósu sem reyndi að losa um belginn, en leghálsinn var "afturstæður" og því ekki hægt að losa um hjá mér.
Það virðist því ekkert vera að gerast frekar en fyrri daginn... ætli ég verði ekki sett í gang á endanum!!
Fórum í einn sónarinn í viðbót í dag, bara svona til að tékka á höfuðstöðunni og stærðinni og svona.
Krílus reyndist ekkert hafa stækkað á milli vikna (skv. mælingum sem eru ónákvæmar, to say the least) svo við ræddum við fæðingarlækni og sögðum henni að hreyfingar væru minni en áður og að ég væri ekki búin að finna neina verki (og nei Steinar, einn lítill stingur í gær telst ekki með!). Hún skellti mér í skoðun hjá annari ljósu sem reyndi að losa um belginn, en leghálsinn var "afturstæður" og því ekki hægt að losa um hjá mér.
Það virðist því ekkert vera að gerast frekar en fyrri daginn... ætli ég verði ekki sett í gang á endanum!!
nóvember 10, 2007
Hann er kominn í heiminn ! / He is born !
Klukkan 1:38 fæddist okkur myndardrengur. Flestir sem lesa hérna held ég að hafi fengið skilaboð. Fæðingin er löng saga og efni í sér pistil. En þangað til þá þurfum við hvíld og næði til að kynnast barninu okkar og leyfa barninu að kynnast okkur. Þessa stundina vil ég kynnast rúminu okkar í dágóða stund og njóta þess að hafa slökkt á öllum hringigræjum heimilisins.
Eg kom heim til að sofa en Andrea er á Sængurkvennadeild Landsspítalans (með "gömlu" stafsetningunni) og verður þar í nokkra daga, já, þau ykkar sem getið lesið á milli þeirra lína. Keisari. Ekki meira í bili, góðan dag, nótt eða blund. Hvað sem er.
p.s. 1 mynd á Andreu bloggi, fleiri koma síðar. ;-)
Eg kom heim til að sofa en Andrea er á Sængurkvennadeild Landsspítalans (með "gömlu" stafsetningunni) og verður þar í nokkra daga, já, þau ykkar sem getið lesið á milli þeirra lína. Keisari. Ekki meira í bili, góðan dag, nótt eða blund. Hvað sem er.
p.s. 1 mynd á Andreu bloggi, fleiri koma síðar. ;-)
nóvember 12, 2007
Fæðingarsagan
Sagan
Að morgni föstudagsins 9. nóvember fórum við Unnar upp á kvennadeild til að fara í síðasta vaxtarsónarinn. Það kom í ljós að stráksi hafði ekkert stækkað frá því í vikunni áður og var því hafist handa við að koma þessu í gang með belgjarlosun. Það tókst nú ekki því leghálsinn var afturstæður og ég var bara send heim í meira afslappelsi. Reyndar lét ljósan mig hafa hreyfingaskema til að merkja hreyfingar hans inn á, því mér var búið að finnast hann hálf slappur í spörkunum.
Nú, klukkan 18 sótti ég Unnar í vinnuna og heimtaði að við færum upp á mæðradeild í mónitor.
Ég var látin sitja í honum í klukkustund en þar sem ritið var ekkert rosalega gott (ekki nægar uppsveiflur í hjartslætti, bara mjatlað þetta í 135 slögum) kom fæðingalæknirinn Ebba og losaði um belginn hjá mér (vont).
Með það sama ruku hríðarnar í gang og mér var gert að gista á mæðradeildinni til að hægt væri að fylgjast með mér alla nóttina.
Ég dundaði mér við að hringja í mömmu og Siggu, talaði við Eygló og Óla sem voru á leiðinni í heimsókn til okkar, heyrði í Gullý og svona rólegheita hringl í mér þangað til að ég fann að verkirnir voru farnir að versna all verulega, mónitorinn sýndi harðar hríðir og þær vildu bara fá mig inn á fæðingagang í betri gangsetningu.
Þegar þangað var komið voru verkirnir orðnir mjög slæmir en lítið annað að gerast, útvíkkunin bara 2 og ákveðið var að sprengja belginn til að koma öllu betur í gang.
Fæðingarlæknirinn Helga sprengdi belginn hjá mér og út sullaðist brúnt legvatn!
Litli snáðinn var þá bara búinn að kúka í legvatnið og alles!
Þær festu lítinn hjartsláttarnema við höfuðið á barninu (inn í mér) og þá var hægt að fylgjast vel með honum.
Helga segir eitthvað um að gefa mér dripp því útvíkkunin sé bara 3 en ekkert gerðist í þeim efnum.
Svona hálftíma eftir að belgurinn var sprengdur voru verkirnir svo slæmir að ég grét og öskraði ofan í púðann sem ég var með og æpti á mænurótardeyfingu sem ég fékk.
Þá var bara allt í lagi og ég alveg að höndla þetta allt :-)
En þegar ég er að búa mig undir að bíða eftir að útvíkkunin verði meiri sjáum við Unnar hjartsláttinn hjá stráknum hríðfalla!
Hann fór úr 147 slögum (u.þ.b.) niður í 73 á engum tíma... bara nokkrum sekúndum.
Við æptum náttúrulega á ljósmóðurina (sem var btw búin að minnast á að ég færi örugglega í keisara þar sem vatnið hefði verið svona) og hún kallaði út allt tiltækt lið.
Það næsta sem ég veit er að það stendur 50 á hjartsláttarmælinum og það er verið að húrra mér upp á skurðarborð í svæfingu.
Síðasta sem ég heyrði var: "Farðu fram og útskýrðu fyrir kærastanum hennar hvað er að gerast!"
Svo vakna ég upp á gjörgæslu og það fyrsta sem ég hugsaði var "ætli hann sé lifandi" og svo kom ein af stelpunum inn á vöknun (Edda Marý fyrir þá sem hana þekkja) og sagði mér að hann væri í lagi, heilbrigður og fínn :-D
Hann hafði ekki gleypt neitt af þessu legvatni og það þurfti ekki að dæla upp úr honum eða neitt :-)
Unnar kom svo um 4 leytið til mín með myndir og vídeó af englinum okkar og um hálf 6 var ég færð af gjörgæslunni og yfir á sængurkvennagang þar sem við eyddum næstu 3 dögum.
Þannig að allt sem ég lagði upp með í upphafi meðgöngu (heimafæðing, náttúrulegt) fór á annan veg en ég ætlaði.
Svona gerist víst bara og við erum óendanlega þakklát að hafa verið á LSH því annars veit enginn hvernig staðan á erfðaprinsinum væri í dag.
Ástarkveðjur úr "sveitinni" og takk fyrir allar kveðjurnar, þær eru búnar að vera ómetanlegar.
Við höldum áfram að setja inn myndir, en afþökkum heimsóknir fyrr en um næstu helgi og þá eftir samkomulagi.
Að morgni föstudagsins 9. nóvember fórum við Unnar upp á kvennadeild til að fara í síðasta vaxtarsónarinn. Það kom í ljós að stráksi hafði ekkert stækkað frá því í vikunni áður og var því hafist handa við að koma þessu í gang með belgjarlosun. Það tókst nú ekki því leghálsinn var afturstæður og ég var bara send heim í meira afslappelsi. Reyndar lét ljósan mig hafa hreyfingaskema til að merkja hreyfingar hans inn á, því mér var búið að finnast hann hálf slappur í spörkunum.
Nú, klukkan 18 sótti ég Unnar í vinnuna og heimtaði að við færum upp á mæðradeild í mónitor.
Ég var látin sitja í honum í klukkustund en þar sem ritið var ekkert rosalega gott (ekki nægar uppsveiflur í hjartslætti, bara mjatlað þetta í 135 slögum) kom fæðingalæknirinn Ebba og losaði um belginn hjá mér (vont).
Með það sama ruku hríðarnar í gang og mér var gert að gista á mæðradeildinni til að hægt væri að fylgjast með mér alla nóttina.
Ég dundaði mér við að hringja í mömmu og Siggu, talaði við Eygló og Óla sem voru á leiðinni í heimsókn til okkar, heyrði í Gullý og svona rólegheita hringl í mér þangað til að ég fann að verkirnir voru farnir að versna all verulega, mónitorinn sýndi harðar hríðir og þær vildu bara fá mig inn á fæðingagang í betri gangsetningu.
Þegar þangað var komið voru verkirnir orðnir mjög slæmir en lítið annað að gerast, útvíkkunin bara 2 og ákveðið var að sprengja belginn til að koma öllu betur í gang.
Fæðingarlæknirinn Helga sprengdi belginn hjá mér og út sullaðist brúnt legvatn!
Litli snáðinn var þá bara búinn að kúka í legvatnið og alles!
Þær festu lítinn hjartsláttarnema við höfuðið á barninu (inn í mér) og þá var hægt að fylgjast vel með honum.
Helga segir eitthvað um að gefa mér dripp því útvíkkunin sé bara 3 en ekkert gerðist í þeim efnum.
Svona hálftíma eftir að belgurinn var sprengdur voru verkirnir svo slæmir að ég grét og öskraði ofan í púðann sem ég var með og æpti á mænurótardeyfingu sem ég fékk.
Þá var bara allt í lagi og ég alveg að höndla þetta allt :-)
En þegar ég er að búa mig undir að bíða eftir að útvíkkunin verði meiri sjáum við Unnar hjartsláttinn hjá stráknum hríðfalla!
Hann fór úr 147 slögum (u.þ.b.) niður í 73 á engum tíma... bara nokkrum sekúndum.
Við æptum náttúrulega á ljósmóðurina (sem var btw búin að minnast á að ég færi örugglega í keisara þar sem vatnið hefði verið svona) og hún kallaði út allt tiltækt lið.
Það næsta sem ég veit er að það stendur 50 á hjartsláttarmælinum og það er verið að húrra mér upp á skurðarborð í svæfingu.
Síðasta sem ég heyrði var: "Farðu fram og útskýrðu fyrir kærastanum hennar hvað er að gerast!"
Svo vakna ég upp á gjörgæslu og það fyrsta sem ég hugsaði var "ætli hann sé lifandi" og svo kom ein af stelpunum inn á vöknun (Edda Marý fyrir þá sem hana þekkja) og sagði mér að hann væri í lagi, heilbrigður og fínn :-D
Hann hafði ekki gleypt neitt af þessu legvatni og það þurfti ekki að dæla upp úr honum eða neitt :-)
Unnar kom svo um 4 leytið til mín með myndir og vídeó af englinum okkar og um hálf 6 var ég færð af gjörgæslunni og yfir á sængurkvennagang þar sem við eyddum næstu 3 dögum.
Þannig að allt sem ég lagði upp með í upphafi meðgöngu (heimafæðing, náttúrulegt) fór á annan veg en ég ætlaði.
Svona gerist víst bara og við erum óendanlega þakklát að hafa verið á LSH því annars veit enginn hvernig staðan á erfðaprinsinum væri í dag.
Ástarkveðjur úr "sveitinni" og takk fyrir allar kveðjurnar, þær eru búnar að vera ómetanlegar.
Við höldum áfram að setja inn myndir, en afþökkum heimsóknir fyrr en um næstu helgi og þá eftir samkomulagi.
nóvember 16, 2007
Svefn
Við erum búin að sofa frekar rysjótt undanfarnar nætur. Björgvin er brjóstakarl mikill og finnst æði að liggja bara á spena út í eitt.
En í nótt fengum við sko 5 tíma samfeldan svefn :-)
Þvílík gleði... aldrei datt mér í hug að svefn væri svona stór faktor í geðheilsu mæðra :-þ
Vonandi sefur hann jafn vel í nótt... þá erum við sko aldeilis í góðum málum!
En í nótt fengum við sko 5 tíma samfeldan svefn :-)
Þvílík gleði... aldrei datt mér í hug að svefn væri svona stór faktor í geðheilsu mæðra :-þ
Vonandi sefur hann jafn vel í nótt... þá erum við sko aldeilis í góðum málum!
nóvember 17, 2007
Bað
Björgvin Hrafnar fór í bað í gær í fyrsta sinn.
Honum fannst það alveg fínt, nema hvað það var ekki alveg jafn gott að koma uppúr!
Spes að baða ungabarn... við höfðum hvorugt gert það áður og ég varð að finna leiðbeiningar á internetinu *roðn*
Svona er það bara þegar maður á ekki systkini og er að eiga sitt fyrsta barn komin á gamals aldur :-þ

Honum fannst það alveg fínt, nema hvað það var ekki alveg jafn gott að koma uppúr!
Spes að baða ungabarn... við höfðum hvorugt gert það áður og ég varð að finna leiðbeiningar á internetinu *roðn*
Svona er það bara þegar maður á ekki systkini og er að eiga sitt fyrsta barn komin á gamals aldur :-þ

nóvember 19, 2007
3800 gr.
Ljósmóðirin kom í heimsókn í fyrsta sinn í dag.
Björgvin Hrafnar er 3800 gr. og dafnar vel :-D
Mömmu-mjólkin er sko best.
Muuuuuu!
Björgvin Hrafnar er 3800 gr. og dafnar vel :-D
Mömmu-mjólkin er sko best.
Muuuuuu!
nóvember 25, 2007
Erfiður dagur
BH var skelfilega erfiður í gær.
Hann náði sér einhvern veginn aldrei nógu mikið niður til að geta sofnað og var því vakandi frá 12-19... aumingja litla skinnið var alveg uppgefinn þegar hann loksins sofnaði.
Mér tókst að fá hann til að sofna með að keyra vögguna inn á bað og kveikja á þurrkaranum!! Þá loksins lognaðist hann út af.
Svo á meðan hann svaf las ég mér til í "The Baby book" eftir William Sears lækni. Þar var talað um að með börn eins og BH (sem sofna á brjóstinu og vilja bara sofa þar) þyrfti að passa að vekja þau með að láta þau ropa og skipta svo um brjóst, þannig að þau séu alltaf að fá sem mest af þykku mjólkinni en ekki alltaf bara þunnu formjólkina.
Ég prufaði þetta svo í gærkvöldi... vakti hann alltaf þegar farið var að hægjast á drykkjunni (4-5 sog og kyngja svo), lét hann ropa og skipti um brjóst.
Það var eins og við manninn mælt... litli engillinn sofnaði strax og svaf eins og engill í 5 tíma í nótt :-D
Elska þetta barn svo óendanlega mikið :-)
Hann náði sér einhvern veginn aldrei nógu mikið niður til að geta sofnað og var því vakandi frá 12-19... aumingja litla skinnið var alveg uppgefinn þegar hann loksins sofnaði.
Mér tókst að fá hann til að sofna með að keyra vögguna inn á bað og kveikja á þurrkaranum!! Þá loksins lognaðist hann út af.
Svo á meðan hann svaf las ég mér til í "The Baby book" eftir William Sears lækni. Þar var talað um að með börn eins og BH (sem sofna á brjóstinu og vilja bara sofa þar) þyrfti að passa að vekja þau með að láta þau ropa og skipta svo um brjóst, þannig að þau séu alltaf að fá sem mest af þykku mjólkinni en ekki alltaf bara þunnu formjólkina.
Ég prufaði þetta svo í gærkvöldi... vakti hann alltaf þegar farið var að hægjast á drykkjunni (4-5 sog og kyngja svo), lét hann ropa og skipti um brjóst.
Það var eins og við manninn mælt... litli engillinn sofnaði strax og svaf eins og engill í 5 tíma í nótt :-D
Elska þetta barn svo óendanlega mikið :-)
nóvember 27, 2007
Fastar skorður
Þær eru fáar þessa dagana, aðrar en þær að við hugsum um Björgvin og Björgvin heldur okkur við efnið. Grey Andrea hefur verið undir gríðarlega miklu álagi þessa dagana vegna óslökkvandi þorsta drengsins okkar.
Ljósan kom í dag. Hann hafði aðeins þyngst um 100 grömm. Það er víst rétt við lágmarks viðmiðið í þyngdaraukningu. Við vorum auðvitað ekki hress að vita það, fengum ráð vegna þessa en fæst orð bera minnsta ábyrgð (við vorum sem sagt ekki hrifin af ráðunum).
Við fórum síðan til brjóstaráðgjafa í dag og fengum allt önnur og betri ráð sem við munum reyna að framkvæma eftir bestu getu. T.d:
Ekki bíða eftir að hann "vilji halda áfram". Ef Björgvin er búinn að taka sér meira en mínútu í pásu þá á hann að fara af brjóstinu. Þá þarf hann að biðja um meira, (leita)
Bjóða honum annað brjóstið (nokkrum sinnum í röð) og láta hann bíða áður en hann fær af hinu
Hann þarf að sjúga fastar, vera ákafari í að fá næringuna. Það á að koma með aldrinum.. Latur við að sjúga
Hann er einnig ofsalega nægjusamur, drekkur sig ekki saddann, heldur einungis nóg til að láta endast í kannski 20 mínútur. Það er ekki nógu gott þegar gjöfin tekur meira en 10 mínútur
Við getum þjálfað hann í soginu, vorum reyndar byrjuð á því, því að ég (pabbinn) þarf oftast að koma honum í ró í vöggunni sinni með því að láta hann sjúga litla fingurinn á mér. Það mun hjálpa til við að þjálfa og örva gott sog sé þetta rétt gert (sem ég gerði allan tímann). Hann er engan veginn að svelta, ef svo væri þá svæfi hann ekki alla þessa tíma á nóttunni Að sogkraftinum undanskildum þá er hann hraustur og heilbrigður lítil strákur. Hann þarf bara að vera duglegri við að næra sig og það mun koma sé réttum aðferðum beitt við gjöfina.
Við leggjum okkur fram við að gera litla strákinn okkar stóran og sterkan.
Ljósan kom í dag. Hann hafði aðeins þyngst um 100 grömm. Það er víst rétt við lágmarks viðmiðið í þyngdaraukningu. Við vorum auðvitað ekki hress að vita það, fengum ráð vegna þessa en fæst orð bera minnsta ábyrgð (við vorum sem sagt ekki hrifin af ráðunum).
Við fórum síðan til brjóstaráðgjafa í dag og fengum allt önnur og betri ráð sem við munum reyna að framkvæma eftir bestu getu. T.d:
Við getum þjálfað hann í soginu, vorum reyndar byrjuð á því, því að ég (pabbinn) þarf oftast að koma honum í ró í vöggunni sinni með því að láta hann sjúga litla fingurinn á mér. Það mun hjálpa til við að þjálfa og örva gott sog sé þetta rétt gert (sem ég gerði allan tímann). Hann er engan veginn að svelta, ef svo væri þá svæfi hann ekki alla þessa tíma á nóttunni Að sogkraftinum undanskildum þá er hann hraustur og heilbrigður lítil strákur. Hann þarf bara að vera duglegri við að næra sig og það mun koma sé réttum aðferðum beitt við gjöfina.
Við leggjum okkur fram við að gera litla strákinn okkar stóran og sterkan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli