sunnudagur, 6. september 2009

Um fjölskylduna

Mamman fæddist 18. febrúar 1977 kl. 16.22 á Landsspítalanum í Reykjavík. Hún var 12 merkur (3.130gr) og 50 cm, ljóshærð, bláeygð og með falleg eyru eins og Agnar afabróðir sagði. Æskunni var eytt á Ólafsfirði en eftir að unglingsaldri var náð, flakkaði hún um allar koppagrundir í leit að spennu og ævintýrum.
Flutningar fram og til baka enduðu svo að vonum aftur í Reykjavík og haustið 2006 kynntist hún barnsföður sínum á árshátíð Bagglýtinga. Eftir það varð ekki aftur snúið :-) 
Pabbinn fæddist 26. desember 1977. Lét fyrst gera vart við sig í miðju jólaboði þegar tveir eldri frændur hans voru að ærslast hvor við annan. Kom að lokum í heiminn klukkan 01:40 á Landsspítalanum í Reykjavík og var 50 cm og 11 merkur. Erfði ofsalega langar tær og úfið hár.
Var búsettur í Kópavogi fyrstu tvo áratugina en leiksvæðið var allt höfuðborgarsvæðið. 
Farið var í strætó, labbað og hjólað í könnunarleiðangra eins langt og hægt var.
Pabbinn er ótrúlega heppinn að hafa fundið dásamlega kærustu og eignast þessa frábæru syni!

Til að ná sambandi við fjölskylduna má reyna eftirfarandi:

Pabbinn:
gsm: 824-3698
netfang: unnarm@gmail.com

Mamman:
gsm: 694-5974
netfang: andrea.aevars@gmail.com

Engin ummæli:

Skrifa ummæli