mánudagur, 7. september 2009

janúar 2008 Archives

janúar 13, 2008

Uppeldi

Við Gullý vorum í dag að ræða muninn á að ala upp stráka og stelpur.
Ég held (án þess að vita það auðvitað) að stelpumömmur hafi öðruvísi áhyggjur en strákamömmur.
Þær hafa sennilega meiri áhyggjur af því að dætur þeirra komi heim óléttar 15 ára, verði misnotaðar á einhvern hátt eða hafi ekki nægilega sterka sjálfsmynd til að láta ekki vaða yfir sig.
Ég, sem strákamamma, hef aðallega áhyggjur af því að Björgvin leiki sér ógætilega og slasist og svo verði hann "player" eða komi illa fram við stelpur á einhvern hátt þegar hann verður eldri.
Hann skal sko eiga mömmu sína á fæti ef hann sýnir stelpum ekki þá virðingu sem þær eiga skilið!
Arnar Bui i studi :-)
Þessa mynd tók Nornin

janúar 15, 2008

Pabbi og systir

Pabbi og Hildur systir komu í heimsókn í gær til að sjá BH.
Með þeim var Jakob Máni, sonur Hildar, sem er fæddur 13. október 2007. Tæpur mánuður á milli þeirra frænda :-)
Hann er auðvitað algjört ljós eins og þessi mynd af pabba með afastrákana ber með sér:
jan%FAar%202008%20019.jpg

janúar 16, 2008

Vídó!

Nýtt myndband komið af litlu stjörnunni :-)

janúar 26, 2008

Að uppgötva nýja hluti

Síðustu daga er Björgvin Hrafnar búinn að vera að fatta á sér hendurnar.
Það er æðislegt að fylgjast með honum, glápandi á krepptan hnefann eða veifandi fingrunum í allar áttir :-)
Hér er lítið myndband af honum að skoða höndina sína (held að hann sé örugglega rétthentur)

janúar 29, 2008

Myndir úr nafnagjöfinni

Loksins eru komnar myndir úr nafnagjöfinni.
Við hjónaleysin vorum ekkert að spá í að taka myndir sjálf, en til allrar hamingju var Rún vinkona með hugann á réttum stað og smellti nokkrum :-)
Edit: Mamma átti líka myndir og nú eru þær komnar inn líka
Myndir frá Rún og mömmu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli