október 1, 2008
Nýr ormur
Fyrir ykkur sem hafið ekki tekið eftir því og/eða ekki heyrt mig segja frá því, þá eigum við von á öðrum ormi í apríl.
Litli drengurinn minn er að verða stóri bróðir og nær þeim áfanga áður en hann nær 18 mánaða aldri!
Við hlökkum auðvitað til og leyfum öllum að fylgjast með á blogginu.
Litli drengurinn minn er að verða stóri bróðir og nær þeim áfanga áður en hann nær 18 mánaða aldri!
Við hlökkum auðvitað til og leyfum öllum að fylgjast með á blogginu.
október 5, 2008
Björgvin kann að skríða!
Hann skreið á hnjánum í fyrsta skiptið þriðjudagskvöldið 30. september og er núna alveg farinn að skríða eins og lítill skriðdreki útum allt!
október 15, 2008
Veikilíus
Síðustu dagar eru sko ekki búnir að vera skemmtilegir. Síðasta fimmtudag kom í ljós að Björgvin hafði fengið augnsýkingu og ofan á það fékk hann líka veirusýkingu með nefrennsli og hálsbólgu. Síðustu dagar og nætur hafa verið óvenju erfiðar hjá okkur, (kannski meira í ætt við það sem foreldrar eiga að venjast, a.m.k. endrum og eins....)
en í dag horfir allt til betri vegar. Björgvin er hitalaus en nefrennslið er ennþá. Hann fer væntanlega aftur til dagmmmunnar eftir helgi. :-)
en í dag horfir allt til betri vegar. Björgvin er hitalaus en nefrennslið er ennþá. Hann fer væntanlega aftur til dagmmmunnar eftir helgi. :-)
október 29, 2008
Púki
Sonur minn er stríðnispúki.
Hann er að stríða krökkunum á dagheimilinu!
Það byrjaði með að hann var að bíta einhverjar af stelpunum (kvennagullið!) en hefur til lukku þróast frá því og yfir í almenna stríðni... hann stríðir meira að segja stóru krökkunum (15-20 mánaða) og lætur sér minni krakka frekar í friði :-)
Stríðnin felst aðallega í að hann skríður að þeim, potar í þau eða hendir sér á þau og svo hlær hann eins og vitleysingur að sjálfum sér... hann á nú ekki langt að sækja þetta... mömmu hans finnast fáir fyndnari en hún sjálf :-þ
Hann er að stríða krökkunum á dagheimilinu!
Það byrjaði með að hann var að bíta einhverjar af stelpunum (kvennagullið!) en hefur til lukku þróast frá því og yfir í almenna stríðni... hann stríðir meira að segja stóru krökkunum (15-20 mánaða) og lætur sér minni krakka frekar í friði :-)
Stríðnin felst aðallega í að hann skríður að þeim, potar í þau eða hendir sér á þau og svo hlær hann eins og vitleysingur að sjálfum sér... hann á nú ekki langt að sækja þetta... mömmu hans finnast fáir fyndnari en hún sjálf :-þ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli