janúar 12, 2009
Stand og labb
Einkabarnið (ennþá) stóð sjálft í nokkrar sekúndur að kvöldi 8. janúar og tók eitt hænuskref áður en hann lét sig falla á bossann.
Svo í dag tók hann 2 skref!
Það er ekki langt í að hann fari að ganga!
Eins er ekki langt í að hann fari að tala, því orðin Barbamama, blár og rauður (bara 1x þó) eru komin í orðaforðan :-)
Svo í dag tók hann 2 skref!
Það er ekki langt í að hann fari að ganga!
Eins er ekki langt í að hann fari að tala, því orðin Barbamama, blár og rauður (bara 1x þó) eru komin í orðaforðan :-)
janúar 27, 2009
Þar kom að því :-)
English version in "Lesa meira Þar kom að því :-)" link below.
Björgvin er byrjaður að labba af stað. Það gerðist um klukkan hálf sex inni í herberginu hans hér á Austurveginum. Hann einfaldlega stóð upp úti á miðju gólfi, gekk fimm skref og beygði sig eftir trébílakallinum sínum. Hann náði að vísu ekki að grípa kallinn áður en hann pompaði á rassinn en það er allt í lagi. Ég náði myndum af honum á gemsann þegar hann reyndi nokkrum sinnum enn þetta síðdegi og koma þær um leið og ég veit hvernig ég næ þeim inn á bloggið Komnar :). Ég er svo ánægður með litla manninn !!
Byrjaður að labba af stað :-)
Úps..!
Sko mig !!
Björgvin er byrjaður að labba af stað. Það gerðist um klukkan hálf sex inni í herberginu hans hér á Austurveginum. Hann einfaldlega stóð upp úti á miðju gólfi, gekk fimm skref og beygði sig eftir trébílakallinum sínum. Hann náði að vísu ekki að grípa kallinn áður en hann pompaði á rassinn en það er allt í lagi. Ég náði myndum af honum á gemsann þegar hann reyndi nokkrum sinnum enn þetta síðdegi og koma þær um leið og ég veit hvernig ég næ þeim inn á bloggið Komnar :). Ég er svo ánægður með litla manninn !!
Byrjaður að labba af stað :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli