mánudagur, 7. september 2009

maí 2008 Archives

maí 15, 2008

Hva, er ekkert að gerast ?

Nei, það er ósköp fátt að gerast þessa dagana. A.m.k. er ekkert nýtt að gerast. Við erum að klára ungbarnasundið, Andrea er nýbúin með skólann, ég er bara í því sama og venjulega og Björgvin er enn ekki farinn að skríða. Hinsvegar er hann farinn að bíta rosalega fast.. Á! Það hafa aðallega bæst við myndir á síðuna undanfarið. Ég mæli með að skoða þær, sérstaklega apríl myndirnar og maí myndirnar. Sumar þeirra eru ÆÐI! :-D

maí 26, 2008

25. maí 2008

Björgvin Hrafnar er farinn að sitja !
Stóri strákurinn okkar!
Amma Silla prufaði að láta hann sitja í gærkvöldi og hann sat bara kyrr. Við foreldrarnir höfðum ekki hugmynd um að hann gæti það einn og óstuddur :-)
Höfum alltaf verið að troða þvílíkt miklu af púðum í kringum hann til að hafa stuðning og svo getur hann þetta bara sjálfur í dag :-)
Við erum glöð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli