maí 2, 2009
Fyrstu kynni af yngri bróður
Við Andrea höfum mikið velt því fyrir okkur hvernig Björgvin tæki á móti nýja barninu (Þorgeiri Úlfari) og höfum haft nokkrar áhyggjur af því að Björgvin gæti orðið afbrýðisamur út í barnið.
Nú eru 17 og 1/2 mánuður á milli þeirra og óvíst að það sé nógu þroskað til að verða afbrýðisamur. Eftir því sem okkur skilst þá er mesta hættan á afbrýðisemi þegar eldra systkinið er á milli 2 og 6 ára gamalt. Björgvin hefur félagsþroska á við 2ja ára (hann er byrjaður að "leika með" öðrum börnum) og hugsanlega hefði það áhrif á viðbrögð hans við nýju systkini.
Þorgeir kom heim í dag. Við Björgvin fórum saman að sækja hann, (já, það var búið að aflétta banni við komu barna á Kvennadeildina! Vei!! :-) ), Björgvin fékk að sjá Þorgeir og snerta hann en Björgvin var reyndar ekki alveg viss "hvað" þetta eiginlega væri, enda Þorgeir sofandi.
Á leiðinni heim var Björgvin afar forvitinn og langaði mikið að sjá betur hvað þetta litla sem væri að ferðast með honum væri að gera.
Þegar heim var komið fékk Björgvin nær óskipta athygli mína á meðan Andrea sinnti Þorgeiri og svo öfugt. Okkur fannst á sumum viðbrögðum að Björgvin væri já, pínu abbó út í Þorgeir. Þarna væri þetta "skrýtna litla" komið inn á heimilið mitt. Alla vegana fór Björgvin iðulega í burtu þegar við kölluðum á hann, hann draslaði til af meiri krafti en oftast áður og virstist vera almennt frekar órór. Einnig tók hann upp á ýmsum nýjungum eins og t.d. "hindrunarhlaup" (setti alls kyns hindranir upp og prílaði yfir þær. Notaði einna helst hirslubox úr sjónvarpshillunni, IKEA "tunnugorm" og óhreinatauskörfuna fyrir hindranir), setti snudduna í munnvikið (nokkuð sem ég hef aldrei séð hann gera áður), fór í skóna mína og hann sagði nokkur ný "orð" (hjóðasamsetningar).
Allan tíman var hann samt örlítið forvitinn en vildi fara jafn harðan og hann var búinn að sjá hvað litli bróðir var að gera. Við leyfum Björgvini auðvitað að sjá allt og erum meðvituð um að hann vilji kannski ekkert vera að glápa endalaust þannig að Björgvin fékk mikið frelsi í dag á heimilinu auk endalausrar athygli frá því okkar sem ekki var að sinna Þorgeiri.
Í kvöld komust við að því að þetta verður að öllum líkindum ekkert mál. Þorgeir var eitthvað órólegur í vöggunni sinni og tek ég hann upp og hef á öxlinni. Björgvin vill koma líka í fangið á mér þannig að ég ákveð að setjast niður á gólf svo að Björgvin sjái sem allra best hvað litli bróðir er að gera á öxlinni hans pabba. Björgvin fékk líka að koma við Þorgeir eins og hann vildi og varð ég fljótt var við það að Björgvin strauk litla bróður blíðlega (var "ahh" við litla bróður). Þegar Björgvin fékk hrós og hvatningu varð hann ofsalega kátur og hljóp fram, kom inn aftur, skríkti ennþá meir og fór þannig nokkrar ferðir fram og til baka. Skömmu seinna spyr Andrea Björgvin hvort þau ættu finna snuddu fyrir litla bróður. Björgvin tekur þá sína eigin snuddu út úr sér og réttir að Þorgeiri sem þá var kominn aftur í vögguna. Við urðum ekkert smá stolt af okkar manni enda fátt sem Björgvin elskar meira en snuðið sitt og það að hann sé tilbúinn að gefa litla (skrýtna) bróður snuðið sitt segir nánast allt sem segja þarf. Björgvin fékk auðvitað fullt af kossum og mikið hrós frá okkur báðum fyrir örlætið og varð klárlega afar stoltur af sjálfum sér.
Hann má vera það, enda alger engill !! :-)
Nú eru 17 og 1/2 mánuður á milli þeirra og óvíst að það sé nógu þroskað til að verða afbrýðisamur. Eftir því sem okkur skilst þá er mesta hættan á afbrýðisemi þegar eldra systkinið er á milli 2 og 6 ára gamalt. Björgvin hefur félagsþroska á við 2ja ára (hann er byrjaður að "leika með" öðrum börnum) og hugsanlega hefði það áhrif á viðbrögð hans við nýju systkini.
Þorgeir kom heim í dag. Við Björgvin fórum saman að sækja hann, (já, það var búið að aflétta banni við komu barna á Kvennadeildina! Vei!! :-) ), Björgvin fékk að sjá Þorgeir og snerta hann en Björgvin var reyndar ekki alveg viss "hvað" þetta eiginlega væri, enda Þorgeir sofandi.
Á leiðinni heim var Björgvin afar forvitinn og langaði mikið að sjá betur hvað þetta litla sem væri að ferðast með honum væri að gera.
Þegar heim var komið fékk Björgvin nær óskipta athygli mína á meðan Andrea sinnti Þorgeiri og svo öfugt. Okkur fannst á sumum viðbrögðum að Björgvin væri já, pínu abbó út í Þorgeir. Þarna væri þetta "skrýtna litla" komið inn á heimilið mitt. Alla vegana fór Björgvin iðulega í burtu þegar við kölluðum á hann, hann draslaði til af meiri krafti en oftast áður og virstist vera almennt frekar órór. Einnig tók hann upp á ýmsum nýjungum eins og t.d. "hindrunarhlaup" (setti alls kyns hindranir upp og prílaði yfir þær. Notaði einna helst hirslubox úr sjónvarpshillunni, IKEA "tunnugorm" og óhreinatauskörfuna fyrir hindranir), setti snudduna í munnvikið (nokkuð sem ég hef aldrei séð hann gera áður), fór í skóna mína og hann sagði nokkur ný "orð" (hjóðasamsetningar).
Allan tíman var hann samt örlítið forvitinn en vildi fara jafn harðan og hann var búinn að sjá hvað litli bróðir var að gera. Við leyfum Björgvini auðvitað að sjá allt og erum meðvituð um að hann vilji kannski ekkert vera að glápa endalaust þannig að Björgvin fékk mikið frelsi í dag á heimilinu auk endalausrar athygli frá því okkar sem ekki var að sinna Þorgeiri.
Í kvöld komust við að því að þetta verður að öllum líkindum ekkert mál. Þorgeir var eitthvað órólegur í vöggunni sinni og tek ég hann upp og hef á öxlinni. Björgvin vill koma líka í fangið á mér þannig að ég ákveð að setjast niður á gólf svo að Björgvin sjái sem allra best hvað litli bróðir er að gera á öxlinni hans pabba. Björgvin fékk líka að koma við Þorgeir eins og hann vildi og varð ég fljótt var við það að Björgvin strauk litla bróður blíðlega (var "ahh" við litla bróður). Þegar Björgvin fékk hrós og hvatningu varð hann ofsalega kátur og hljóp fram, kom inn aftur, skríkti ennþá meir og fór þannig nokkrar ferðir fram og til baka. Skömmu seinna spyr Andrea Björgvin hvort þau ættu finna snuddu fyrir litla bróður. Björgvin tekur þá sína eigin snuddu út úr sér og réttir að Þorgeiri sem þá var kominn aftur í vögguna. Við urðum ekkert smá stolt af okkar manni enda fátt sem Björgvin elskar meira en snuðið sitt og það að hann sé tilbúinn að gefa litla (skrýtna) bróður snuðið sitt segir nánast allt sem segja þarf. Björgvin fékk auðvitað fullt af kossum og mikið hrós frá okkur báðum fyrir örlætið og varð klárlega afar stoltur af sjálfum sér.
Hann má vera það, enda alger engill !! :-)
maí 8, 2009
Stóri bróðir
Jæja, fyrsta vikan sem stóri bróðir var alveg ágæt.
Björgvin sýnir ekki mikil merki þess að vera afbrýðisamur, en hann er dálítið lítill í sér á dagheimilinu og þarf að láta "kela" sig aðeins meira en venjulega.
Að öðru leyti hefur hann lítinn áhuga á litla bróður en veit þó að við erum að tala um Þorgeir þegar við segjum "brói" við hann.
Annars er hreyfi- og félagsþroski í fullri þróun þessa dagana og orðið pabbi heyrist æ oftar (annars hefur það alltaf verið mamma yfir okkur bæði). Björgvin er farinn að setja upp "þrautabrautir" fyrir sig (með að rusla öllu til í stofunni og klifra svo í dótinu) og er orðinn ansi fær í að henda og sparka boltum.
Unnar tók sig til og keypti sand í sandkassann okkar og lagaði og málaði kofann í garðinum svo nú getur Björgvin fengið að rasa út heima hjá sér um helgar :-)
Húrra fyrir pabba!
Björgvin sýnir ekki mikil merki þess að vera afbrýðisamur, en hann er dálítið lítill í sér á dagheimilinu og þarf að láta "kela" sig aðeins meira en venjulega.
Að öðru leyti hefur hann lítinn áhuga á litla bróður en veit þó að við erum að tala um Þorgeir þegar við segjum "brói" við hann.
Annars er hreyfi- og félagsþroski í fullri þróun þessa dagana og orðið pabbi heyrist æ oftar (annars hefur það alltaf verið mamma yfir okkur bæði). Björgvin er farinn að setja upp "þrautabrautir" fyrir sig (með að rusla öllu til í stofunni og klifra svo í dótinu) og er orðinn ansi fær í að henda og sparka boltum.
Unnar tók sig til og keypti sand í sandkassann okkar og lagaði og málaði kofann í garðinum svo nú getur Björgvin fengið að rasa út heima hjá sér um helgar :-)
Húrra fyrir pabba!
maí 18, 2009
Sofið einn
Ég tók aðra rimlahliðina úr rúminu hans Björgvins í gær og ákvað að nú væri kominn tími til að hann færi að sofna í sínu rúmi.
Hann sofnaði þar í gær, með pabba sinn hjá sér og vaknaði ekki fyrr en um kl. 5 og kom þá uppí.
Reyndar var ekki mikið sofið eftir kl. 5 því Þorgeir var að drekka og Björgvin því bara vel vakandi og hress :-)
Morgunhaninn minn!
Hann og Unnar fóru því á fætur um 6 leytið en ég og Þorgeir kúrðum áfram til 9.
Ljós þessir synir okkar :-)
Hann sofnaði þar í gær, með pabba sinn hjá sér og vaknaði ekki fyrr en um kl. 5 og kom þá uppí.
Reyndar var ekki mikið sofið eftir kl. 5 því Þorgeir var að drekka og Björgvin því bara vel vakandi og hress :-)
Morgunhaninn minn!
Hann og Unnar fóru því á fætur um 6 leytið en ég og Þorgeir kúrðum áfram til 9.
Ljós þessir synir okkar :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli