október 9, 2007
Sturta
Eitt af því furðulegra sem ég hef verið að gera á þessari meðgöngu er að fara milljón sinnum á dag í sturtu.
Ég væri til í að vera ALLTAF í vatni.
Ég fór í sund og sturtu í fyrradag og í gær fór ég hvorki meira né minna en 3x í sturtu... þar af eina kl. 10 og svo aðra kl. 12.
Held að það hljóti að fara að koma á mig hreistur :-)
Ég væri til í að vera ALLTAF í vatni.
Ég fór í sund og sturtu í fyrradag og í gær fór ég hvorki meira né minna en 3x í sturtu... þar af eina kl. 10 og svo aðra kl. 12.
Held að það hljóti að fara að koma á mig hreistur :-)
október 10, 2007
Nýtt barn í fjölskyldunni
Jæja, Eygló og Óli loksins búin að eignast sitt fyrsta barn.
Litli prinsinn kom í heiminn í morgun um 7 leytið og reyndist vera 14 merkur, 52 sentimetrar :-)
En af okkur er það að frétta að loksins er kominn tímasetning á vaxtarsónarinn.
Hann verður á þriðjudaginn kl. 8:45.
Þá ræðst endanlega hvort ég ætla að eiga heima eða ekki.
Ef bebe verður meira en 16 merkur þá er ég ekki alveg viss um að ég vilji eiga hann án allra lyfja. Við sjáum til :-)
Litli prinsinn kom í heiminn í morgun um 7 leytið og reyndist vera 14 merkur, 52 sentimetrar :-)
En af okkur er það að frétta að loksins er kominn tímasetning á vaxtarsónarinn.
Hann verður á þriðjudaginn kl. 8:45.
Þá ræðst endanlega hvort ég ætla að eiga heima eða ekki.
Ef bebe verður meira en 16 merkur þá er ég ekki alveg viss um að ég vilji eiga hann án allra lyfja. Við sjáum til :-)
október 18, 2007
Ekki fer allt eins og áætlað er
Stundum grípa örlögin óþyrmilega í taumana og það er ekkert sem maður getur gert nema að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði.
Ég svaf yfir mig í vaxtarsónarinn á þriðjudaginn, en við fengum annan tíma í dag og mættum galvösk upp á fósturgreiningardeild til að fá að vita hvað prinsinn er stór.
Vaxtarsónar er ekki í skipulaginu hjá flestum og þarf maður að biðja sérstaklega um hann eða þá að ljósmæður senda konur í hann ef þær hafa áhyggjur af vexti og þroska barnsins.
Stundum er ég glöð yfir hvað ég er forvitin og þrjósk... því ég heimtaði vaxtarsónar upp á að vera ekki að reyna að eiga 5 kg. barn heima... það hefði sennilega ekki gengið án smá glaðlofts og aðstoðar.
Nú jæja, þar sem við erum í mestu makindum í sónarnum fáum við að vita það að erfinginn er sitjandi.
[Löng þögn hér]
Jámm, þar fóru draumar mínir um að eiga heima út um gluggann.
Ég á að fara í vendingu í fyrramálið til að reyna að snúa honum, en það eru bara 50% líkur á að það gangi og eitthvað af þeim börnum sem hægt er að venda, snúa sér hvort eð er aftur í sitjandi stöðu.
Þannig að ef vending tekst þá verð ég í eftirliti næstu vikurnar til að sjá hvort BH haldi sig á mottunni eða snúi sér aftur og ef vending tekst ekki þá fer ég í keisara (því ég neita að reyna sitjandi fæðingu).
Landspítali-háskólasjúkrahús, here I come.
P.s.
Hér er mynd af bebe svona til að sýna ykkur að hann er sko ekki með þetta fallega andlit í grindinni á mér (þar sem það Á að vera)

Hann er núna um það bil 3300 gr. (13,2 merkur) og frekar mikið legvatn hjá mér.
Ég svaf yfir mig í vaxtarsónarinn á þriðjudaginn, en við fengum annan tíma í dag og mættum galvösk upp á fósturgreiningardeild til að fá að vita hvað prinsinn er stór.
Vaxtarsónar er ekki í skipulaginu hjá flestum og þarf maður að biðja sérstaklega um hann eða þá að ljósmæður senda konur í hann ef þær hafa áhyggjur af vexti og þroska barnsins.
Stundum er ég glöð yfir hvað ég er forvitin og þrjósk... því ég heimtaði vaxtarsónar upp á að vera ekki að reyna að eiga 5 kg. barn heima... það hefði sennilega ekki gengið án smá glaðlofts og aðstoðar.
Nú jæja, þar sem við erum í mestu makindum í sónarnum fáum við að vita það að erfinginn er sitjandi.
[Löng þögn hér]
Jámm, þar fóru draumar mínir um að eiga heima út um gluggann.
Ég á að fara í vendingu í fyrramálið til að reyna að snúa honum, en það eru bara 50% líkur á að það gangi og eitthvað af þeim börnum sem hægt er að venda, snúa sér hvort eð er aftur í sitjandi stöðu.
Þannig að ef vending tekst þá verð ég í eftirliti næstu vikurnar til að sjá hvort BH haldi sig á mottunni eða snúi sér aftur og ef vending tekst ekki þá fer ég í keisara (því ég neita að reyna sitjandi fæðingu).
Landspítali-háskólasjúkrahús, here I come.
P.s.
Hér er mynd af bebe svona til að sýna ykkur að hann er sko ekki með þetta fallega andlit í grindinni á mér (þar sem það Á að vera)

Hann er núna um það bil 3300 gr. (13,2 merkur) og frekar mikið legvatn hjá mér.
október 19, 2007
Duglegur drengur
Jæja, eins og lög gera ráð fyrir var BH góður og stilltur strákur og fór í hálfan kollhnís fyrir mömmu sína.
Þetta var lygilega lítið vont... það var búið að segja mér að þetta væri ekki gott og það er rétt, en ég var búin að búa mig undir mikið meiri sársauka en þetta.
Reynir fæðingalæknir og Sigrún Perla fæðingalæknanemi snéru honum með einu handtaki :-)
Þetta var stór sniðugt.
Hann var ekki með rassinn skorðaðan ofan í grindina svo þau settu bara aðra höndina undir rassinn og hina ofan á kollinn og ýttu honum í rétta stöðu :-)
Eins og Aðalheiður minntist á hérna í athugasemd að framan, þá hefði ljósan átt að vera búin að sjá þetta, en samkvæmt skýrslunni minni þá fannst henni hann vera skorðaður í höfuðstöðu 25. september og hefur tékkað á því í hverri skoðun hingað til og alltaf sagt það sama.
Þess vegna kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær og mér brá talsvert.
Áhugamanneskja um heimafæðingar spurði hvort við gætum ekki átt heima þrátt fyrir þetta og svarið er jú.
En við ætlum samt aðeins að skoða málið.
Þetta var hálfgert áfall þarna í gær og ég held að ég hafi í fyrsta skiptið gert mér grein fyrir að það er margt sem getur farið úrskeiðis.
Mér finnst fæðing rosalega eðlilegur hlutur og langar að eiga heima, en þar sem þetta er fyrsta barn og ég veit EKKERT þá er kominn smá beygur í mig.
Ég var t.d. spurð í dag eftir vendinguna hvort ég hefði fundið einhverja samdrætti og sagði bara nei... því ég hef ekki hugmynd um hvernig samdráttarverkir eru!
Við skoðum þetta allt í rólegheitum næstu 15 daga og sjáum svo til.
Kannski verð ég aftur jákvæðnin uppmáluð og ótrúlega bjartsýn eftir nokkra daga... Pollýanna er nú ekki lengi að taka völdin í mér ;-)
Knús og kossar á línuna, æðislega gaman að þið skulið öll taka þátt í þessu með okkur, við eigum bestu "extended family" í heimi :-D
Þetta var lygilega lítið vont... það var búið að segja mér að þetta væri ekki gott og það er rétt, en ég var búin að búa mig undir mikið meiri sársauka en þetta.
Reynir fæðingalæknir og Sigrún Perla fæðingalæknanemi snéru honum með einu handtaki :-)
Þetta var stór sniðugt.
Hann var ekki með rassinn skorðaðan ofan í grindina svo þau settu bara aðra höndina undir rassinn og hina ofan á kollinn og ýttu honum í rétta stöðu :-)
Eins og Aðalheiður minntist á hérna í athugasemd að framan, þá hefði ljósan átt að vera búin að sjá þetta, en samkvæmt skýrslunni minni þá fannst henni hann vera skorðaður í höfuðstöðu 25. september og hefur tékkað á því í hverri skoðun hingað til og alltaf sagt það sama.
Þess vegna kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær og mér brá talsvert.
Áhugamanneskja um heimafæðingar spurði hvort við gætum ekki átt heima þrátt fyrir þetta og svarið er jú.
En við ætlum samt aðeins að skoða málið.
Þetta var hálfgert áfall þarna í gær og ég held að ég hafi í fyrsta skiptið gert mér grein fyrir að það er margt sem getur farið úrskeiðis.
Mér finnst fæðing rosalega eðlilegur hlutur og langar að eiga heima, en þar sem þetta er fyrsta barn og ég veit EKKERT þá er kominn smá beygur í mig.
Ég var t.d. spurð í dag eftir vendinguna hvort ég hefði fundið einhverja samdrætti og sagði bara nei... því ég hef ekki hugmynd um hvernig samdráttarverkir eru!
Við skoðum þetta allt í rólegheitum næstu 15 daga og sjáum svo til.
Kannski verð ég aftur jákvæðnin uppmáluð og ótrúlega bjartsýn eftir nokkra daga... Pollýanna er nú ekki lengi að taka völdin í mér ;-)
Knús og kossar á línuna, æðislega gaman að þið skulið öll taka þátt í þessu með okkur, við eigum bestu "extended family" í heimi :-D
október 24, 2007
Meiri sónar og stöff
Við fórum í mæðraskoðun í gær og ljósan þorir bara ekki að segja neitt um hvernig bumbuskrímslið snýr, þannig að við förum aftur í sónar á föstudaginn.
Ég held að BH hafi snúið sér aftur á rassinn um leið og hann fékk tækifæri til (svona sólarhring eftir vendingu) og sé ekkert á leiðinni út með höfuðið á undan... en við vonum það besta og sjáum hvað gerist á föstudaginn :-)
Ég held að BH hafi snúið sér aftur á rassinn um leið og hann fékk tækifæri til (svona sólarhring eftir vendingu) og sé ekkert á leiðinni út með höfuðið á undan... en við vonum það besta og sjáum hvað gerist á föstudaginn :-)
október 26, 2007
Snillingurinn minn
Sónarinn í morgun staðfesti það sem ég var eiginlega alveg viss um í gær.
Litli maðurinn snýr aftur rétt... eins og hann á að gera... með höfuðið ofan í grindina!
Húrra!
Þegar ég vaknaði í gærmorgun þá fannst mér staðan á honum vera öðruvísi, það var meira pláss uppi við rifbeinin og kúlan var 'neðar'. Ég sagði við stelpurnar í mömmuhittingnum að ég væri viss um að hann væri farinn að haga sér betur og það reyndist rétt :-)
Þessi elska, hugsa um mömmu sína.
En nú er ég búin að taka endanlega ákvörðun um fæðingarstað.
Ég ætla að eiga upp á Hreiðri. Það er augljóslega svo stutt á milli "allt er í lagi" og "allt er EKKI í lagi" að ég tek ekki sjensinn á að hlutirnir fari ekki 100% á besta veg.
Svona verður maður bara að hugsa og vera sveigjanleg.
Ég fæði bara næsta barn heima ;-)
Litli maðurinn snýr aftur rétt... eins og hann á að gera... með höfuðið ofan í grindina!
Húrra!
Þegar ég vaknaði í gærmorgun þá fannst mér staðan á honum vera öðruvísi, það var meira pláss uppi við rifbeinin og kúlan var 'neðar'. Ég sagði við stelpurnar í mömmuhittingnum að ég væri viss um að hann væri farinn að haga sér betur og það reyndist rétt :-)
Þessi elska, hugsa um mömmu sína.
En nú er ég búin að taka endanlega ákvörðun um fæðingarstað.
Ég ætla að eiga upp á Hreiðri. Það er augljóslega svo stutt á milli "allt er í lagi" og "allt er EKKI í lagi" að ég tek ekki sjensinn á að hlutirnir fari ekki 100% á besta veg.
Svona verður maður bara að hugsa og vera sveigjanleg.
Ég fæði bara næsta barn heima ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli