mánudagur, 7. september 2009

júlí 2008 Archives

júlí 16, 2008

Öppdeit

Æi já, við erum löt að skrifa.
En Björgvin ætlar að verða fulltenntur fyrir fyrsta afmælisdaginn og tennurnar raðast upp í hann :-)
Nú eru hliðar framtennurnar komnar í gegn líka og byrjað að skína aðeins í "vígtennurnar" :-þ
Þegar þær detta inn verða komin 8 stykki af tönnum upp í krakkann!
Hann er ekkert að taka eina og eina í einu... nei, nei, þær koma alltaf í pörum.
Reyndar finnst mér alveg kominn tími á að fá fleiri tennur í neðri góm :-)
Björgvin er farinn að borða meira en áður og því minnka pelagjafirnar jafnt og þétt. Við erum komin niður í svona 4 pela á dag (5 suma daga) og 2 fastar máltíðir (3 suma daga).
Ávaxtamauk og seríos er best en guttinn lætur sig hafa það að borða grænmeti (spínat, gulrætur, sætar kartöflur) en hann er ekki hrifinn af venjulegum kartöflum.
Fínhreyfingarnar hjá honum eru orðnar svo rosalega góðar að hann fer létt með að taka upp seríos og stinga því upp í sig.
Reyndar eru ennþá áhöld um hvort hann verður rétt- eða örvhentur (sem mér finnst vera mjög un-PC orð) því hann notar hægri og vinstri til jafns (kannski verður hann jafnvígur eins og Þröstur ömmubróðir sem skrúfar og skrifar á sama tíma ;-)
Snillingurinn er hinsvegar ekki farinn að skríða (nema aftur á bak) ennþá og það er varla að hann velti sér neitt. Hann getur það (við höfum séð hann) en hann 'nennir' því bara alls ekki :-D
Þar til næst.

júlí 31, 2008

Nú jæja..

Fæðingarorlofið mitt að verða hálfnað og ég ekki búinn að skrifa einn staf um hvað við Björgvin erum að gera.
Nú þegar mamma er í vinnunni að flokka skjöl, þá erum við feðgarnir heima í rólegheitunum. Við höfum farið í nokkrar gönguferðir, fullt af bíltúrum, skoðað okkur um og í methitanum í gær fórum við labbandi um Laugaveginn og miðbæinn í Reykjavík. Við erum einnig oft í búðarrápi fyrir mömmuna og okkur sjálfa.
Í dag er Björgvin hins vegar með smávægilegan hósta þannig að ég ætla ekki að fara á mikið flakk í dag. Um daginn fórum við í Hellisgerði í Hafnarfirði og skemmtum okkur alveg konunglega. Þar var fullt af krökkum að leika sér og vaða í tjörninni þar. Síðustu helgi voru allir í Kolaportinu að selja geisladiska, bækur og fleira og heillaði Björgvin alla sem áttu leið hjá upp úr skónum. Mjög spennandi allt saman. Annars er lítið af okkur að segja, flutningar á næsta leiti og allt sem því fylgir.
Meira síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli