- Kom í heiminn 10. nóvember 2007 klukkan 01:38 eftir miðnætti
- Vó 3.675 gr. og var 50 cm. Höfuðmál var 35 cm.
- Fæddist skolhærður og bláeygður (eins og öll börn) en mömmu finnst hún sjá smá grænt í þeim ;-)
Nafnið Björgvin Hrafnar er hægt að beygja á tvennan hátt en við foreldrarnir erum búin að sættast á að beygingin sem við ætlum að notast við sé:
(nf) Björgvin Hrafnar
(þf) Björgvin Hrafnar
(þgf) Björgvini Hrafnari
(ef) Björgvins Hrafnars
Nafnið Björgvin merkir vinur sem bjargar.
Samsett úr forskeytinu Björg (hjálp) og viðliðnum vin (vinur).
Hrafnar er fleirtalan af Hrafn (fuglinn)
Hrafnarnir Huginn og Muninn eru þeir sem flytja Óðni fréttir og er nafnið dregið af þeim.
Ástæða þess að nafnið var valið er sú að föðurafi Unnars heitir Björgvin og frændi minn og góður vinur, Björgvin Davíð heitinn, bar einnig þetta fallega nafn.
Þegar ég var ófrísk og við að ræða nöfn á barnið, kom þetta mjög snemma í umræðuna og þegar mig dreymdi Björgvin Davíð nokkrum dögum seinna, kom ekki annað til greina en að láta soninn heita því.
Björgvin er líka fallegt nafn sé hugsað út frá eiginlegri merkingu þess, bjargandi vinur.
Hrafnar er svo Óðinskenning þar sem Björgvin er í ásatrúarfélaginu eins og mamman.
Ég hét á Óðinn að ef hann léti allt ganga vel og verndaði soninn, yrði Björgvin Hrafnar alinn upp í vorum sið.
Svo finnast mér hrafnar (Corvus Corax) líka skemmtilegustu fuglarnir og ekki skemmir hvað þeir eru trygglyndir, til að mynda eiga þeir sama makan ævilangt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli