mánudagur, 7. september 2009

apríl 2008 Archives

apríl 10, 2008

Ekki dautt blogg ennþá...

... en eins og hún sagði, við erum afskapælega löt við að uppfæra.
Annars þá hefur eitt og annað gerst.
Björgvin fór í fyrsta sinn í ungbarnasund á laugardaginn var. Honum þótti það rosalega gaman og skemmti sér heilmikið. Við tókum myndir og mér skilst að eitthvað af þeim séu komnar á flickrsíðuna hjá Andreu.
Í þessari viku hefur Björgvin hinsvegar tekið upp á því að syngja. Það er æðislegt að hlusta á hann prófa sig áfram í að gefa frá sér tóna, og ekki bara eitthvað gaul, alveg ofsalega fallega og milda tóna.
Nú bíð ég með videomyndavélina tilbúna til að allir geti heyrt.

apríl 12, 2008

Umgangspestin

English in a link below.
Já, þá er umgangspestin komin í hús. Á miðvikudaginn var hittingur heima hjá okkur og á fimmtudaginn var Björgvin orðinn veikur. Hann ældi rosalega mikið yfir mömmu sína og á stofugólfið hjá ömmu Sillu. Á föstudaginn var Björgvin orðinn mikið skárri en þá var ég orðinn veikur líka. Var lystarlaus og með niðurgang mest allan föstudaginn þegar ég var heima með Björgvin. Um kvöldið var planið að borða lambalæri með nokkrum félögum. Þegar ég var kominn á staðinn var ekki við neitt ráðið og ældi ég óvænt heilmikið í klósettið hans Sigurjóns (afsakaðu lyktina). Hætti ég við að þiggja veigarnar og hélt heim á leið enda ekki til stórræðanna þennan daginn. Báðir erum við á góðum batavegi og höfum það kósý heima í dag.
Við þurftum að gefa Björgvini sykurvatnsblöndu í stað mjólkur því þurrmjólkin er svo þung í maga að hún kemur bara upp aftur. Svo er gefið í smáum skömmtum og oft á dag, kannski 30ml pr. gjöf. Svo er mjólkinni bætt við gjöfina með vatninu, aftur í smáum skömmtum. Annars höfum við það mjög gott. Ef Andrea veikist ekki líka þá fer hún á Broadway sýningu í kvöld. Ég veit ekki hvort ég fer að vinna á morgun, það fer eftir hvernig mér vegnar í dag (so far so good).
Continue reading "Umgangspestin" »

apríl 18, 2008

Tannálfur!

Fyrstu tennurnar fundust í dag um kl. 17.10.
Ég og Sigríður Ásta vorum með Björgvin Hrafnar í Kringlunni og Sigga fór að spyrja hvort hann væri að fá tennur.
"Nei, nei" segi ég, "það gerist svona milli 6 og 8 mánaða".
Svo fór ég eitthvað að hugsa um þetta og stakk puttanum upp í Björgvin og getið hvað?
Tönn!
Svo fer Sigga líka að kíkja og sér aðra tönn!
Sú er reyndar ekki komin upp, en er það nálægt því að hún sést :-)
Svo litli karlinn fékk sitthvorn 1000 kallinn frá okkur inn á bókina sína í tannfé :-D
Bjó líka til email handa honum til að hægt væri að senda tilkynningar í pósti um svona millfærslur til hans :-þ
Mamma heldur að það verði gaman fyrir hann að eiga slíkar upplýsingar þegar hann verður stærri... en mamma hans er líka spes :-þ

apríl 23, 2008

Fyrsta útskriftin

Í dag var Björgvin útskrifaður af sjúkraþjálfaranum eftir að hafa komið bara tvisvar. Hann er að stykjast heilmikið, sýnir mikil og góð viðbrögð, getur teygt sig hvert sem er og er orðinn afar stæltur strákur. Við höfum líka verið dugleg að láta hann liggja á maganum og hvatt hann áfram við það. Í tímanum í morgun fengum við svo líka að sjá nokkrar æfingar sem munu styrkja bolvöðvana (held ég hafi þetta rétt eftir). Andrea ætlar að kaupa frauðdýnur og svo verður leikið sér og æft af kappi á stofugólfinu.

apríl 24, 2008

Tanntöku eyðublað

Fann á netinu mjög krúttlegt tanntökueyðublað og ákvað að íslenska það og setja það hér svo allir geti búið til sæta skrá fyrir börnin sín :-)
Við erum sko strax komin með svona :-D
Picture%20110.jpg

Engin ummæli:

Skrifa ummæli