mánudagur, 7. september 2009

febrúar 2009 Archives

febrúar 8, 2009

Mæðraskoðun, fæðingarlæknir og áhyggjur.

Jæja, ekkert bloggaði heillengi svo ég bæti úr því núna með langri færslu :-)
28. janúar fór ég í mæðraskoðun í fyrsta sinn í 10 vikur.
Þar kom í ljós að blóðþrýstingurinn var dálítið hár eða 145/95 og var mér gert að hætta að drekka kaffi, slaka á, nota lyftur en ekki stiga og ekki fara í heita potta eða heitt bað.
Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu ekki alveg og var í skólanum til kl. 17.30 þennan sama dag.
Reyndar var ég heima með tærnar upp í loft næstu tvo daga á eftir, sem augljóslega skilaði einhverjum árangri því ég fór í mælingu þann þrítugasta og var þá 135/85 sem er mikið betra.
3. febrúar fór ég svo í sykurþolspróf sem kom ágætlega út. Reyndar var upphafs blóðsykurinn hjá mér ekki alveg eins og best er á kosið (5,5) en ég stíla það á að ég átti að vera fastandi frá kl. 22 kvöldið áður en gleymdi mér aðeins og var fastandi frá svona 23.
Lokagildið var svo 5,1 sem er mjög gott, en miðgildið var 8,5 sem er frekar hátt og þýðir það að ég vinn mjög hægt úr sykrinum og á því að forðast einföld kolvetni eins og heitan eldinn.
5. feb. var svo komið að stóra deginum!
Viðtalið við fæðingalækni þar sem tekin yrði "lokaákvörðun" um hvort ég færi í keisara eða ekki.
Viðtalið gekk svo sem ágætlega, en Þóra Steingrímsdóttir fæðingalæknir náði samt að telja mig af því að "heimta" keisara og reyna venjulega fæðingu ef allt annað gengur ok á meðgöngunni.
Eins og glöggir lesendur muna kannski þá stækkaði BH ekki á milli vikna í endan og var tekinn með keisara eftir 41 viku með kalkaða fylgju og brúnt legvatn og til að lenda ekki í því aftur fer ég í vaxtarsónar á 35tu og 38undu viku.
Ef vaxtarsónarinn er góður og dex hefur stækkað, þá verð ég sett af stað á fertugustu viku, en ef vaxtarsónarinn er ekki góður þá verð ég skorin fyrir 40tugustu viku.
So, ennþá einhverjar líkur á öðrum keisara, sem mér finnst hið besta mál.
Ég held nefnilega að ég sé hrædd við eðlilega fæðingu eftir ganginn með BH og ætla að smella mér niður á lansa við tækifæri og tala við teymið "ljáðu mér eyra" og sjá ef ég fæ einhverja lausn á þessari hræðslu minni.
Svo er blóðprufa í fyrramálið til að sjá hvernig ég er í járni (búið að vera lágt) og TSH (heiladingulshormónið sem stjórnar skjaldkirtlinum).
Svo verð ég sennilega blóðþrýstingsmæld til að allt sé ok :-)
En (og hér kemur aðalinnihald færslunnar) ég las viðtal um daginn þar sem kona sem átti "eðlilega" dóttur og svo son með Downs og hún var að tala um að á meðgöngunni með soninn hefði hún alltaf verið að spá í hvort það væri rétt að hreyfingarnar hjá honum væru veikari og færri en hjá stelpunni. Hún vissi sum sé ekki að hún væri með Downs barn því hún fór ekki í hnakkaþykktarmælingu.
Nú fór ég ekki í hnakkaþykktarmælinguna heldur og mér er búið að finnast alla meðgönguna að þessi hreyfi sig mun minna en BH. Og eftir að hafa lesið þessa grein er ég í massívu sjokki.
Hvað ef barnið mitt er með Downs? Hvernig höndla ég það? Höndla ég það yfirleitt?
Í fyrsta skiptið síðan ég varð ófrísk er ég með áhyggjur :-(

Engin ummæli:

Skrifa ummæli