maí 1, 2007
Mynd frá helginni

Við erum sennilega lúðar að hafa farið í húsdýragarðinn barnlaus.
En mér er alveg sama :-)
Selir eru sætir, gyltur eru bleikar og kýr eru hlýjar.
Og ég fékk að klappa fullt :-D
maí 7, 2007
Hræðsla
Í vinnunni í gær fór ég að finna fyrir einhverjum verkjum í kviðnum og fékk örlítið áfall, sérstaklega þar sem allt hefur gengið fullkomlega frá upphafi (er á 14. viku).
Unnar kom og sótti mig í vinnuna og við fórum upp á læknavakt, þar sem meðgöngudeildin vill ekki taka við manni án tilvísunnar. Læknirinn þar (Hörður, ótrúlega næs læknir) vildi meina að þetta væri botnalnginn en ekki barnið og sendi mig á bráðamóttökuna þar sem blóð og þvag var skoðað í þaula. Ekkert fannst að mér en læknirinn sem tók við mér, vildi meina að þetta væri fylgjan að festa sig við legið og eitthvað þannig.
Ég var ótrúlega hrædd, kannski sérlega út af því að ekkert hefur verið að og ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum nema aumum geirvörtum og grátgirni. Allt annað hefur verið eitthvað svo frábært.
Ég 'hélt' á tímabili að ég væri að missa barnið og sat inn á kaffistofu og grét. Svo hristi ég nú af mér þessar neikvæðu hugsanir og beið róleg eftir Unnari.
Mér líður bara vel í dag, er hress og verkjalaus :-)
Ómskoðun á fimmtudaginn !
Unnar kom og sótti mig í vinnuna og við fórum upp á læknavakt, þar sem meðgöngudeildin vill ekki taka við manni án tilvísunnar. Læknirinn þar (Hörður, ótrúlega næs læknir) vildi meina að þetta væri botnalnginn en ekki barnið og sendi mig á bráðamóttökuna þar sem blóð og þvag var skoðað í þaula. Ekkert fannst að mér en læknirinn sem tók við mér, vildi meina að þetta væri fylgjan að festa sig við legið og eitthvað þannig.
Ég var ótrúlega hrædd, kannski sérlega út af því að ekkert hefur verið að og ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum nema aumum geirvörtum og grátgirni. Allt annað hefur verið eitthvað svo frábært.
Ég 'hélt' á tímabili að ég væri að missa barnið og sat inn á kaffistofu og grét. Svo hristi ég nú af mér þessar neikvæðu hugsanir og beið róleg eftir Unnari.
Mér líður bara vel í dag, er hress og verkjalaus :-)
Ómskoðun á fimmtudaginn !
maí 8, 2007
Seint og um síðir

birtast myndir á síðunni.
Þessi er tekin á Akureyri 4. apríl.
Bebe er svona um 2,5 cm á þessari mynd... tröllvaxið í miðað við fyrstu myndina :-)
Núna ætti það reyndar að vera um 14 cm. Sem er náttúrulega HUGES!
Það er eins og frá vinstri enda grænu stikunnar hérna uppi og að 'leita' boxinu!
Ég næ einhvern veginn ekki að 'vefja huganum' utan um þessa staðreynd :-)
Það er sónar á fimmtudaginn... sendi myndina strax inn ;-)
maí 10, 2007
Mæðraskoðun
Jæja, mæðraskoðunin var fín. Ljósan heitir Dagný Zoëga og er mjög fín, en Kristbjörg er auðvitað mín ljósa og ég læt hana vita um allt sem gerðist í skoðuninni.
Sem var nú reyndar ekki mikið. Við fengum ekki að fara í sónar því ég vil ekki fara í hnakkaþykktarmælingu, en við ætlum samt að fara (3.500 kall) og eigum tíma 15. maí.
Heyrðum hjartsláttinn og núna fyrst finnst mér ég vera ófrísk... Það er í alvöru lítið barn að vaxa þarna inni :-D
Follow the 'Lesa meira "Mæðraskoðun" link to get the English version Abrenna :-)
Sem var nú reyndar ekki mikið. Við fengum ekki að fara í sónar því ég vil ekki fara í hnakkaþykktarmælingu, en við ætlum samt að fara (3.500 kall) og eigum tíma 15. maí.
Heyrðum hjartsláttinn og núna fyrst finnst mér ég vera ófrísk... Það er í alvöru lítið barn að vaxa þarna inni :-D
Follow the 'Lesa meira "Mæðraskoðun" link to get the English version Abrenna :-)
maí 15, 2007
Nýju sónar myndirnar
Bebe er orðið svona 15 sentimetrar og hér eru 2 bestu myndirnar af því :-)

Allt bebe.

'thumbs up'

Allt bebe.

'thumbs up'
maí 17, 2007
Ja hérna?!?
Það er að verða mánuður síðan ég setti eitthvað inn á bebe-bloggið.. ekki það að ég hafi gleymt því að hún elsku Andrea mín sé ólétt, heldur er það frekar að hjá okkur gengur nánast allt sinn vanagang. Ég finn aðallega fyrir spenningi, tilhlökkunar og örlítils kvíða. Kvíðinn er bara það að ég er að fara að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. ...Hver hefur fengið "upphitun" í því að eignast erfingja... ? Kvíðnn minn er líka eitthvað sem ekki á að hafa áhyggjur af. Ljósan sagði að okkur yrði kennd öll umhirða við barnið og Andrea er jafnfróð og ég þannig að við stöndum bæði jafnfætis í þessu efni. Þannig að, ERGO = engu er að kvíða. :-)
Ég er samt ekkert alger nýliði, ég hef passað og allt það... Passaði t.d. litlu frænku mína, hana Karenu, sem fyrir 10 dögum eignaðist sjálf pínulítinn krónprins. Komst nýlega að því að Karen og Lalli voru með bloggsíðu á barnaland.is svo að ég kíkti þangað og hann Kristján Bjarni er svooo sætur! :-D Til hamingju Karen og Lalli *veifar*
Þessi gleðilegi viðburður í fjölskyldunni gerði ekkert nema æsa mig upp, ég get varla beðið allar þessar vikur í viðbót eftir okkar bebe. Ég skal finna upp örbylgjuóléttuna, eða eitthvað álíka :-D
Ég er samt ekkert alger nýliði, ég hef passað og allt það... Passaði t.d. litlu frænku mína, hana Karenu, sem fyrir 10 dögum eignaðist sjálf pínulítinn krónprins. Komst nýlega að því að Karen og Lalli voru með bloggsíðu á barnaland.is svo að ég kíkti þangað og hann Kristján Bjarni er svooo sætur! :-D Til hamingju Karen og Lalli *veifar*
Þessi gleðilegi viðburður í fjölskyldunni gerði ekkert nema æsa mig upp, ég get varla beðið allar þessar vikur í viðbót eftir okkar bebe. Ég skal finna upp örbylgjuóléttuna, eða eitthvað álíka :-D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli