mánudagur, 7. september 2009

desember 2008 Archives

desember 3, 2008

Stressaða mamman

Kannski vegna þess að ég er að byrja í prófum, kannski vegna þess að Dex hreyfir sig lítið, þá er ég búin að vera stressuð yfir að allt sé í lagi síðustu daga.
Ég kom mér því niður í Keflavík í gær og fór á Heilbrigðisstofnunina í hjartsláttarmælingu.
Hjartslátturinn var sterkur og vel greinanlegur, 150-160 slög... það náðist ekki nákvæm talning.
Mýtan um að stelpu-hjartsláttur sé hraðari en stráka-hjartsláttur er bull og vitleysa.
Sagt er að stelpur séu með yfir 140 slög og stákar undir 140 slögum, en Björgvin var alltaf með um 153 og hann er eins mikill strákur og hægt er að vera... og þangað til 9. des er ég 99% viss um að Dex er líka strákur :-)
Mér á illilega eftir að bregða í brún ef dex reynist svo vera stelpa :-þ
En það myndi sko ekki gera neitt til... Jóhanna er búin að lofa kjólum og stelpu stöffi svo við værum í góðum málum :-)
Stelpur eru líka frábærar... amk finnst mér það og ég er stelpa :-D

desember 13, 2008

Kynið

Hér að neðan er kynið opinberað.
Best að hafa það ekki á forsíðunni ef vera skildi að Brynja kíkti hingað!

Bebe 2 er líka strákur :-)
Við erum endalaust hamingjusöm með það :-D

20 vikna sónar

Loksins hafði ég mig í að skanna sónarmyndirnar og hér sjáið þið forsmekkinn af Bebe 2, fallegasta fóstur í heimi!
F%F3tur.jpg
Dásamlegar litlar táslur!
vangasvipur.jpg
Alveg eins og stóri bróðir :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli