febrúar 23, 2007
Prufudagurinn
Línan sést illa, en það er vegna mikillar vatnsdrykkju kvöldið áður ef ég skil rétt :-)
Fyrir nokkrum dögum (svona um 18.-19. feb.) fór mig að gruna að ég væri ófrísk.
Öll einkenni meðgöngu voru að láta á sér kræla (óvenju snemma skilst mér).
Ég var alltaf þreytt og orkulaus, með bólur (sem er MJÖG óvanalegt fyrir mig), aum í brjóstunum, tilfinningasöm og allt heila klabbið!
Ég sagði ekkert við Unnar fyrr en á þriðjudeginum, því ég var að bræða með mér hvort þetta stæðist þar sem nýr tíðahringur átti ekki að hefjast fyrr en 1. mars.
Sem þýðir að getnaðurinn varð sennilega 12.-13. feb. og það er bara fríkí að "vita" svona eftir tæpa viku !
Samt er sagt á öllum vefsíðum að þetta sé vika 3. Svo við höldum okkur við þá skilgreiningu.
Unnar varð mjög glaður við þessar óvæntu fréttir og við helltum okkur út í "meðgönguna".
Við skoðuðum meðgöngureikna (pregnancy calculators) og greinar um meðgöngu næstu daga og spáðum í hvort við ættum að taka prufu strax eða geyma það þar til eftir að næstu blæðingar ættu að hefjast.
Ég varð náttúrulega að gera eins og kvenna er vani og segja Sigríði Ástu frá þessu. Hún er nú einu sinni besta vinkona mín :-)
Hún "þvingaði" mig til að kaupa óléttuprufu sem heitir 'On Call' og mælir mjög lítið magn MF (meðgönguhormón fylgju (e: hCG (human chorionic gonadotropin)) í þvagi. Venjuleg próf mæla víst ekki fyrr en eftir að MF er 50 en 'On Call' mælir um leið og MF er orðið 10.
Svo í morgun um 9 leytið stökk ég fram á bað og pissaði á prikið :-)
Skreið svo auðvitað aftur upp í rúm til Unnars og knúsaði hann í þessar 3 mínútur sem við áttum að bíða.
Hann fékk svo þann heiður að skoða prikið og sá 2 línur, ein var mjög skýr (viðmiðunar línan) og hin var dauf... en sjáanleg :-)
Sum sé, ég er með barni og við erum að verða foreldrar !!!
Ég ætla að hafa þetta blogg til að leyfa öllum að fylgjast með hvernig við höfum það (öll þrjú), hvað við erum að spá, hvernig líkamleg heilsa mín er og hvernig andleg heilsa Unnars verður :-þ
Njótið.
febrúar 27, 2007
Já, þar hafið þið það..
Ég er búinn að vera í skýjunum yfir þessu öllu, hef engum sagt ennþá... ...Andrea sér alveg um þá deild eins og er ;-)
Það flýgur afskaplega margt upp í hugann, og allt saman á ógnarhraða þannig að fyrsta hugsun klárast ekki heldur koma 3 aðrar hugsanir ofan á hana. Síðan koma 3 hugsanir ofan á þessar þrjár og þannig áfram og áfram uns maður verður að hætta. Það er ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað neikvætt, heldur þvert á móti. Ég er mjög glaður yfir þessu. ... ...
Krapp! ég kann ekki að skrifa svona :-S
Það kemur með æfingunni.
Það flýgur afskaplega margt upp í hugann, og allt saman á ógnarhraða þannig að fyrsta hugsun klárast ekki heldur koma 3 aðrar hugsanir ofan á hana. Síðan koma 3 hugsanir ofan á þessar þrjár og þannig áfram og áfram uns maður verður að hætta. Það er ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað neikvætt, heldur þvert á móti. Ég er mjög glaður yfir þessu. ... ...
Krapp! ég kann ekki að skrifa svona :-S
Það kemur með æfingunni.
Þreytt
Ég vaknaði í morgun til að fara í próf, fór svo í skólasöfnin og svo heim... að sofa.
Lúrði þangað til rétt áðan en gæti sko alveg sofið lengur, meira að segja í þessu frábæra veðri!
Ég var ekki búin að gera mér grein fyrir að þessi mikla þreyta fylgdi.... eins og ég eigi ekki eftir að verða þreyttari (!) með tímanum :-/
Ég neyðist þá bara til að leggja mig af og til :-þ
Ég fór líka á bókasafnið í gær til að sjá hvort ekki væru til bækur um meðgöngu og svona, því það er heilmikið mál að finna út hvað maður á að gera til að byrja með.
Ég vissi t.d. ekki hvað væri fyrsta skrefið í læknamálum.
Eftir miklar yfirlegur á netinu og hjálp frá Gullý og Eygló (báðar ófrískar líka), komst ég að því að maður byrjar víst á að hringja á heilsugæslustöðina sína og fær þar tíma hjá lækni.
Ég gæti þurft að fara í snemmsónar því ég veit ekki alveg hvað ég er komin langt... kannski 4 vikur, en kannski heilar 8!
Það er smá munur þarna á :-þ
Bækurnar sem ég tók svo á bókasafninu eru báðar enskar, þar sem lítið virðist vera skrifað um meðgöngu á Íslensku.
En það var eitt sem stakk mig við lestur þessara bóka (já auðvitað er ég búin með þær).
Breskar konur fá fæðingarorlof og greiðslur eins og við hinar, en þær fá líka ókeypis til tannlæknis, afslátt af meðgöngufatnaði og ýmis konar aðstoð sem okkur Íslenskum stöllum þeirra er ekki boðið uppá.
Ég veit ekki einu sinni almennilega hvað ég þarf að sækja um til að fá eitthvað borgað á meðan ég verð í fæðingarleyfi frá skólanum... ekki borgar LÍN mér námslánin á meðan.
Fæðingarstyrkur er víst eitthvað... en hvar og hvernig maður fær svoleiðis veit ég ekki.
Lúrði þangað til rétt áðan en gæti sko alveg sofið lengur, meira að segja í þessu frábæra veðri!
Ég var ekki búin að gera mér grein fyrir að þessi mikla þreyta fylgdi.... eins og ég eigi ekki eftir að verða þreyttari (!) með tímanum :-/
Ég neyðist þá bara til að leggja mig af og til :-þ
Ég fór líka á bókasafnið í gær til að sjá hvort ekki væru til bækur um meðgöngu og svona, því það er heilmikið mál að finna út hvað maður á að gera til að byrja með.
Ég vissi t.d. ekki hvað væri fyrsta skrefið í læknamálum.
Eftir miklar yfirlegur á netinu og hjálp frá Gullý og Eygló (báðar ófrískar líka), komst ég að því að maður byrjar víst á að hringja á heilsugæslustöðina sína og fær þar tíma hjá lækni.
Ég gæti þurft að fara í snemmsónar því ég veit ekki alveg hvað ég er komin langt... kannski 4 vikur, en kannski heilar 8!
Það er smá munur þarna á :-þ
Bækurnar sem ég tók svo á bókasafninu eru báðar enskar, þar sem lítið virðist vera skrifað um meðgöngu á Íslensku.
En það var eitt sem stakk mig við lestur þessara bóka (já auðvitað er ég búin með þær).
Breskar konur fá fæðingarorlof og greiðslur eins og við hinar, en þær fá líka ókeypis til tannlæknis, afslátt af meðgöngufatnaði og ýmis konar aðstoð sem okkur Íslenskum stöllum þeirra er ekki boðið uppá.
Ég veit ekki einu sinni almennilega hvað ég þarf að sækja um til að fá eitthvað borgað á meðan ég verð í fæðingarleyfi frá skólanum... ekki borgar LÍN mér námslánin á meðan.
Fæðingarstyrkur er víst eitthvað... en hvar og hvernig maður fær svoleiðis veit ég ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli