fimmtudagur, 27. janúar 2011

Daglegir hlutir

Fátt merkilegt hefur gerst. Dagarnir líða hjá hver af öðrum. Helstu fréttir eru þær að engar pestir hafa hrjáð okkur, merkilegt nokk (þær hljóta að mæta í röðum þegar þær hafa lesið þetta), Björgvin eykur orðaforðan í hverri viku. Núna eru t.d. orðin "risastórt" og "einmitt" mikið notuð. Svo er BH farinn að syngja heilan helling eins og "litlar mýs um löndin öll, liggja nú og sofa" (syngur ekki fyrstu línurnar, bara þessar tvær), "ég heiti bogg-o-ba-i-ja*" (*Keli káti karl)" og hann er svo lagviss að það er hreint ótrúlegt! :-)
BH er hættur að sofa á daginn, það var byrjað á því í kringum áramótin og hefur það gengið ótúlega vel flesta daga, en hann er óneitanlega framlágur upp úr klukkan 8 á kvöldin, sem fyrir okkur foreldrana er bara hið besta mál, enda er hann þá ekki að vaka til klukkan 11 á kvöldin líkt og áður.. :-D

Sömuleiðis er BH farinn að þakka fyrir daginn, og matinn... svona oftast, stundum er smá fýla og þá er ekki sagt neitt.

Þorgeir er enn að gera ALLT eins og stóri bróðir og í síðustu viku náði hann þeim áfanga að klifra upp í kojuna hjá BH hjálparlaust. Þá er bara að vona að barnið detti ekki harkalega niður þegar fara á til baka. Því miður er skapið að fara soldið með litla manninn og er hann stundum óþarflega duglegur að bíta frá sér á leikskólanum. Annars nálgast hann fatastærðina hans BH óðfluga og erum við að giska á að þeir bræður muni nota sömu fatastærð áður en árið er liðið.
ÞÚ er einnig farinn að tala heilan helling. Allt er enn í stikkorðum "skamm", "drekka", "voff", "bílana" o.þ.h. en alltaf bætast ný og ný orð við þannig að sá litli gerir sig skiljanlegri með hverri vikunni sem líður..

Við erum oggulítið farin að hugsa til sumarsins, en ef fram heldur sem horfir þá munum við líklegast nota 5 vikur í sumar fyrir strákana, 1 fyrir bara BH, 3 fyrir þá báða og svo 1 fyrir bara ÞÚ.