laugardagur, 5. nóvember 2011

Koppastúss

Það hefur vægast sagt gengið illa að fá Björgvin á kopp/klósett, en við byrjuðum í haust og það hefur gengið vel að pissa í koppinn, en hann hefur ekki viljað kúka í hann.
Við vitum ekki hverju sætir, en eitthvað var að aftra honum frá þessum verknaði.

Í dag kúkaði hann í koppinn í fyrsta sinn!

Vonandi er þetta merki um framfarir og að loksins, loksins sé hann hættur með bleyju!