... eins gott að ég er með svona barnabók líka :)
Síðustu viku eru strákarnir búnir að vera með augnsýkingu sem er að ganga, fyrst Þorgeir og nú Björgvin.
Þorgeir var heima með mér í gær og lærði meðal annars hvar nefið á honum er, það er svo mikil snilld þegar þeir læra eitthvað svona nýtt, mér finnst alltaf eins og þeir hljóti að vera klárustu börn í heimi :D
Þorgeir er líka duglegur að reyna að tjá sig og nýjasta hjá honum er að benda á allt sem honum finnst merkilegt og segja "sjáu".
Hann segir líka "nei" við öllu og maður verður að lesa í svipbrigðin og tóninn til að sjá hvort hann meinar já eða nei. Mjög algengt er að matartíminn sé svona:
Mamma: Þorgeir viltu brauð?Þorgeir: Nei (hart og ákveðið).Mamma: Viltu skyr?Þorgeir: Neeeeiiii (langt og glaðlegt).Ergo: barnið vill skyr.Sem hann vill reyndar alltaf. Hann gæti lifað á KEA vanilluskyri ef ég leyfði honum það!
Hann er svo glaðlegur og sáttur alltaf hreint (nema rétt á meðan Björgvin er að stríða honum) og hann lætur manni líða svo vel, alltaf að faðma alla og á alltaf til bros handa fólki :)
Þeir eru svo skemmtilegir saman þegar við förum til dæmis í Krónuna. Þá fá þeir litlar innkaupakerrur og aka um alla búð, hlaupandi á eftir hvor öðrum eða tínandi vörur sem þá "langar í" ofan í kerrurnar sínar :)
Björgvin er líka ofsalega duglegur alltaf hreint.
Hann elskar bækur, púsl, bíla og niðursuðudósir (reyndar eru þær uppáhalds leikföng þeirra beggja). Og svo er hann eins og alltaf, sjúkur í dýr.
Hann er latur við að gera sig skiljanlegan og treystir á að við "finnum út úr því" hvað hann er að reyna að segja, en sumt segir hann svo skýrt og rétt að maður fyllist stolti :)
Eitt af því er "ég eska sig" og í hvert sinn sem ég segi við hann "ég elska þig" fæ ég knús og "ég eska sig" til baka.
Hvers fleira getur móðir óskað sér?
Ég fór
næstum að skæla :p
Á leikskólanum byrjar dagurinn hans núna alltaf á að hann púslar smá og fær sér svo stundum morgunmat. Hann er matgrannur, sem finnst þó ekki á honum því hann er orðin ein 17 kg. (í fötum og stígvélum á vigt í Húsdýragarðinum) og er sterkur strákur.
En ef það er fiskur, kjötfarsbollur, hakk eða pasta í matinn þá getur hann næstum borðað endalaust. Botnlaus hít. Þeir báðir!
Ég ætlaði svo að muna eftir einhverju sniðugu sem hefur gerst, en get ekki fyrir mitt litla líf munað lengra aftur en síðustu 2-3 daga, svo ég blogga bara aftur fljótlega.