miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Orðaforðinn

Það er svo gaman að heyra þessar elskur læra að tala.
Þorgeir er farinn að segja helling af orðum, þótt ekki séu setningarnar hjá honum komnar upp í nema 3 orð :)

Björgvin:
Bagabaga = sjaldbaka
dlánga = slanga
alamanda = salamandra
gógódíll = krókódíll
okkur = froskur
taltún = kalkúnn
tvalur = hvalur
babafi = gírafi
ebaheddu = sebrahestur
nadin-dindur = nashyrningur

Við vorum sko í húsdýragarðinum um daginn og það er skriðdýrasýning í gangi, þess vegna komu öll þessi sjaldgæfu dýraheiti inn hjá honum :)
Björgvin er líka búinn að læra hvaða fingur heitir hvað og er farinn að fatta að margir geta heitið sama nafni (eins og Silla vinkona og amma Silla). Fyrir nokkru fannst honum það bara fáránlegt að einhverjir tvær gætu heitið það sama og sagði bara NEI ef maður kynnti hann fyrir einhverjum með sama nafni og annar sem hann þekkti fyrir :D

Þorgeir:
njón = ljón
gamma = skamma
burr = bíll
úffi = voffi
baba = fugl (allir fuglar, ekki bara brabra)

Svo er hann búinn að læra hvar eyru, hár, fingur, tásur, typpi, bumba og nebbi eru :)
Þorgeir er ótrúlega góður að láta lesa fyrir sig, hann situr svo prúður og stilltur (svo framarlega sem honum finnst bókin áhugaverð).
Hann er mikið meiri bíla-kall en Björgvin og er sjúkur í jeppa, föður hans til mikillar ánægju :p

Engin ummæli:

Skrifa ummæli