miðvikudagur, 26. október 2011

Latir foreldrar!

Við erum búin að vera svo löt að uppfæra undanfarið sem er eiginlega synd og skömm því margt skemmtilegt hefur gerst.

Björgvin reyndi að hætta með bleyju í júlímánuði, en eftir að við skildum þá gengu framfarir á því sviði til baka.
Núna (25. október) er hann bleyjulaus á leikskólanum í fyrsta sinn og við sjáum til hvernig það gengur.

Þorgeir er endalaust að læra að tala, en er ekki tilbúinn í að hætta með bleyju. Hann er samt duglegur að öllu og gerir allt eins og stóri bróðir... sem kemur honum stundum í klípu, því Björgvin er jú þrátt fyrir allt, stærri og klárari.

Um daginn var ég að lesa bók upp í rúmi og þeir höfðu verið frami að horfa á mynd.
Allt í einu heyri ég hnífaparaskúffuna opnast, það klingdi í 2 skeiðum, dótakassinn er dreginn að ísskápnum og svo heyri ég Björgvin hvísla "brói, koddu fá mysing"

Þegar ég kom fram sátu þeir í sófanum með tóma mysingsdósina á milli sín, brosandi út að eyrum :D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli