laugardagur, 5. nóvember 2011

Koppastúss

Það hefur vægast sagt gengið illa að fá Björgvin á kopp/klósett, en við byrjuðum í haust og það hefur gengið vel að pissa í koppinn, en hann hefur ekki viljað kúka í hann.
Við vitum ekki hverju sætir, en eitthvað var að aftra honum frá þessum verknaði.

Í dag kúkaði hann í koppinn í fyrsta sinn!

Vonandi er þetta merki um framfarir og að loksins, loksins sé hann hættur með bleyju!

miðvikudagur, 26. október 2011

Latir foreldrar!

Við erum búin að vera svo löt að uppfæra undanfarið sem er eiginlega synd og skömm því margt skemmtilegt hefur gerst.

Björgvin reyndi að hætta með bleyju í júlímánuði, en eftir að við skildum þá gengu framfarir á því sviði til baka.
Núna (25. október) er hann bleyjulaus á leikskólanum í fyrsta sinn og við sjáum til hvernig það gengur.

Þorgeir er endalaust að læra að tala, en er ekki tilbúinn í að hætta með bleyju. Hann er samt duglegur að öllu og gerir allt eins og stóri bróðir... sem kemur honum stundum í klípu, því Björgvin er jú þrátt fyrir allt, stærri og klárari.

Um daginn var ég að lesa bók upp í rúmi og þeir höfðu verið frami að horfa á mynd.
Allt í einu heyri ég hnífaparaskúffuna opnast, það klingdi í 2 skeiðum, dótakassinn er dreginn að ísskápnum og svo heyri ég Björgvin hvísla "brói, koddu fá mysing"

Þegar ég kom fram sátu þeir í sófanum með tóma mysingsdósina á milli sín, brosandi út að eyrum :D

sunnudagur, 5. júní 2011

laugardagur, 30. apríl 2011

Afmælisgjöfin!

Keyptum Fjällräven bakpoka handa bàdum stràkunum :-D

Tölvupósturinn var sendur úr Sony Ericsson farsíma

sunnudagur, 24. apríl 2011

Páskar

Strákarnir kunna vel að meta páskana. Páskaegg og allt nammið sem fylgir, þetta er eitthvað sem þeir fá nær aldrei, a.m.k. ekki í þetta miklu magni :-D

Andrea faldi eggin í gærkvöldi en í morgun datt mér í hug að búa til smá leik þannig að ég sótti Post-it miða, teiknaði mynd á nokkra og límdi á viðeigandi staði.

Björgvin byrjaði á því að finna miða með sól á. Hann þurfti þá að finna hvar sólin væri... Jú, hún er fyrir utan gluggann en á glugganum var miði með mynd af borði... Björgvin fór að eldhúsborðinu og fann þar miða með mynd af stígvéli. Efst á skóhrúgu frammi á gangi var miði á stígvéli með mynd af íspinna. Í frystinum var síðan miði með mynd af rúmi. Á rúminu hans Björgvins var miði með mynd af Íþróttaálfinum, en myndir af honum skreyta baðherbergishurðina okkar. Þar var miði með mynd af lest og á endanum fundum við páskaeggin falin í skúffunni þar sem við geymum lestina og lestarteinana.

Í morgun hafa þeir bræður síðan hámað í sig af miklum móð alls kyns góðgæti. Í kvöld og næstu daga verða tannburstarnir notaðir óspart...

föstudagur, 11. mars 2011