mánudagur, 29. mars 2010

Þessi datt í sjóinn...

Á laugardaginn fórum við í pikknikk niður í Nauthólsvík vopnuð skóflum og pollabuxum, albúin í það að moka nokkrar holur og byggja örfáa kastala.
En það fer ekki alltaf allt eins og áætlað er þegar smábörn eru með í för.

Þegar við komum í víkina var Þorgeir uppgefinn og ákvað að leggja sig í stað þess að leika en Björgvin tók beint strik út í sjó.
Þar sem hann var mjög vel búinn var góðfúslegt leyfi veitt til vaðs, en eftir um 10 mínútur í flæðarmálinu tók hann upp á því að vaða lengra út en áður.

Það endaði með að hann steig á misfellu í sandinum og datt... í sjóinn.
Reyndar lenti hann ekki allur ofan í, heldur fór hann á hliðina og var því votur hægra megin á líkamanum.

Mamman reif hann úr hverri spjör og vafði inn í flíspeysuna sína á meðan pabbinn hjóp út í bíl að sækja þurr föt og kuldagalla.
Ormurinn var í skyndi klæddur upp á nýtt og fékk svo saltkex (uppáhaldið) og hélt áfram að leika sér :)

--------
Seinni partinn var farið með Bæjarbóli á slökkvistöðina í Hafnarfirði þar sem bílarnir frá Sigurjóni voru skoðaðir í bak og fyrir.
Þau fengu að fara inn í bæði sjúkrabíl og brunabíl og minn hljóp hringinn og fékk að fara 2 ferðir í gegnum brunabílinn :)

Þorgeir var með í för og einn lítill af deildinni Björgvins benti mömmu sinni á þá bræður með þessum orðum:
"Mamma, sjáðu, þarna er Björgvin og þarna er lítill Björgvin"
:)
Hversu sætt er það?
--------
Okkur dauðlangar að fara að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi, en það er víst ekki gáfulegt að fara með litla orma þarna uppeftir.

miðvikudagur, 3. mars 2010

10 mánaða skoðun

Þorgeir litli var í ungbarnaeftirliti í dag og kom rosalega vel út :)
Hann var 11,140 kg og 76,5 cm.
Hann er 0,5 cm frá sinni kúrvu í hæðinni, en heldur þyngdinni vel...litla tröllið okkar :)
Hann er farinn að vinka bless, sýnir hvað hann er stór og honum langar voða mikið að klappa, en það er ekki ennþá alveg komið.
Hann tínir líka upp smádót, gengur með vagninum sínum og bablar mamamamama stanslaust :D

Björgvin er farinn að vera betri við bróður sinn og vill oft hafa hann með í leik. Þorgeir getur það nú ekki alltaf, en það er voða sætt að sjá þá skríða á eftir hvor öðrum hér um öll gólf :)

Björgvin talar og talar og talar og talar... hann þagnar varla barnið nema rétt til að anda inn og fleiri orð bætast í orðaforðan nánast daglega.
Koppurinn/klósettið fá hins vegar enga athygli og er mamman orðin úrkula vonar um að barnið hætti nokkurn tíman á bleyju!
Æi, vonandi verður hann hættur með hana fyrir þriggja ára aldurinn :p