Á laugardaginn fórum við í pikknikk niður í Nauthólsvík vopnuð skóflum og pollabuxum, albúin í það að moka nokkrar holur og byggja örfáa kastala.
En það fer ekki alltaf allt eins og áætlað er þegar smábörn eru með í för.
Þegar við komum í víkina var Þorgeir uppgefinn og ákvað að leggja sig í stað þess að leika en Björgvin tók beint strik út í sjó.
Þar sem hann var mjög vel búinn var góðfúslegt leyfi veitt til vaðs, en eftir um 10 mínútur í flæðarmálinu tók hann upp á því að vaða lengra út en áður.
Það endaði með að hann steig á misfellu í sandinum og datt... í sjóinn.
Reyndar lenti hann ekki allur ofan í, heldur fór hann á hliðina og var því votur hægra megin á líkamanum.
Mamman reif hann úr hverri spjör og vafði inn í flíspeysuna sína á meðan pabbinn hjóp út í bíl að sækja þurr föt og kuldagalla.
Ormurinn var í skyndi klæddur upp á nýtt og fékk svo saltkex (uppáhaldið) og hélt áfram að leika sér :)
--------
Seinni partinn var farið með Bæjarbóli á slökkvistöðina í Hafnarfirði þar sem bílarnir frá Sigurjóni voru skoðaðir í bak og fyrir.
Þau fengu að fara inn í bæði sjúkrabíl og brunabíl og minn hljóp hringinn og fékk að fara 2 ferðir í gegnum brunabílinn :)
Þorgeir var með í för og einn lítill af deildinni Björgvins benti mömmu sinni á þá bræður með þessum orðum:
"Mamma, sjáðu, þarna er Björgvin og þarna er lítill Björgvin"
:)
Hversu sætt er það?
--------
Okkur dauðlangar að fara að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi, en það er víst ekki gáfulegt að fara með litla orma þarna uppeftir.
Hahaha lítill Björgvin. Dúllurnar :D
SvaraEyða