miðvikudagur, 3. mars 2010

10 mánaða skoðun

Þorgeir litli var í ungbarnaeftirliti í dag og kom rosalega vel út :)
Hann var 11,140 kg og 76,5 cm.
Hann er 0,5 cm frá sinni kúrvu í hæðinni, en heldur þyngdinni vel...litla tröllið okkar :)
Hann er farinn að vinka bless, sýnir hvað hann er stór og honum langar voða mikið að klappa, en það er ekki ennþá alveg komið.
Hann tínir líka upp smádót, gengur með vagninum sínum og bablar mamamamama stanslaust :D

Björgvin er farinn að vera betri við bróður sinn og vill oft hafa hann með í leik. Þorgeir getur það nú ekki alltaf, en það er voða sætt að sjá þá skríða á eftir hvor öðrum hér um öll gólf :)

Björgvin talar og talar og talar og talar... hann þagnar varla barnið nema rétt til að anda inn og fleiri orð bætast í orðaforðan nánast daglega.
Koppurinn/klósettið fá hins vegar enga athygli og er mamman orðin úrkula vonar um að barnið hætti nokkurn tíman á bleyju!
Æi, vonandi verður hann hættur með hana fyrir þriggja ára aldurinn :p

Engin ummæli:

Skrifa ummæli