... úff hvað tíminn líður hratt!
Strákarnir stækka og stækka og stækka. Og læra líka helling um leið :)
Þorgeir gengur eins og hann hafi aldrei gert annað, byltunum fækkar jafnt og þétt og eru dagleg föll nú teljandi á fingrum annarar handar. Hann er samt alltaf marinn og blár, en það stafar oft frekar af meðferð bróður hans á honum en nokkru öðru!
Björgvin er reyndar allur að koma til. Hann er næstum hættur að berja bróður sinn með öllu lauslegu, Þorgeir þarf núna virkilega að vinna sér það inn að vera laminn :p
Og sú nýbreytni hófst í þessari viku, að ef BH lemur hann, fær ÞÚ knús eftir á.
Jább, Björgvin lemur bróður sinn og faðmar hann svo, hann er að sýna að hann getur sýnt samkend og væntumþykju :)
Við erum búin að vera dugleg að gera hluti eins og fara í húsdýragarðinn og Björgvin er farinn að biðja um það. "Mamma... ú-dí-dæinn?" segir hann oft þegar ég er búin að sækja hann á leikskólann.
Hann er líka sjúkur í að fara í IKEA. Ef hann sér stóra skiltið fyrir utan, verður hann alveg galinn ef hann fær ekki að fara inn. Mér leiðist nú svo sem ekki í IKEA (nema síður sé) þannig að við förum þangað 1-2x í viku til að leika í barnadeildinni (rennibraut, bangsar, tjöld) og fá okkur ís (á 75 krónur, talsvert ódýrara en annarsstaðar!)
Þorgeiri finnst ísinn ekkert sérstakur, hann vill bara brauðið :)
Það sama á við um pylsur, Björgvin elskar þær og borðar bara pylsuna, en Þorgeir borðar brauðið. Góð og hentug skipti það :)
Svefnmálin eru ennþá erfið á þessum bænum.
Þorgeir er reyndar bara lagður inn í rúm eftir pelann sinn og fer að sofa, en Björgvin er alveg eins og mamma sín, þarf að bylta sér 100x, fá pela (stundum tvo), vera í sínu rúmi, koma í pabbaholu... þetta er minnst klukkutíma prósess á hverju einasta kvöldi :(
En ég er svona líka... bylti mér og sný í 40 mínútur að meðaltali áður en ég sofna, svo þetta erfist kannski bara.
Guðum sé lof að Þorgeir er eins og pabbi hans :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli