föstudagur, 30. október 2009

Grasker og leikrit

Leikritið Alli Nalli og tunglið var sýnt á Bæjarbóli á fimmtudaginn síðast liðinn og fannst BH mjög gaman.

Svo í dag var skorið út grasker og þegar börnin voru látin velja nafn á það, var einróma álit að það ætti að heita Björgvin :)
Ástæðan?
Jú, hann er svo vel liðinn og vinsæll hjá öllum krökkunum á deildinni að graskerið varð að heita eins og hann :D

Gæti mamma verið stoltari?

fimmtudagur, 15. október 2009

Matartími

Þorgeir fékk að borða í fyrsta skiptið á sunnudagsmorguninn og fékk þá gulrótarmauk.
Honum fannst þetta mjög spennandi og borðaði alveg rúma matskeið í þetta fyrsta sinn.

Svo fékk hann aftur smakk bæði á mánudag og þriðjudag, en miðvikudagurinn var bara peladagur hjá okkur.

Svo í dag, fimmtudag, fékk hann sveskjur og hafra frá Organic baby og fannst það bara mjög gott :)

Ég fíla matinn frá Organic baby... við keyptum hann mikið þegar BH var lítill og honum fannst allt (flest allt amk) gott. Svo er hann ekki dýr.

föstudagur, 9. október 2009

fyrsta Þorgeirs tönnin

Miðvikudaginn 7. október 2009 fannst fyrsta tönnin hjá Þorgeiri Úlfari.
Hann var þá 5 mánaða og 7 daga, en fyrsta Björgvins tönnin fannst 18. apríl 2008, þá 5 mánaða og 8 daga :)

Þeir eru nú nokkuð líkir bræðurnir ;)

En tönn nr. 2 er rétt ókomin, ég geri ráð fyrir henni í gegn um helgina!

þriðjudagur, 6. október 2009

Veikindi, vinir og fleira

Björgvin á orðið nýjan vin á Bæjarbóli. Sá heitir Kári og er rúmlega ári eldri en BH. Sem þýðir að BH lærir hluti nú á undraverðum hraða og er alltaf að koma heim með nýja hæfileika í farteskinu :)

Hann var reyndar veikur um daginn þessi elska, fékk einhverja vírus-skömm, þó ekki svínaflensuna... við sluppum við hana held ég.

Þorgeir er kominn inn til dagmömmu, við sömdum við Katrínu og Hilmar um að fá að borga þeim extra vegna þess að Garðabær niðurgreiðir ekki fyrr en eftir að ÞÚ verður orðinn 9 mánaða og ég vill helst fara að komast út á vinnumarkaðinn til að hjálpa til við að reka þessa fjölskyldu.
En ÞÚ getur byrjað hvenær sem er eftir 1. nóvember... við sjáum hvernig fer með vinnu hjá mömmunni og hann byrjar bara þegar það er komið.

Allt gengur eins og í sögu hjá þessari ört stækkandi fjölskyldu og við erum öll hraust og hress :)