sunnudagur, 3. janúar 2010

Nýtt ár

Gleðilegt ár allir saman.

Við fórum öll norður um jólin og nutum þar samvista við fjölskylduna.
Reyndar var ferðin ekki gleðileg að öllu leyti þar sem Brynja mágkona ömmu Sillu lést 12. desember og Andrea og Þorgeir fóru strax 17. des til að vera við jarðarförina.

Unnar og Björgvin mættu svo á Þorláksmessu og eftir það var norðurferðin bara hin besta.

Þorgeir Úlfar lærði að skríða í Strandgötu 6 á annan dag jóla og hefur verið óstöðvandi síðan. Hann hefur tekið upp siði stóra bróðurs og hámar nú í sig kattamat þegar færi gefst.
Ætli hann fái ekki skínandi og mjúkan feld fyrir rest :D

Hann er ekki ennþá búinn að læra að gera "hvað ertu stór" eða klappa, en það hlýtur nú að fara að koma.

Svo er 8 mánaða skoðunin á þriðjudaginn og þá fáum við að vita hvernig tröllabarnið dafnar :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli