sunnudagur, 29. nóvember 2009

Veikindi og matur

Því miður eru litlu strákarnir okkar frekar lasnir núna, þeir eru báðir með rosalegt kvef og mikinn hósta og voru settir á astmapúst í dag.
Björgvin er nú vanur, hann hefur þurft að fara 3x á púst en við sleppum amk við sýklalyfin, sem mér finnst vera mikill kostur.

Þorgeir er alltaf að borða meira og meira, en það fyndna/skrítna er að ég man alls ekki hvað Björgvin var að borða mikið á hans aldri!

Ég skrifa það hér með að Þorgeir er að borða graut+mauk 2x á dag og fær 4-5 pela með.
Hann er farinn að narta í seríos og honum finnst æði að fá kalda peru í fæðunetið og japla á því :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli