Eins og lög gera ráð fyrir er Þorgeir farinn að borða á fullu, enda alveg að verða 7 mánaða (!) og í kvöld fékk hann peru í fæðunetið og hann borðaði heila (litla) peru :)
En það eru fleiri að bíta en Þorgeir... Björgvin beit tvo krakka á leikskólanum í síðustu viku og þar af annað þeirra frekar illa :/
Við erum búin að taka á þessu í samvinnu við Bæjarból og þetta var bara einangrað tilfelli, en maður verður samt svo stressaður ef þau taka upp á einhverju svona... þetta gerðist samt í leik, svo við erum ekkert að farast úr vænisýki, en þetta er samt erfitt að heyra um litla orm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli